Sumarmessan: Þegar Rúrik Gísla mætti Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2018 14:00 Cristiano Ronaldo skipti um félag í gær og telst nú vera leikmaður ítalska stórliðsins Juventus. Þessi einstaki knattspyrnumaður kvaddi Real Madrid eftir níu ára gósentíð á Bernabeu. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu þessi stærstu félagskipti sumarsins í fótboltanum og það þegar heiðursgesturinn Rúrik Gíslason mætti einum besta knattspyrnumanni allra tíma í Meistaradeildinni. „Stærsta spurningin sem kemur upp í höfuðið á mér er hvað ætlar að Real Madrid að fá í staðinn. Það þarf að fá einhverja stjörnu í þetta lið,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Það er væntanlega búið að ákveða það hver kemur í staðinn,“ skaut Benedikt Valsson inn í og strákarnir nefndu menn eins og þá Kylian Mbappé, Eden Hazard og Neymar. „Þeir myndu ekki vera að selja Ronaldo nema af því að það er kominn stjarna á kantinn,“ sagði Rúrik Gíslason.Rúrik Gíslason i baráttunni við Cristiano Ronaldo í Meistaradeildarleik í október 2013. Rúrik lék þá með FCK á móti Real Madrid á Santiago Bernabeu leikvanginum í MadridVísir/GettyStrákarnir sýndu síðan frá leik Rúriks á móti Cristiano Ronaldo og Real Madrid í Meistaradeildinni. „Þetta var alveg agalegt skot,“ sagði Rúrik um skotið hans á Santiago Bernabeu leikvanginum sem var sýnt á meðan þeir ræddu Ronaldo. Hvernig var það aftur á móti fyrir Rúrik að spila á móti Cristiano Ronaldo og Real Madrid? „Ég fann mig ágætlega þarna og átti fínan leik,“ sagði Rúrik og svo er sýnt myndbrot frá því þegar hann lætur sjálfan Cristiano Ronaldo finna aðeins fyrir sér. „Karlinn, kjötar hann,“ skaut Hjörvar Hafliðason inn í. Rúrik Gíslason var hinsvegar fljótur að beina umræðunni aftur af framtíð mála hjá Real. „Ef ég væri að stjórna einhverju þarna hjá Real Madrid þá væru mennirnir sem ég vildi mest fá þeir Mbappé og Hazard. Ég myndi reyna að ýta því í gegn,“ sagði Rúrik. „Þeir verða að fá stórstjörnu en fótbolti er ekki bara fótbolti í dag. Þetta er líka rosaleg markaðsvara,“ sagði Hjörvar en það má finna alla umræðuna í Sumarmessunni um Cristiano Ronaldo í spilaranum hér fyrir ofan.Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Cristiano Ronaldo skipti um félag í gær og telst nú vera leikmaður ítalska stórliðsins Juventus. Þessi einstaki knattspyrnumaður kvaddi Real Madrid eftir níu ára gósentíð á Bernabeu. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu þessi stærstu félagskipti sumarsins í fótboltanum og það þegar heiðursgesturinn Rúrik Gíslason mætti einum besta knattspyrnumanni allra tíma í Meistaradeildinni. „Stærsta spurningin sem kemur upp í höfuðið á mér er hvað ætlar að Real Madrid að fá í staðinn. Það þarf að fá einhverja stjörnu í þetta lið,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Það er væntanlega búið að ákveða það hver kemur í staðinn,“ skaut Benedikt Valsson inn í og strákarnir nefndu menn eins og þá Kylian Mbappé, Eden Hazard og Neymar. „Þeir myndu ekki vera að selja Ronaldo nema af því að það er kominn stjarna á kantinn,“ sagði Rúrik Gíslason.Rúrik Gíslason i baráttunni við Cristiano Ronaldo í Meistaradeildarleik í október 2013. Rúrik lék þá með FCK á móti Real Madrid á Santiago Bernabeu leikvanginum í MadridVísir/GettyStrákarnir sýndu síðan frá leik Rúriks á móti Cristiano Ronaldo og Real Madrid í Meistaradeildinni. „Þetta var alveg agalegt skot,“ sagði Rúrik um skotið hans á Santiago Bernabeu leikvanginum sem var sýnt á meðan þeir ræddu Ronaldo. Hvernig var það aftur á móti fyrir Rúrik að spila á móti Cristiano Ronaldo og Real Madrid? „Ég fann mig ágætlega þarna og átti fínan leik,“ sagði Rúrik og svo er sýnt myndbrot frá því þegar hann lætur sjálfan Cristiano Ronaldo finna aðeins fyrir sér. „Karlinn, kjötar hann,“ skaut Hjörvar Hafliðason inn í. Rúrik Gíslason var hinsvegar fljótur að beina umræðunni aftur af framtíð mála hjá Real. „Ef ég væri að stjórna einhverju þarna hjá Real Madrid þá væru mennirnir sem ég vildi mest fá þeir Mbappé og Hazard. Ég myndi reyna að ýta því í gegn,“ sagði Rúrik. „Þeir verða að fá stórstjörnu en fótbolti er ekki bara fótbolti í dag. Þetta er líka rosaleg markaðsvara,“ sagði Hjörvar en það má finna alla umræðuna í Sumarmessunni um Cristiano Ronaldo í spilaranum hér fyrir ofan.Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira