Fundi forsetanna hefur verið beðið með talsverðri eftirvæntingu enda talsverð spenna á milli ríkjanna tveggja, ekki síst í ljósi ásakana um að Rússar hafi skipt sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016.
Trump kom til Helsinki í morgun en Pútín lenti hins vegar ekki í Helsinki fyrr en um klukkan 10 að íslenskum tíma í morgun og seinkaði fundinum af þeim ástæðum. Því má jafn vel búast við því að blaðamannafundinum seinki eitthvað, en samkvæmt áætlun á hann að hefjast klukkan 13.50 að íslenskum tíma.
Líkt og fyrr segir má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér að neðan og þar fyrir neðan verður því sem þar fram kemur lýst í beinni textalýsingu.