NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 12. júlí 2018 19:03 Aðrir leiðtogar NATO ríkjanna kannast ekki við lýsingar Trumps af fundinum. Vísir/Getty Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Trump fullyrti að leiðtogarnir hefðu orðið við kröfu sinni um að auka framlög til NATO og þannig hefði hann náð að styrkja bandalagið til frambúðar. Hann hefur lengi lýst óánægju sinni með að Bandaríkin greiði stærstan hluta rekstrarkostnaðar NATO. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir hins vegar að það sé ekki allskostar rétt. Þvert á móti hafi leiðtogarnir ákveðið að halda sig við fyrri stefnu um að auka útgjöldin í áföngum til ársins 2024. Að endingu muni flest ríkin ná því yfirlýsta markmiði að verja 2% af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála eins og lengi hafi staðið til. Hins vegar hafi ákafi Trumps á fundinum vissulega gert hinum leiðtogunum ljóst hversu aðkallandi það væri að jafna greiðslubyrði aðildarríkjanna. Leiðtogar Ítalíu, Kanada og Frakklands hafa allir sent frá sér yfirlýsingar þess efnis að ekki hafi verið fallist á nein ný útgjöld á fundinum með Trump. Aðeins hafi verið ákveðið að halda til streitu samkomulagi frá 2014 um aukningu útgjalda í skrefum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir að lýsingar Trumps af leiðtogafundinum passi ekki við sína upplifun. Þetta hafi ekki verið mikill átakafundur heldur hafi allir talað af yfirvegun og virðingu. NATO Tengdar fréttir Næturstaður forsetahjónanna í London víggirtur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. 12. júlí 2018 16:00 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Trump fullyrti að leiðtogarnir hefðu orðið við kröfu sinni um að auka framlög til NATO og þannig hefði hann náð að styrkja bandalagið til frambúðar. Hann hefur lengi lýst óánægju sinni með að Bandaríkin greiði stærstan hluta rekstrarkostnaðar NATO. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir hins vegar að það sé ekki allskostar rétt. Þvert á móti hafi leiðtogarnir ákveðið að halda sig við fyrri stefnu um að auka útgjöldin í áföngum til ársins 2024. Að endingu muni flest ríkin ná því yfirlýsta markmiði að verja 2% af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála eins og lengi hafi staðið til. Hins vegar hafi ákafi Trumps á fundinum vissulega gert hinum leiðtogunum ljóst hversu aðkallandi það væri að jafna greiðslubyrði aðildarríkjanna. Leiðtogar Ítalíu, Kanada og Frakklands hafa allir sent frá sér yfirlýsingar þess efnis að ekki hafi verið fallist á nein ný útgjöld á fundinum með Trump. Aðeins hafi verið ákveðið að halda til streitu samkomulagi frá 2014 um aukningu útgjalda í skrefum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir að lýsingar Trumps af leiðtogafundinum passi ekki við sína upplifun. Þetta hafi ekki verið mikill átakafundur heldur hafi allir talað af yfirvegun og virðingu.
NATO Tengdar fréttir Næturstaður forsetahjónanna í London víggirtur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. 12. júlí 2018 16:00 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Næturstaður forsetahjónanna í London víggirtur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn í opinbera heimsókn til Bretlands. Air Force One þota forsetans lenti á Stanstead-flugvelli fyrr í dag. 12. júlí 2018 16:00
Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52