Arnór Sigurðsson og Guðmundur Þórarinsson voru báðir í eldlínunni í 2-1 sigri Norrköping á Hacken í sænska boltanum í dag.
Guðmundur byrjaði hægra megin á miðjunni á meðan Arnór þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum.
Það var Simon Thern sem kom Norrköping yfir á 19. mínútu. Það tók hinsvegar Hacken ekki langan tíma að jafna heldur gerðist það fjórum mínútum seinna og var það Paulinho sem skoraði marki.
Allt stefndi í það að liðin myndu deila með sér stigunum en þá skoruðu Norrköping á 80. mínútu og tryggðu sér sigurinn.
Guðmundur spilaði allan leikinn á meðan Arnór kom inná þegar um hálftími var eftir af leiknum.
Tveir aðrir leikir fóru fram í dag en það var viðureign Hauk Heiðars og félaga í AIK gegn Sundsvall en þar bar Sundsvall sigur úr býtum og síðan hinsvegar leikur Kalmar og Djurgarden þar sem Djurgarden vann. Haukur var í byrjunarliði AIK en var tekinn útaf undir lok leiksins.
Guðmundur spilaði allan leikinn í sigri Norrköping
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið





„Þjáning í marga daga“
Handbolti




Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti

Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti