Lenglet er fæddur á þjóðhátíðardegi Íslands, þann 17.júní árið 1995 sem gerir hann 23 ára en hann hefur leikið með Sevilla síðan í janúar 2017.
Barcelona virkti riftunarákvæði í samningi Lenglet og hljóðar kaupverðið upp á tæpar 36 milljónir evra en Sevilla borgaði 5 milljónir evra fyrir kappann þegar hann kom frá Nancy í Frakklandi fyrir einu og hálfu ári síðan.
Þessi örvfætti miðvörður gerir fimm ára samning við Börsunga.
Lenglet er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við Barcelona í sumar en áður hafði liðið gengið frá kaupum á brasilíska miðjumanninum Arthur Melo frá Gremio.
Say hello to to @clement_lenglet!
— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 12, 2018
#EnjoyLenglet
#EnjoyBarça pic.twitter.com/DBNsVMjkMn