Innlit í gámasamfélagið 14. júlí 2018 08:00 Þórsteinn Sigurðsson Ljósmyndarinn Þórsteinn Sigurðsson hefur vakið athygli síðustu ár fyrir ljósmyndir sem fanga íslenska jaðarmenningu. Þann 21. júlí heldur hann ljósmyndasýningu í Gallery Porti og gefur út bók sem prýða ljósmyndir úr lífi tveggja manna sem búa í gámum úti á Granda í Reykjavík: Úrræði Reykjavíkurborgar fyrir heimilislaust fólk sem stríðir við fíknivanda. Allur ágóði af sölu rennur til Frú Ragnheiðar og sýningin stendur yfir aðeins þetta kvöld og verður ekki endurtekin. „Ég hafði séð ljósmyndir af íbúum í gámunum, lesið blaðagreinar um þetta úrræði. Þetta togaði í mig. Ég byrjaði á því að taka borgarlandslagsmyndir af gámunum og var í ákveðinni fjarlægð. Þegar ég var búinn að því þá ákvað ég að láta slag standa og banka upp á,“ segir Þórsteinn. Sá sem opnaði fyrir Þórsteini var Ólafur Kristjánsson. Í öðrum gámi nálægt Ólafi bjó á þessum tíma Guðmundur Jónsson. „Það er alltaf óþægilegt að banka upp á hjá ókunnugum. Sér í lagi ef maður ætlar að krefjast einhvers af þeim. Mér fannst það að minnsta kosti óþægilegt. En Óli er þekktur fyrir vinalegt viðmót. Hann er einstaklega blíð manneskja. Eftir stutt spjall við hann fékk ég að taka af honum portrett og ég fann að ég væri velkominn aftur. Þannig byrjaði verkefnið,“ segir Þórsteinn frá. Næstu vikur og mánuði heimsótti Þórsteinn þá Gumma og Óla í gámana. Hann var alltaf með myndavélina á sér en tók ekki alltaf myndir. Hann fékk sér stundum kaffisopa og spjallaði. „Þetta var langt ferli. Mér fannst ég þurfa að vera með þeim í lengri tíma og fá að upplifa alls konar líf. Tengjast þeim. Ég var farinn að hlakka til að fara til þeirra og á milli okkar þróaðist gott vinasamband. Það búa fleiri þarna núna en ég ákvað að einblína á að mynda þá tvo. Gumma og Óla,“ segir Þórsteinn. „Þetta er óvenjulegt líf sem þeir lifa. Það hefur örugglega margt gengið á áður en íbúar fá skjól í þessu úrræði. Leiðin þangað er mjög erfið. En að búa þarna er hins vegar mjög gott fyrir manneskju sem hefur í langan tíma ekki átt heimili. Úrræðið er gott og það ætti að fjölga þeim. En það þarf að setja þau í fastari skorður. Húsin eru ekki til í kerfinu. Það er ekkert húsnúmer, íbúar geta ekki fengið sendan til sín póst. Þeir geta ekki skráð lögheimili sitt í húsunum. Þeir eru aftast í öftustu röðinni. Þeir finna alveg fyrir því. Maður finnur sjálfur fyrir því þegar maður er í heimsókn. Nú á til dæmis að færa gámana, þeir vita ekki hvert á að færa þá. Maður getur sett sig í þeirra spor. Þetta er heimili þeirra og óvissan er erfið,“ segir Þórsteinn. „Þeim finnst nefnilega gott að búa þarna, þetta er fallegur staður. Sjórinn er þarna rétt hjá og Grandinn í uppbyggingu.“ Þórsteinn reynir ekki að leyna fíkniefnaneyslu þeirra á nokkurn hátt. „Að vera í kringum þann hluta er auðvitað á einhverjum tímapunktum óþægilegt. En þeir einhvern veginn létu mér líða eins vel og mér gat liðið. Þeir virtu mörk mín,“ segir Þórsteinn sem segist hafa verið með fordóma sem hann hafi þurft að takast á við. „Ég, eins og aðrir, var með einhvers konar fordóma sem voru byggðir á vanþekkingu. En svo uppgötvar maður manneskjuna. Manneskjan er þarna líka, ekki bara neyslan. Þeir fá ættingja og vini í heimsókn. Þeir fylgdust með HM. Þeir eru bara venjulegar manneskjur með áhugamál og langanir. Þú getur alveg búið einhvers staðar í blokk í Vesturbænum og það er fíkill í húsinu sem notar vímuefni í æð. Þetta er alls staðar í samfélaginu. En í þessu gámasamfélagi erum við farin út fyrir mengið. Þetta er lítið samfélag og það sést að þeir eru að reyna að búa sér heimili. Þeir búa sér til sitt hreiður eins og við hin. Ég upplifði þeirra lífsbaráttu þannig að þeir vildu eins og við komast af, láta sér líða vel. Óli er til dæmis mjög tengdur fjölskyldu sinni. Þau eru dugleg að kíkja á hann og samskiptin einkennast af ást og hlýju.“ Lífið Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Ljósmyndarinn Þórsteinn Sigurðsson hefur vakið athygli síðustu ár fyrir ljósmyndir sem fanga íslenska jaðarmenningu. Þann 21. júlí heldur hann ljósmyndasýningu í Gallery Porti og gefur út bók sem prýða ljósmyndir úr lífi tveggja manna sem búa í gámum úti á Granda í Reykjavík: Úrræði Reykjavíkurborgar fyrir heimilislaust fólk sem stríðir við fíknivanda. Allur ágóði af sölu rennur til Frú Ragnheiðar og sýningin stendur yfir aðeins þetta kvöld og verður ekki endurtekin. „Ég hafði séð ljósmyndir af íbúum í gámunum, lesið blaðagreinar um þetta úrræði. Þetta togaði í mig. Ég byrjaði á því að taka borgarlandslagsmyndir af gámunum og var í ákveðinni fjarlægð. Þegar ég var búinn að því þá ákvað ég að láta slag standa og banka upp á,“ segir Þórsteinn. Sá sem opnaði fyrir Þórsteini var Ólafur Kristjánsson. Í öðrum gámi nálægt Ólafi bjó á þessum tíma Guðmundur Jónsson. „Það er alltaf óþægilegt að banka upp á hjá ókunnugum. Sér í lagi ef maður ætlar að krefjast einhvers af þeim. Mér fannst það að minnsta kosti óþægilegt. En Óli er þekktur fyrir vinalegt viðmót. Hann er einstaklega blíð manneskja. Eftir stutt spjall við hann fékk ég að taka af honum portrett og ég fann að ég væri velkominn aftur. Þannig byrjaði verkefnið,“ segir Þórsteinn frá. Næstu vikur og mánuði heimsótti Þórsteinn þá Gumma og Óla í gámana. Hann var alltaf með myndavélina á sér en tók ekki alltaf myndir. Hann fékk sér stundum kaffisopa og spjallaði. „Þetta var langt ferli. Mér fannst ég þurfa að vera með þeim í lengri tíma og fá að upplifa alls konar líf. Tengjast þeim. Ég var farinn að hlakka til að fara til þeirra og á milli okkar þróaðist gott vinasamband. Það búa fleiri þarna núna en ég ákvað að einblína á að mynda þá tvo. Gumma og Óla,“ segir Þórsteinn. „Þetta er óvenjulegt líf sem þeir lifa. Það hefur örugglega margt gengið á áður en íbúar fá skjól í þessu úrræði. Leiðin þangað er mjög erfið. En að búa þarna er hins vegar mjög gott fyrir manneskju sem hefur í langan tíma ekki átt heimili. Úrræðið er gott og það ætti að fjölga þeim. En það þarf að setja þau í fastari skorður. Húsin eru ekki til í kerfinu. Það er ekkert húsnúmer, íbúar geta ekki fengið sendan til sín póst. Þeir geta ekki skráð lögheimili sitt í húsunum. Þeir eru aftast í öftustu röðinni. Þeir finna alveg fyrir því. Maður finnur sjálfur fyrir því þegar maður er í heimsókn. Nú á til dæmis að færa gámana, þeir vita ekki hvert á að færa þá. Maður getur sett sig í þeirra spor. Þetta er heimili þeirra og óvissan er erfið,“ segir Þórsteinn. „Þeim finnst nefnilega gott að búa þarna, þetta er fallegur staður. Sjórinn er þarna rétt hjá og Grandinn í uppbyggingu.“ Þórsteinn reynir ekki að leyna fíkniefnaneyslu þeirra á nokkurn hátt. „Að vera í kringum þann hluta er auðvitað á einhverjum tímapunktum óþægilegt. En þeir einhvern veginn létu mér líða eins vel og mér gat liðið. Þeir virtu mörk mín,“ segir Þórsteinn sem segist hafa verið með fordóma sem hann hafi þurft að takast á við. „Ég, eins og aðrir, var með einhvers konar fordóma sem voru byggðir á vanþekkingu. En svo uppgötvar maður manneskjuna. Manneskjan er þarna líka, ekki bara neyslan. Þeir fá ættingja og vini í heimsókn. Þeir fylgdust með HM. Þeir eru bara venjulegar manneskjur með áhugamál og langanir. Þú getur alveg búið einhvers staðar í blokk í Vesturbænum og það er fíkill í húsinu sem notar vímuefni í æð. Þetta er alls staðar í samfélaginu. En í þessu gámasamfélagi erum við farin út fyrir mengið. Þetta er lítið samfélag og það sést að þeir eru að reyna að búa sér heimili. Þeir búa sér til sitt hreiður eins og við hin. Ég upplifði þeirra lífsbaráttu þannig að þeir vildu eins og við komast af, láta sér líða vel. Óli er til dæmis mjög tengdur fjölskyldu sinni. Þau eru dugleg að kíkja á hann og samskiptin einkennast af ást og hlýju.“
Lífið Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp