Leiðarlok á ferli Friðriks Dórs: Flytur úr landi til að læra innanhússhönnun Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2018 10:35 Friðrik Dór ætlar að flýja land á næsta ári. Vísir/Eyþór Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson stendur á tímamótum en hann fagnar þrítugsafmæli sínu í október með stórtónleikum undir yfirskriftinni „Í síðasta skipti“. Tónleikarnir marka „ákveðin leiðarlok“ á ferli Friðriks sem hyggur á nám í innanhússhönnun á Ítalíu á næsta ári.Er Frikki Dór að hætta? Friðrik ræddi tónleikana og framtíðaráform sín í þættinum Í bítinu á Bylgjunni í morgun. Margir ráku upp stór augu þegar tónleikaboð tóku að berast á samfélagsmiðlum, þar eð í lýsingu á viðburðunum segir að tónleikarnir „endurspegli ákveðin leiðarlok á ferli Friðriks“. Þá er nafn tónleikanna „Í síðasta skipti“, eins og áður sagði, og því hafa margir velt því fyrir sér hvort Friðrik hyggist leggja hljóðnemann á hilluna fyrir fullt og allt. „Þetta er vísun í lagið auðvitað,“ segir Friðrik, inntur eftir því hvað yfirskrift tónleikanna tákni. Þá sé vissulega um að ræða ákveðin tímamót á ferlinum. „Þetta er í síðasta skipti sem ég held mína eigin tónleika í einhvern tíma en ég verð áfram í þessum verkefnum sem maður er í dagsdaglega í þessu blessaða starfi.“Gamall draumur að læra innanhússhönnun Þá verður einhver bið á næstu tónleikum þar sem Friðrik ætlar að láta gamlan draum rætast og setjast aftur á skólabekk á næsta ári. „En eins og ég segi, tónleikarnir verða þeir síðustu í bili vegna þess að 2019 stefni ég á að fara í nám erlendis,“ segir Friðrik og bætir jafnframt við að innanhússhönnun hafi orðið fyrir valinu. „Þegar ég var yngri þá var þetta alltaf stefnan að fara í innanhússhönnun en það frestaðist af hinum ýmsu ástæðum og aðallega út af tónlistinni. Svo fór ég í viðskiptafræði og kláraði hana, það var aðallega fyrir mömmu mína til að vera með einhverja gráðu.“Tvennir tónleikar í Kaplakrika Að sögn Friðriks hefur hann og fjölskylduna lengi langað að búa erlendis. Þá eru allar líkur á að ítölsku borgirnar Mílanó eða Flórens verði fyrir valinu, enda hefur Ítalía löngum verið talin mekka hönnunar í heiminum. Friðrik ítrekar þó að ekki sé um að ræða formleg lok á tónlistarferlinum. „Ég er ekkert búinn að renna fyrir munninn á mér.“ Tvennir tónleikar undir yfirskriftinni „Friðrik Dór – Í síðasta skipti“ verða haldnir þann 6. október næstkomandi í Kaplakrika í Hafnarfirði en Friðrik verður þrítugur daginn eftir. Fyrri tónleikarnir eru fjölskyldutónleikar og hefjast klukkan 15 og þá verður blásið til kvöldtónleika klukkan 21. Miðasala á tónleikana hefst á morgun, 12. júlí.Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Friðrik Dór í heild sinni.Og hér að neðan má hlusta á lagið Leiðarlok af fyrstu plötu Friðriks Dórs, Allt sem þú átt, sem verður að teljast viðeigandi á þessu stigi málsins. Tónlist Tengdar fréttir Friðrik Dór með „kósí ballöðu í bílinn“ Friðrik Dór tilkynnir um afmælistónleika í haust og flytur nýtt lag. 3. apríl 2018 23:00 Kviknaði í Frikka Dór í beinni Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í gær. Lokaþátturinn var sýndur á Stöð 2 og kórinn hlaut fjórar milljónir króna í sigurlaun. 13. nóvember 2017 14:30 Hlustaðu á Þjóðhátíðarlög Friðriks Dórs og Jóns Annað hugljúft en hitt hart. 8. júní 2018 09:57 Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson stendur á tímamótum en hann fagnar þrítugsafmæli sínu í október með stórtónleikum undir yfirskriftinni „Í síðasta skipti“. Tónleikarnir marka „ákveðin leiðarlok“ á ferli Friðriks sem hyggur á nám í innanhússhönnun á Ítalíu á næsta ári.Er Frikki Dór að hætta? Friðrik ræddi tónleikana og framtíðaráform sín í þættinum Í bítinu á Bylgjunni í morgun. Margir ráku upp stór augu þegar tónleikaboð tóku að berast á samfélagsmiðlum, þar eð í lýsingu á viðburðunum segir að tónleikarnir „endurspegli ákveðin leiðarlok á ferli Friðriks“. Þá er nafn tónleikanna „Í síðasta skipti“, eins og áður sagði, og því hafa margir velt því fyrir sér hvort Friðrik hyggist leggja hljóðnemann á hilluna fyrir fullt og allt. „Þetta er vísun í lagið auðvitað,“ segir Friðrik, inntur eftir því hvað yfirskrift tónleikanna tákni. Þá sé vissulega um að ræða ákveðin tímamót á ferlinum. „Þetta er í síðasta skipti sem ég held mína eigin tónleika í einhvern tíma en ég verð áfram í þessum verkefnum sem maður er í dagsdaglega í þessu blessaða starfi.“Gamall draumur að læra innanhússhönnun Þá verður einhver bið á næstu tónleikum þar sem Friðrik ætlar að láta gamlan draum rætast og setjast aftur á skólabekk á næsta ári. „En eins og ég segi, tónleikarnir verða þeir síðustu í bili vegna þess að 2019 stefni ég á að fara í nám erlendis,“ segir Friðrik og bætir jafnframt við að innanhússhönnun hafi orðið fyrir valinu. „Þegar ég var yngri þá var þetta alltaf stefnan að fara í innanhússhönnun en það frestaðist af hinum ýmsu ástæðum og aðallega út af tónlistinni. Svo fór ég í viðskiptafræði og kláraði hana, það var aðallega fyrir mömmu mína til að vera með einhverja gráðu.“Tvennir tónleikar í Kaplakrika Að sögn Friðriks hefur hann og fjölskylduna lengi langað að búa erlendis. Þá eru allar líkur á að ítölsku borgirnar Mílanó eða Flórens verði fyrir valinu, enda hefur Ítalía löngum verið talin mekka hönnunar í heiminum. Friðrik ítrekar þó að ekki sé um að ræða formleg lok á tónlistarferlinum. „Ég er ekkert búinn að renna fyrir munninn á mér.“ Tvennir tónleikar undir yfirskriftinni „Friðrik Dór – Í síðasta skipti“ verða haldnir þann 6. október næstkomandi í Kaplakrika í Hafnarfirði en Friðrik verður þrítugur daginn eftir. Fyrri tónleikarnir eru fjölskyldutónleikar og hefjast klukkan 15 og þá verður blásið til kvöldtónleika klukkan 21. Miðasala á tónleikana hefst á morgun, 12. júlí.Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Friðrik Dór í heild sinni.Og hér að neðan má hlusta á lagið Leiðarlok af fyrstu plötu Friðriks Dórs, Allt sem þú átt, sem verður að teljast viðeigandi á þessu stigi málsins.
Tónlist Tengdar fréttir Friðrik Dór með „kósí ballöðu í bílinn“ Friðrik Dór tilkynnir um afmælistónleika í haust og flytur nýtt lag. 3. apríl 2018 23:00 Kviknaði í Frikka Dór í beinni Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í gær. Lokaþátturinn var sýndur á Stöð 2 og kórinn hlaut fjórar milljónir króna í sigurlaun. 13. nóvember 2017 14:30 Hlustaðu á Þjóðhátíðarlög Friðriks Dórs og Jóns Annað hugljúft en hitt hart. 8. júní 2018 09:57 Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Friðrik Dór með „kósí ballöðu í bílinn“ Friðrik Dór tilkynnir um afmælistónleika í haust og flytur nýtt lag. 3. apríl 2018 23:00
Kviknaði í Frikka Dór í beinni Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í gær. Lokaþátturinn var sýndur á Stöð 2 og kórinn hlaut fjórar milljónir króna í sigurlaun. 13. nóvember 2017 14:30
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið