Gómaður í stolnu buxunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2018 06:29 Sundlaugargestir í Vesturbæ vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið í gær. Vísir/Daníel Bíræfinn þjófur lét greipar sópa í sundlaug Vesturbæjar í gær. Maðurinn er sagður hafa gengið á milli fataskápa og hirt þaðan ýmsa muni, til að mynda buxur með belti og önnur verðmæti. Lögreglan hafði hendur í hári mannsins skömmu eftir að tilkynningin barst. Reyndist maðurinn þá vera búinn að klæða sig í umræddar buxur. Þar að auki fundust í fórum hans munirnir sem sundlaugargestir söknuðu. Maðurinn var fluttur rakleiðis í fangaklefa og segir lögreglan að reynt verði að koma mununum til réttmætra eigenda sinna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg önnur horn að líta í nótt. Til að mynda hrasaði draugfullur maður í strætisvagni í Kópavogi með þeim afleiðingum að hann hlaut vænan skurð á höfuðið. Var því fátt annað í stöðunni en að flytja manninn, í sjúkrabifreið, á slysadeild þar sem hann fékk aðhlynningu. Þar að auki voru fjórir ungir veggjakrotarar stöðvaðir í undirgöngum við Fjallkonuveg á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þrír náðu að hlaupa á brott en sá fjórði komst ekki undan og verður hann kærður fyrir eignaspjöll. Þar að auki var veggjakrotsbúnaðurinn tekinn af honum. Um svipað leyti var vímaður maður handtekinn í Tryggvagötu eftir að hann hafði gengið þar berserksgang. Er hann sagður ítrekað hafa verið til vandræða; skemmt hluti sem á vegi hans urðu og ekki fylgt fyrirmælum lögreglu. Því var hann fluttur í fangaklefa á Hverfisgötu þar sem hann hefur fengið að sofa úr sér vímuna. Lögreglumál Sundlaugar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Bíræfinn þjófur lét greipar sópa í sundlaug Vesturbæjar í gær. Maðurinn er sagður hafa gengið á milli fataskápa og hirt þaðan ýmsa muni, til að mynda buxur með belti og önnur verðmæti. Lögreglan hafði hendur í hári mannsins skömmu eftir að tilkynningin barst. Reyndist maðurinn þá vera búinn að klæða sig í umræddar buxur. Þar að auki fundust í fórum hans munirnir sem sundlaugargestir söknuðu. Maðurinn var fluttur rakleiðis í fangaklefa og segir lögreglan að reynt verði að koma mununum til réttmætra eigenda sinna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg önnur horn að líta í nótt. Til að mynda hrasaði draugfullur maður í strætisvagni í Kópavogi með þeim afleiðingum að hann hlaut vænan skurð á höfuðið. Var því fátt annað í stöðunni en að flytja manninn, í sjúkrabifreið, á slysadeild þar sem hann fékk aðhlynningu. Þar að auki voru fjórir ungir veggjakrotarar stöðvaðir í undirgöngum við Fjallkonuveg á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þrír náðu að hlaupa á brott en sá fjórði komst ekki undan og verður hann kærður fyrir eignaspjöll. Þar að auki var veggjakrotsbúnaðurinn tekinn af honum. Um svipað leyti var vímaður maður handtekinn í Tryggvagötu eftir að hann hafði gengið þar berserksgang. Er hann sagður ítrekað hafa verið til vandræða; skemmt hluti sem á vegi hans urðu og ekki fylgt fyrirmælum lögreglu. Því var hann fluttur í fangaklefa á Hverfisgötu þar sem hann hefur fengið að sofa úr sér vímuna.
Lögreglumál Sundlaugar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira