Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Birgir Olgeirsson skrifar 13. júlí 2018 16:03 Eru engin merki um að hraði þenslunnar í Öræfajökli fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. vísir/gunnþóra Skýr merki eru um ókyrrð í Öræfajökli en fjallið hefur þanist út að minnsta kosti frá áramótum 2016 til 2017. Þetta kemur fram í yfirliti á vef almannavarna sem gefið var út í dag. Þar segir að þenslunni fylgi aukin skjálftavirkni og aflögun, sem kemur fram í úrvinnslu gervitunglagagna og GPS-mælinga. Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. Orsök þenslunnar er talin vera innskot nýrrar kviku í rótum eldstöðvarinnar. Rúmmálsbreyting síðan þessi atburðarás hófst er af stærðargráðunni 10 milljón rúmmetrar (um 0.2 m3/s) sem er sambærilegt við kvikuinnskot í Eyjafjallajökli á árunum fyrir gosið 2010. Nýjar viðnámsmælingar sýna jarðhitaummyndun á litlu dýpi inni í öskju Öræfajökuls sem er merki um tilvist háhitakerfis, svipað og sést í mörgum megineldstöðvum á Íslandi.Hvannadalshnjúkur er hæsti tindur Öræfajökuls.VÍSIR/VILHELMVirknin gæti hætt áður en til goss kemur Þegar kemur að mögulegri þróun er virkni Öræfajökuls sögð dæmigerð fyrir eldfjöll sem eru að búa sig undir eldgos. Virknin getur hætt áður en til goss kemur en um það er ekkert hægt að segja á þessu stigi. Ein möguleg afleiðing núverandi þróunar er aukin jarðhitavirkni sem gæti orsakað jökulhlaup og gasmengun. Haldnir hafa verið fundir með íbúum og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu þar sem þeir hafa verið upplýstir um atburðarás undanfarinna mánaða í Öræfajökli. Fyrirhugað er að halda fund með sömu aðilum undir lok september þar sem farið verður yfir stöðu mála að nýju.Unnið að neyðarrýmingaráætlun Unnin hefur verið neyðarrýmingaráætlun fyrir Öræfasveit sem virkjuð verður komi til eldgoss í Öræfajökli fyrirvaralítið eða fyrirvaralaust. Neyðarrýmingaráætlunina má nálgast hér.Unnið er að gerð viðbragðsáætlunar vegna eldgos í Öræfajökli á vegum almannavarna í héraði. Tækjum til vöktunar eldfjallsins hefur verið fjölgað verulega og náttúruvársérfræðingar Veðurstofu Íslands fylgjast grannt með atburðum. Þeir senda viðvaranir til almannavarna ef þeir verða varir við breytingar. Veðurstofa Íslands, Jarðvísindastofnun háskólans og Íslenskar orkurannsóknir með aðstöð Jöklarannsóknarfélags Íslands hafa unnið að auknum rannsóknum á Öræfajökli á undanförnum misserum til að auka skilning á aukinni jarðskjálftavirkni í Öræfajökli, þenslu eldfjallsins og breytingum á jarðhitavirkni. Fjarskipafyrirtæki hafa unnið að því að bæta farsímasamband í Öræfum. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Skýr merki eru um ókyrrð í Öræfajökli en fjallið hefur þanist út að minnsta kosti frá áramótum 2016 til 2017. Þetta kemur fram í yfirliti á vef almannavarna sem gefið var út í dag. Þar segir að þenslunni fylgi aukin skjálftavirkni og aflögun, sem kemur fram í úrvinnslu gervitunglagagna og GPS-mælinga. Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. Orsök þenslunnar er talin vera innskot nýrrar kviku í rótum eldstöðvarinnar. Rúmmálsbreyting síðan þessi atburðarás hófst er af stærðargráðunni 10 milljón rúmmetrar (um 0.2 m3/s) sem er sambærilegt við kvikuinnskot í Eyjafjallajökli á árunum fyrir gosið 2010. Nýjar viðnámsmælingar sýna jarðhitaummyndun á litlu dýpi inni í öskju Öræfajökuls sem er merki um tilvist háhitakerfis, svipað og sést í mörgum megineldstöðvum á Íslandi.Hvannadalshnjúkur er hæsti tindur Öræfajökuls.VÍSIR/VILHELMVirknin gæti hætt áður en til goss kemur Þegar kemur að mögulegri þróun er virkni Öræfajökuls sögð dæmigerð fyrir eldfjöll sem eru að búa sig undir eldgos. Virknin getur hætt áður en til goss kemur en um það er ekkert hægt að segja á þessu stigi. Ein möguleg afleiðing núverandi þróunar er aukin jarðhitavirkni sem gæti orsakað jökulhlaup og gasmengun. Haldnir hafa verið fundir með íbúum og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu þar sem þeir hafa verið upplýstir um atburðarás undanfarinna mánaða í Öræfajökli. Fyrirhugað er að halda fund með sömu aðilum undir lok september þar sem farið verður yfir stöðu mála að nýju.Unnið að neyðarrýmingaráætlun Unnin hefur verið neyðarrýmingaráætlun fyrir Öræfasveit sem virkjuð verður komi til eldgoss í Öræfajökli fyrirvaralítið eða fyrirvaralaust. Neyðarrýmingaráætlunina má nálgast hér.Unnið er að gerð viðbragðsáætlunar vegna eldgos í Öræfajökli á vegum almannavarna í héraði. Tækjum til vöktunar eldfjallsins hefur verið fjölgað verulega og náttúruvársérfræðingar Veðurstofu Íslands fylgjast grannt með atburðum. Þeir senda viðvaranir til almannavarna ef þeir verða varir við breytingar. Veðurstofa Íslands, Jarðvísindastofnun háskólans og Íslenskar orkurannsóknir með aðstöð Jöklarannsóknarfélags Íslands hafa unnið að auknum rannsóknum á Öræfajökli á undanförnum misserum til að auka skilning á aukinni jarðskjálftavirkni í Öræfajökli, þenslu eldfjallsins og breytingum á jarðhitavirkni. Fjarskipafyrirtæki hafa unnið að því að bæta farsímasamband í Öræfum.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira