Vildi vera betri fyrirmynd Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. júlí 2018 06:00 Margrét Ýr og dæturnar Katla María og Salka Ýr Ómarsdætur eiga allar heiðurinn af Veröld Míu Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að skrifa bók – bækur vonandi,“ segir Margrét Ýr Ingimarsdóttir sem var að gefa út bókina Veröld Míu. „Ætli það hafi ekki ýtt við mér að ég er grunnskólakennari og legg mikið upp úr því að hvetja nemendur mína til að reyna að láta drauma sína rætast og finna í hverju þeirra styrkleiki felst. Svo var einn nemandi sem spurði mig: „Hverjir voru þínir draumar, Margrét?“ „Ja, ég hef nú alltaf viljað skrifa bók,“ svaraði ég. „Já, og ertu búin að því?“ Ég gat ekki svarað játandi svo þetta varð pínu vandræðalegt. Eftir það vildi ég vera betri fyrirmynd og skrifaði eitt stykki bók,“ lýsir hún og segir bæði dætur sínar og nemendur hafa veitt henni innblástur. Margrét segir boðskap bókarinnar þann að hver og einn búi yfir styrk á einhverjum sviðum. „Mér finnst börn í dag svolítið skorta sjálfstraust og bera sig of mikið saman við aðra í stað þess að átta sig á sínum eiginleikum. Ég legg mikið upp úr hrósi í kennslunni, samt með jákvæðri gagnrýni þannig að börnin hafi svigrúm til að bæta sig,“ segir Margrét sem kennir 1. til 4. bekk við Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Svo á hún sjálf tvær dætur, sex og tíu ára, og kveðst hafa lesið fyrir þær jafnóðum og hún skrifaði. „Stelpurnar komu með hugmyndir að dýrum sem Mía hittir í skóginum,“ segir hún og útskýrir að dýrin hjálpi Míu að átta sig á hver hún er. Líka því að útlit hennar skiptir ekki máli, heldur hún sjálf sem persóna.“ Bókin er ríkulega myndskreytt. Margrét teiknaði myndirnar sjálf og föndraði bakgrunn sem síðan var skannaður inn og tölvugerður. „Það var skemmtilegt ferðalag að skrifa þessa bók og koma henni á koppinn. Mía er líka búin að fá góðar viðtökur og hrós. Maður verður bara meyr.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Lífið samstarf Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Fleiri fréttir Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Sjá meira
„Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að skrifa bók – bækur vonandi,“ segir Margrét Ýr Ingimarsdóttir sem var að gefa út bókina Veröld Míu. „Ætli það hafi ekki ýtt við mér að ég er grunnskólakennari og legg mikið upp úr því að hvetja nemendur mína til að reyna að láta drauma sína rætast og finna í hverju þeirra styrkleiki felst. Svo var einn nemandi sem spurði mig: „Hverjir voru þínir draumar, Margrét?“ „Ja, ég hef nú alltaf viljað skrifa bók,“ svaraði ég. „Já, og ertu búin að því?“ Ég gat ekki svarað játandi svo þetta varð pínu vandræðalegt. Eftir það vildi ég vera betri fyrirmynd og skrifaði eitt stykki bók,“ lýsir hún og segir bæði dætur sínar og nemendur hafa veitt henni innblástur. Margrét segir boðskap bókarinnar þann að hver og einn búi yfir styrk á einhverjum sviðum. „Mér finnst börn í dag svolítið skorta sjálfstraust og bera sig of mikið saman við aðra í stað þess að átta sig á sínum eiginleikum. Ég legg mikið upp úr hrósi í kennslunni, samt með jákvæðri gagnrýni þannig að börnin hafi svigrúm til að bæta sig,“ segir Margrét sem kennir 1. til 4. bekk við Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Svo á hún sjálf tvær dætur, sex og tíu ára, og kveðst hafa lesið fyrir þær jafnóðum og hún skrifaði. „Stelpurnar komu með hugmyndir að dýrum sem Mía hittir í skóginum,“ segir hún og útskýrir að dýrin hjálpi Míu að átta sig á hver hún er. Líka því að útlit hennar skiptir ekki máli, heldur hún sjálf sem persóna.“ Bókin er ríkulega myndskreytt. Margrét teiknaði myndirnar sjálf og föndraði bakgrunn sem síðan var skannaður inn og tölvugerður. „Það var skemmtilegt ferðalag að skrifa þessa bók og koma henni á koppinn. Mía er líka búin að fá góðar viðtökur og hrós. Maður verður bara meyr.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Lífið samstarf Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Fleiri fréttir Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Sjá meira