Hilmar Árni um atvinnumennskuna: Markmiðin með Stjörnunni skipta mestu máli akkúrat núna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júlí 2018 19:45 Hilmar Árni Halldórsson hefur farið á kostum í liði Stjörnunnar í Pepsi deild karla í sumar. Hann er markahæstur í deildinni með 13 mörk. Síðasta sumar var mikið rætt um markaskorun Andra Rúnars Bjarnasonar í Grindavíkurliðinu en hann kláraði mótið með því að jafna markametið í deildinni sem er 19 mörk. Stjarnan á enn eftir 10 leiki í deildinni svo Hilmar Árni gæti vel bætt metið haldi hann áfram með sama hætti. Andri Rúnar hafði skorað 10 mörk á þessum tíma síðasta sumar. „Það eru margir í kringum mig sem eru að pæla í þessu en ég er með fókusinn á liðið og markmið okkar sem lið. Mér finnst það verðugra en hitt er bara bónus,“ sagði Hilmar Árni við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta er ekkert íþyngjandi. Gaman að heyra þegar fólk er að pæla í þessu en það truflar mig ekki neitt.“ Það gengur vel í Garðabænum þessa dagana, liðið er á toppi Pepsi deildarinnar, spilar til undanúrslita í Mjólkurbikarnum og er í góðum séns að að komast áfram í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudag. „Gott teymi í kringum okkur og þetta er allt vel undirbúið. Frábærir leikmenn og gott lið. Það þarf allt að spila saman ef við ætlum að gera hluti og halda því áfram. Það hefur gengið vel núna en það þýðir ekkert að slaka á.“ Hilmar Árni lék með Leikni frá árunum 2008-2015 og skoraði 31 mark í 115 leikjum. „Frábært félag sem ég elska. Frábærlega staðið að öllu þar og ég fékk virkilega góða þjálfun þar. Við vorum svolítil fjölskylda þar að komast upp í efstu deild í fyrsta skipti og það er eitt af því sem mér finnst hvað skemmtilegast á mínum ferli.“ Mikið hefur verið rætt um það hvort Hilmar Árni gæti farið út í atvinnumennsku. Hann sjálfur stefnir ekki sérstaklega þangað en möguleikinn er fyrir hendi banki rétta tækifærið á dyrnar. „Ég stefndi að því í langan tíma að fá að reyna mig á hærra leveli en akkúrat núna er ég bara ánægður hérna og líður vel. Við erum að spila vel og það eru markmiðin mín hérna sem skipta mig mestu máli,“ sagði Hilmar Árni Halldórsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Enski boltinn Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fleiri fréttir Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Leik lokið: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjá meira
Hilmar Árni Halldórsson hefur farið á kostum í liði Stjörnunnar í Pepsi deild karla í sumar. Hann er markahæstur í deildinni með 13 mörk. Síðasta sumar var mikið rætt um markaskorun Andra Rúnars Bjarnasonar í Grindavíkurliðinu en hann kláraði mótið með því að jafna markametið í deildinni sem er 19 mörk. Stjarnan á enn eftir 10 leiki í deildinni svo Hilmar Árni gæti vel bætt metið haldi hann áfram með sama hætti. Andri Rúnar hafði skorað 10 mörk á þessum tíma síðasta sumar. „Það eru margir í kringum mig sem eru að pæla í þessu en ég er með fókusinn á liðið og markmið okkar sem lið. Mér finnst það verðugra en hitt er bara bónus,“ sagði Hilmar Árni við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta er ekkert íþyngjandi. Gaman að heyra þegar fólk er að pæla í þessu en það truflar mig ekki neitt.“ Það gengur vel í Garðabænum þessa dagana, liðið er á toppi Pepsi deildarinnar, spilar til undanúrslita í Mjólkurbikarnum og er í góðum séns að að komast áfram í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudag. „Gott teymi í kringum okkur og þetta er allt vel undirbúið. Frábærir leikmenn og gott lið. Það þarf allt að spila saman ef við ætlum að gera hluti og halda því áfram. Það hefur gengið vel núna en það þýðir ekkert að slaka á.“ Hilmar Árni lék með Leikni frá árunum 2008-2015 og skoraði 31 mark í 115 leikjum. „Frábært félag sem ég elska. Frábærlega staðið að öllu þar og ég fékk virkilega góða þjálfun þar. Við vorum svolítil fjölskylda þar að komast upp í efstu deild í fyrsta skipti og það er eitt af því sem mér finnst hvað skemmtilegast á mínum ferli.“ Mikið hefur verið rætt um það hvort Hilmar Árni gæti farið út í atvinnumennsku. Hann sjálfur stefnir ekki sérstaklega þangað en möguleikinn er fyrir hendi banki rétta tækifærið á dyrnar. „Ég stefndi að því í langan tíma að fá að reyna mig á hærra leveli en akkúrat núna er ég bara ánægður hérna og líður vel. Við erum að spila vel og það eru markmiðin mín hérna sem skipta mig mestu máli,“ sagði Hilmar Árni Halldórsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Enski boltinn Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fleiri fréttir Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Leik lokið: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjá meira