Mörgum finnst valið standa á milli Luka Modric og N'Golo Kante Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2018 06:00 Luka Modric og N'Golo Kante. Vísir/Samsett/Getty Úrslitin ráðast á heimsmeistaramótinu í fótbolta á sunnudaginn þegar Frakkar taka á móti Króötum á Luzhniki leikvanginum í Moskvu. Tveir leikmenn gætu möguleika að vera að spila um aðeins meira en heimsmeistaratitilinn í þessum leik. Margir knattspyrnuspekingar eru á því að baráttan um Gullboltann, verðlaunin sem besti leikmaður keppninnar, standi helst á milli þeirra Luka Modric hjá Króatíu og N’Golo Kante hjá Frakklandi. Það koma vissulega aðrir til greina, frönsku leikmennirnir Kylian Mbappe og Paul Pogba sem dæmi en líka menn eins og Harry Kane og Eden Hazard. Mestar líkur eru á því að valið standi á milli Modric og Kante. Það er samt ekki hægt að treysta á það að sigur í úrslitaleiknum tryggi mönnum Gullboltann á HM. Lionel Messi tapaði úrslitaleiknum fyrir fjórum árum en var kosinn og sömu sögu er að segja af Zinedine Zidane árið 2006 og þeim Ronaldo 1998 og Oliver Kahn 2002. Þá ætti Harry Kane, væntanlegur markakóngur, að eiga ágæta möguleika út frá sögunni alveg eins og það var Úrúgvæinn Diego Forlan sem fékk Gullboltann á HM 2010 þrátt fyrir að komast ekki í úrslitaleikinn. Belginn Eden Hazard er líka einn sem kemur til greina eftir flotta spilamennsku síns en líka og Kane þá spilar hann „bara“ um þriðja sætið um helgina. Luka Modric og N’Golo Kante hafa hinsvegar báðir átt frábært heimsmeistaramót. Modric hefur stjórnað miðjunni í sögulegri sigurgöngu króatíska liðsins og Kante hefur stoppað hverja sókn andstæðinga Frakka á fætur annarri. Luka Modric gerir allt á miðju króatíska liðsins og hefur einnig skorað tvö mörk á mótinu. Hann stýrir tempóinu, brýtur upp varnir mótherjanna með flugbeittum sendingum og hefur auk þess unnið ástríðufulla varnarvinnu í leikjunum sex. Það er ekki síst trú og drifkraftur Modric sem hefur hjálpað Króötum að koma til baka í öllum þremur leikjum sínum í útsláttarkeppninni. N’Golo Kante hefur einnig verið magnaður á miðju franska liðsins og frábærar varnarlína liðsins á honum mikið að þakka. Frakkar hafa aðeins fengið á sig 0,88 mörk í leik á mótinu enda er ekki auðvelt fyrir mótherja að hefja sóknir þegar Kante er alltaf nálægt. Yfirferðin hans er engu lík. Lýsendur tala oft um að það sé eins og það séu fleiri en Kante inn á vellinum og liðsfélagi hans Paul Pogba grínaðist með það að það væri eins og Kante væri með fimmtán lungu.Þessir hafa fengið Gullboltann í síðustu HM-keppnum:HM á Spáni 1982 Paolo Rossi frá Ítalíu (heimsmeistari)HM í Mexíkó 1986 Diego Maradona frá Argentínu (heimsmeistari)HM á Ítalíu 1990 Salvatore Schillaci frá Ítalíu (3. sæti og markakóngur)HM í Bandaríkjunum 1994 Romário frá Brasilíu (heimsmeistari)HM í Frakklandi 1998 Ronaldo frá Brasilíu (silfurverðlaun)HM í Japan og Suður-Kóreu 2002 Oliver Kahn frá Þýskalandi (silfurverðlaun)HM í Þýskalandi 2006 Zinedine Zidane frá Frakklandi (silfurverðlaun)HM í Suður-Afríku 2010 Diego Forlán (3. sæti og einn af markahæstu mönnunum)HM í Brasilíu 2014 Lionel Messi frá Argentínu (silfurverðlaun) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Sjá meira
Úrslitin ráðast á heimsmeistaramótinu í fótbolta á sunnudaginn þegar Frakkar taka á móti Króötum á Luzhniki leikvanginum í Moskvu. Tveir leikmenn gætu möguleika að vera að spila um aðeins meira en heimsmeistaratitilinn í þessum leik. Margir knattspyrnuspekingar eru á því að baráttan um Gullboltann, verðlaunin sem besti leikmaður keppninnar, standi helst á milli þeirra Luka Modric hjá Króatíu og N’Golo Kante hjá Frakklandi. Það koma vissulega aðrir til greina, frönsku leikmennirnir Kylian Mbappe og Paul Pogba sem dæmi en líka menn eins og Harry Kane og Eden Hazard. Mestar líkur eru á því að valið standi á milli Modric og Kante. Það er samt ekki hægt að treysta á það að sigur í úrslitaleiknum tryggi mönnum Gullboltann á HM. Lionel Messi tapaði úrslitaleiknum fyrir fjórum árum en var kosinn og sömu sögu er að segja af Zinedine Zidane árið 2006 og þeim Ronaldo 1998 og Oliver Kahn 2002. Þá ætti Harry Kane, væntanlegur markakóngur, að eiga ágæta möguleika út frá sögunni alveg eins og það var Úrúgvæinn Diego Forlan sem fékk Gullboltann á HM 2010 þrátt fyrir að komast ekki í úrslitaleikinn. Belginn Eden Hazard er líka einn sem kemur til greina eftir flotta spilamennsku síns en líka og Kane þá spilar hann „bara“ um þriðja sætið um helgina. Luka Modric og N’Golo Kante hafa hinsvegar báðir átt frábært heimsmeistaramót. Modric hefur stjórnað miðjunni í sögulegri sigurgöngu króatíska liðsins og Kante hefur stoppað hverja sókn andstæðinga Frakka á fætur annarri. Luka Modric gerir allt á miðju króatíska liðsins og hefur einnig skorað tvö mörk á mótinu. Hann stýrir tempóinu, brýtur upp varnir mótherjanna með flugbeittum sendingum og hefur auk þess unnið ástríðufulla varnarvinnu í leikjunum sex. Það er ekki síst trú og drifkraftur Modric sem hefur hjálpað Króötum að koma til baka í öllum þremur leikjum sínum í útsláttarkeppninni. N’Golo Kante hefur einnig verið magnaður á miðju franska liðsins og frábærar varnarlína liðsins á honum mikið að þakka. Frakkar hafa aðeins fengið á sig 0,88 mörk í leik á mótinu enda er ekki auðvelt fyrir mótherja að hefja sóknir þegar Kante er alltaf nálægt. Yfirferðin hans er engu lík. Lýsendur tala oft um að það sé eins og það séu fleiri en Kante inn á vellinum og liðsfélagi hans Paul Pogba grínaðist með það að það væri eins og Kante væri með fimmtán lungu.Þessir hafa fengið Gullboltann í síðustu HM-keppnum:HM á Spáni 1982 Paolo Rossi frá Ítalíu (heimsmeistari)HM í Mexíkó 1986 Diego Maradona frá Argentínu (heimsmeistari)HM á Ítalíu 1990 Salvatore Schillaci frá Ítalíu (3. sæti og markakóngur)HM í Bandaríkjunum 1994 Romário frá Brasilíu (heimsmeistari)HM í Frakklandi 1998 Ronaldo frá Brasilíu (silfurverðlaun)HM í Japan og Suður-Kóreu 2002 Oliver Kahn frá Þýskalandi (silfurverðlaun)HM í Þýskalandi 2006 Zinedine Zidane frá Frakklandi (silfurverðlaun)HM í Suður-Afríku 2010 Diego Forlán (3. sæti og einn af markahæstu mönnunum)HM í Brasilíu 2014 Lionel Messi frá Argentínu (silfurverðlaun)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Sjá meira