Forstöðumenn íhuga málsókn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. júlí 2018 06:00 Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM vísir/vilhelm Hluti forstöðumanna ríkisstofnana íhugar hvort rétt sé að stefna ríkinu vegna lokalaunaákvörðunar kjararáðs. Gríðarleg óánægja ríkir innan Félags forstöðumanna ríkisins (FFR) að sögn formanns þess. Í síðustu viku var síðasta launaákvörðun kjararáðs birt en stjórnvaldið var lagt niður um mánaðamótin. Þar voru laun 48 forstöðumanna hækkuð á einu bretti og var vegin meðaltalshækkun tæp ellefu prósent. Menn fengu þó mismikið, sumir tæp tvö prósent en aðrir rúm tuttugu. Ekki er hægt að fullyrða nákvæmlega um allar breytingar þar sem kjararáð hafði í einhverjum tilvikum breytt launum einhverra á síðustu árum án þess að birta ákvörðun sína. „Við funduðum síðasta mánudag til að fara yfir stöðuna. Það er allstór hópur sem átti erindi hjá ráðinu sem ekki voru afgreidd,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar og formaður FFR. Gissur segir nákvæman fjölda óafgreiddra erinda ekki liggja fyrir en þau séu sennilega í kringum tíu. Einhverjum erindum var vísað frá kjararáði en öðrum var hreinlega ekki svarað. „Það er gífurleg óánægja í hópnum og við vitum ekki alveg hvernig við eigum að koma henni frá okkur eða hver tekur við henni eftir að ráðið var lagt niður,“ segir Gissur.Sjá einnig: Forstjórar ósáttir við sleifarlag kjararáðs Formaðurinn bendir á að í svanasöng kjararáðs hafi menn hlotið mismunandi afgreiðslu án þess að það hafi verið rökstutt á nokkurn hátt hverju það sætti. „Við vitum eiginlega ekki hvers konar afgreiðsla þetta var. Við höfum ekkert fengið í hendurnar nema ákvörðunina sem birt var, engan frekari rökstuðning. Einhverjir eru á mörkum þess að vilja stefna ríkinu eða fjármálaráðherra þar sem kjararáð hefur verið lagt niður. Menn eru að velta því fyrir sér hvernig sé best að snúa sér í því. Það er sennilegast að einhver reyni að sækja bætur vegna málsmeðferðarinnar því háttsemi kjararáðs er brot á öllum stjórnsýsluaðferðum- og reglum sem stofnanirnar, sem við erum að stýra, þurfa að nota og beita,“ segir Gissur. Ekki liggur fyrir hvort af málshöfðun verður og þá hvort FFR muni höfða það eða einstaklingar innan félagsins með stuðningi þess. „Það er gríðarlega mikil óánægja meðal manna og þá sérstaklega meðal þeirra sem enga afgreiðslu fengu eða báru skarðan hlut frá borði. Menn kunna ekki skýringu á þessum vinnubrögðum eða hvað þau eiga að fyrirstilla,“ segir Gissur. Drög að frumvarpi um nýtt launafyrirkomulag er nú til kynningar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar en það felur í sér að laun embættismanna verði ýmist lögákveðin eða færð undir sérstaka deild fjármálaráðuneytisins. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00 Forstjórar ósáttir við sleifarlag kjararáðs Ríkisforstjórar eru margir ósáttir við síðustu launaákvörðun kjararáðs. Margir fengu litla sem enga hækkun og telja sig eiga mikið inni miðað við sambærilega hópa. Ekki öll erindi afgreidd. FFR fundar um málið. 5. júlí 2018 06:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Sjá meira
Hluti forstöðumanna ríkisstofnana íhugar hvort rétt sé að stefna ríkinu vegna lokalaunaákvörðunar kjararáðs. Gríðarleg óánægja ríkir innan Félags forstöðumanna ríkisins (FFR) að sögn formanns þess. Í síðustu viku var síðasta launaákvörðun kjararáðs birt en stjórnvaldið var lagt niður um mánaðamótin. Þar voru laun 48 forstöðumanna hækkuð á einu bretti og var vegin meðaltalshækkun tæp ellefu prósent. Menn fengu þó mismikið, sumir tæp tvö prósent en aðrir rúm tuttugu. Ekki er hægt að fullyrða nákvæmlega um allar breytingar þar sem kjararáð hafði í einhverjum tilvikum breytt launum einhverra á síðustu árum án þess að birta ákvörðun sína. „Við funduðum síðasta mánudag til að fara yfir stöðuna. Það er allstór hópur sem átti erindi hjá ráðinu sem ekki voru afgreidd,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar og formaður FFR. Gissur segir nákvæman fjölda óafgreiddra erinda ekki liggja fyrir en þau séu sennilega í kringum tíu. Einhverjum erindum var vísað frá kjararáði en öðrum var hreinlega ekki svarað. „Það er gífurleg óánægja í hópnum og við vitum ekki alveg hvernig við eigum að koma henni frá okkur eða hver tekur við henni eftir að ráðið var lagt niður,“ segir Gissur.Sjá einnig: Forstjórar ósáttir við sleifarlag kjararáðs Formaðurinn bendir á að í svanasöng kjararáðs hafi menn hlotið mismunandi afgreiðslu án þess að það hafi verið rökstutt á nokkurn hátt hverju það sætti. „Við vitum eiginlega ekki hvers konar afgreiðsla þetta var. Við höfum ekkert fengið í hendurnar nema ákvörðunina sem birt var, engan frekari rökstuðning. Einhverjir eru á mörkum þess að vilja stefna ríkinu eða fjármálaráðherra þar sem kjararáð hefur verið lagt niður. Menn eru að velta því fyrir sér hvernig sé best að snúa sér í því. Það er sennilegast að einhver reyni að sækja bætur vegna málsmeðferðarinnar því háttsemi kjararáðs er brot á öllum stjórnsýsluaðferðum- og reglum sem stofnanirnar, sem við erum að stýra, þurfa að nota og beita,“ segir Gissur. Ekki liggur fyrir hvort af málshöfðun verður og þá hvort FFR muni höfða það eða einstaklingar innan félagsins með stuðningi þess. „Það er gríðarlega mikil óánægja meðal manna og þá sérstaklega meðal þeirra sem enga afgreiðslu fengu eða báru skarðan hlut frá borði. Menn kunna ekki skýringu á þessum vinnubrögðum eða hvað þau eiga að fyrirstilla,“ segir Gissur. Drög að frumvarpi um nýtt launafyrirkomulag er nú til kynningar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar en það felur í sér að laun embættismanna verði ýmist lögákveðin eða færð undir sérstaka deild fjármálaráðuneytisins.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00 Forstjórar ósáttir við sleifarlag kjararáðs Ríkisforstjórar eru margir ósáttir við síðustu launaákvörðun kjararáðs. Margir fengu litla sem enga hækkun og telja sig eiga mikið inni miðað við sambærilega hópa. Ekki öll erindi afgreidd. FFR fundar um málið. 5. júlí 2018 06:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Sjá meira
Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46
Segir launahækkanir forstjóra ríkisstofnana ekki koma á óvart Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir þær launahækkanir sem forstjórar ríkisstofnana hafa fengið undanfarið ekki koma á óvart. Um sé að ræða framhald á þróun sem hófst með ákvörðun kjararáðs á kjördag í október 2016 þegar laun ráðherra og annarra ráðamanna voru hækkuð um tugi prósenta. 4. júlí 2018 21:00
Forstjórar ósáttir við sleifarlag kjararáðs Ríkisforstjórar eru margir ósáttir við síðustu launaákvörðun kjararáðs. Margir fengu litla sem enga hækkun og telja sig eiga mikið inni miðað við sambærilega hópa. Ekki öll erindi afgreidd. FFR fundar um málið. 5. júlí 2018 06:00