Ísraelskar sprengjur féllu við almenningsgarð í Gaza Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. júlí 2018 08:06 Palestínumenn reyna að bjarga særðum á vettvangi árásanna í gær Vísir/Getty Að minnsta kosti tveir unglingspiltar, 15 og 16 ára gamlir, létu lífið í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza svæðið í gærþ. Árásirnar voru þær umfangsmestu sem Ísraelsmenn hafa gert frá því Gaza var að stórum hluta lagt í rúst árið 2014. Fjórtán særðust í árásunum, þar á meðal börn sem voru að leik í almenningsgarði sem er oftast fullur af fólki um helgar. Ísraelskar þotur vörpuðu sprengjum á torg fyrir framan garðinn. Maram Humaid, blaðamaður á Gaza ströndinni, segir að sérstaklega margir hafi verið í garðinum vegna góðs veðurs um helgina. Ísraelski herinn segist hafa látið íbúa í næsta nágrenni við almenningsgarðinn vita að loftárás væri á leiðinni skömmu áður en sprengjurnar féllu. Hins vegar kemur reglulega fyrir að gert sé símaat þar sem Palestínumönnum er tilkynnt um árásir sem aldrei koma til að fá þá til að rýma byggingar af óþörfu. Það gerir að verkum að ekki er alltaf tekið mark á slíkum tilkynningum þegar þær berast. Eftir loftárásir Ísraels skutu liðsmenn Hamas nokkrum litlum eldflaugum á loft yfir landamærin en þær hæfðu ekkert. Fyrr um daginn hafði eldflaug frá Hamas hæft bænahús í Ísrael með þeim afleiðingum af fjórir særðust lítillega. Ísraelsk stjórnvöld telja að allt að 90 eldflaugum hafi verið skotið frá Gaza í gær en þær eru óstýrðar og valda yfirleitt litlu sem engu tjóni. Í gærkvöld var samið um tímabundið vopnahlé fyrir tilstilli stjórnvalda í Egyptalandi. Bæði Hamas og ísraelsk stjórnvöld hafa hins vegar verið vígreif í yfirlýsingum sínum undanfarið og óvíst hvort vopnahléið heldur í dag. Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Ísraelskar herþotur gerðu loftárásir á Gaza-svæðinu Þetta er ein stærsta hernaðaraðgerð af hálfu Ísrael frá árinu 2014 þegar stríð geisaði á milli landsins og Hamas-samtakanna. 14. júlí 2018 20:08 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Að minnsta kosti tveir unglingspiltar, 15 og 16 ára gamlir, létu lífið í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza svæðið í gærþ. Árásirnar voru þær umfangsmestu sem Ísraelsmenn hafa gert frá því Gaza var að stórum hluta lagt í rúst árið 2014. Fjórtán særðust í árásunum, þar á meðal börn sem voru að leik í almenningsgarði sem er oftast fullur af fólki um helgar. Ísraelskar þotur vörpuðu sprengjum á torg fyrir framan garðinn. Maram Humaid, blaðamaður á Gaza ströndinni, segir að sérstaklega margir hafi verið í garðinum vegna góðs veðurs um helgina. Ísraelski herinn segist hafa látið íbúa í næsta nágrenni við almenningsgarðinn vita að loftárás væri á leiðinni skömmu áður en sprengjurnar féllu. Hins vegar kemur reglulega fyrir að gert sé símaat þar sem Palestínumönnum er tilkynnt um árásir sem aldrei koma til að fá þá til að rýma byggingar af óþörfu. Það gerir að verkum að ekki er alltaf tekið mark á slíkum tilkynningum þegar þær berast. Eftir loftárásir Ísraels skutu liðsmenn Hamas nokkrum litlum eldflaugum á loft yfir landamærin en þær hæfðu ekkert. Fyrr um daginn hafði eldflaug frá Hamas hæft bænahús í Ísrael með þeim afleiðingum af fjórir særðust lítillega. Ísraelsk stjórnvöld telja að allt að 90 eldflaugum hafi verið skotið frá Gaza í gær en þær eru óstýrðar og valda yfirleitt litlu sem engu tjóni. Í gærkvöld var samið um tímabundið vopnahlé fyrir tilstilli stjórnvalda í Egyptalandi. Bæði Hamas og ísraelsk stjórnvöld hafa hins vegar verið vígreif í yfirlýsingum sínum undanfarið og óvíst hvort vopnahléið heldur í dag.
Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Ísraelskar herþotur gerðu loftárásir á Gaza-svæðinu Þetta er ein stærsta hernaðaraðgerð af hálfu Ísrael frá árinu 2014 þegar stríð geisaði á milli landsins og Hamas-samtakanna. 14. júlí 2018 20:08 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Ísraelskar herþotur gerðu loftárásir á Gaza-svæðinu Þetta er ein stærsta hernaðaraðgerð af hálfu Ísrael frá árinu 2014 þegar stríð geisaði á milli landsins og Hamas-samtakanna. 14. júlí 2018 20:08