Segir skilyrðin ekki teljandi hindrun fyrir ferðaskrifstofur Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 13. júlí 2018 06:00 Ráðherra telur skilyrðin ekki vera mikla hindrun. Vísir/Eyþór Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ráðuneytið hafi verið að endurskoða reiknireglur sem varða tryggingar sem ferðaskrifstofum er skylt að útvega. Að öðru leyti feli skilyrði fyrir ferðaskrifstofuleyfum ekki í sér teljandi hindranir. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær nemur heildarfjárhæð trygginganna samtals 4,3 milljörðum króna og munu nýsamþykkt lög leiða til þess að tugir eða hundruð ferðaþjónustufyrirtækja bætast í hóp þeirra sem greiða þurfa trygginguna. Viðmælendur Fréttablaðsins voru sammála um að reglurnar væru íþyngjandi í núverandi mynd og sagði eigandi meðalstórrar ferðaskrifstofu að hann hefði þurft að veðsetja fasteign sína til að geta útvegað bankaábyrgð fyrir tryggingunni.Sjá einnig: Milljarðatryggingar á pakkaferðum Útfærsla og fjárhæð trygginga er í höndum ráðherra sem setur reglur þess efnis á grundvelli laganna og í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Þórdís Kolbrún að helsti tilgangurinn með lagasetningunni sé að auka neytendavernd. „Í því felst vissulega að frá og með næstu áramótum munu fleiri seljendur en áður þurfa leyfi og tryggingar,“ segir hún. Þórdís Kolbrún segir að aðalatriðið sé að kröfurnar séu ekki óhóflegar og að ráðuneytið hafi verið að endurskoða reiknireglur til að tryggja að svo verði ekki. „Að öðru leyti má segja að skilyrði fyrir leyfum séu frekar einföld og feli ekki í sér teljandi hindranir.“ Þá segir Þórdís að sjálfsagt sé að hafa hliðsjón af reynslu og útfærslu annarra landa. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Milljarðatryggingar á pakkaferðum Tryggingar sem 339 ferðaskrifstofum á Íslandi er skylt að útvega vegna pakkaferða nema 4,3 milljörðum króna samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Nýsamþykkt lög geta leitt til þess að hundruð ferðaþjónustufyrirtækja til viðbótar verði gerð tryggingarskyld. 12. júlí 2018 07:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ráðuneytið hafi verið að endurskoða reiknireglur sem varða tryggingar sem ferðaskrifstofum er skylt að útvega. Að öðru leyti feli skilyrði fyrir ferðaskrifstofuleyfum ekki í sér teljandi hindranir. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær nemur heildarfjárhæð trygginganna samtals 4,3 milljörðum króna og munu nýsamþykkt lög leiða til þess að tugir eða hundruð ferðaþjónustufyrirtækja bætast í hóp þeirra sem greiða þurfa trygginguna. Viðmælendur Fréttablaðsins voru sammála um að reglurnar væru íþyngjandi í núverandi mynd og sagði eigandi meðalstórrar ferðaskrifstofu að hann hefði þurft að veðsetja fasteign sína til að geta útvegað bankaábyrgð fyrir tryggingunni.Sjá einnig: Milljarðatryggingar á pakkaferðum Útfærsla og fjárhæð trygginga er í höndum ráðherra sem setur reglur þess efnis á grundvelli laganna og í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Þórdís Kolbrún að helsti tilgangurinn með lagasetningunni sé að auka neytendavernd. „Í því felst vissulega að frá og með næstu áramótum munu fleiri seljendur en áður þurfa leyfi og tryggingar,“ segir hún. Þórdís Kolbrún segir að aðalatriðið sé að kröfurnar séu ekki óhóflegar og að ráðuneytið hafi verið að endurskoða reiknireglur til að tryggja að svo verði ekki. „Að öðru leyti má segja að skilyrði fyrir leyfum séu frekar einföld og feli ekki í sér teljandi hindranir.“ Þá segir Þórdís að sjálfsagt sé að hafa hliðsjón af reynslu og útfærslu annarra landa.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Milljarðatryggingar á pakkaferðum Tryggingar sem 339 ferðaskrifstofum á Íslandi er skylt að útvega vegna pakkaferða nema 4,3 milljörðum króna samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Nýsamþykkt lög geta leitt til þess að hundruð ferðaþjónustufyrirtækja til viðbótar verði gerð tryggingarskyld. 12. júlí 2018 07:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira
Milljarðatryggingar á pakkaferðum Tryggingar sem 339 ferðaskrifstofum á Íslandi er skylt að útvega vegna pakkaferða nema 4,3 milljörðum króna samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Nýsamþykkt lög geta leitt til þess að hundruð ferðaþjónustufyrirtækja til viðbótar verði gerð tryggingarskyld. 12. júlí 2018 07:00