Kvennaleikirnir beint ofan í undanúrslit HM Sveinn Arnarsson skrifar 11. júlí 2018 06:00 Sandra María Jessen skoraði þriðja mark Þórs/KA í gær. Vísir/eyþór Fjórir leikir í Pepsi-deild kvenna fóru fram í gær á sama tíma og undanúrslitaleikir á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Liðsmenn undrast þessar tímasetningar og telja ólíklegt að slíkt myndi gerast hjá körlunum í efstu deild. Níunda umferðin í Pepsi-deild kvenna hófst í gær með tveimur risaleikjum. Annars vegar leik Breiðabliks og Vals, sem sátu í fyrsta og þriðja sæti deildarinnar, og hins vegar leik Þórs/KA og Stjörnunnar, sem voru í öðru og fjórða sæti. Arna Sif Ásgrímsdóttir, einn reyndasti leikmaður Þórs/KA sem á titil að verja á Íslandsmótinu að þessu sinni, segir þessa tímasetningu undarlega. „Ég held að við getum öll verið sammála því að þessi tímasetning á þessum leik er alveg fáránleg og þetta myndi aldrei sjást, að leikir í Pepsi-deild karla yrðu settir á sama tíma og undanúrslit á heimsmeistaramóti,“ segir Arna Sif.Ásgerður Stefanía Baldursdóttir með liðsfélögum sínum í Stjörnunni.Vísir/eyþór„Það er svo oft sem eitthvað svona gerist að maður er næstum því hættur að pirra sig á þessum hlutum og lætur þetta bara yfir sig ganga,“ bætir hún við. Hið sama er að segja úr herbúðum Stjörnunnar. „Í fyrsta lagi langar mig að horfa á leikinn. Þetta er glatað en ég er búin að taka svo marga slagi í þessu að ég reyni að ýta orkunni í eitthvað annað, sem er þessi leikur. Hann skiptir öllu máli fyrir okkur,“ segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar. „Þetta myndi ekki gerast hjá körlunum. Við sjáum það að leikur FH og Grindavíkur var færður í hádegið til að vera ekki á sama tíma og heimsmeistaramótið,“ segir Ásgerður jafnframt. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir erfitt að koma öllum leikjum fyrir á stuttu sumri þannig að leikirnir og HM skarist ekki. „Það eru leikir alla daga og það er flókið að koma þessu öllu saman fyrir. Þetta eru vissulega stórir leikir á HM og við reynum hvað við getum að láta þetta ekki skarast,“ segir Birkir. „Það hefur enginn frá félögunum haft samband við okkur og óskað eftir breytingum. Mótafyrirkomulagið er gefið út með góðum fyrirvara og HM-planið er einnig þekkt fyrirfram.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-0 | Breiðablik endurheimti toppsætið Þór/KA tók toppsætið í Pepsi deild kvenna af Breiðabliki fyrr í kvöld. Blikar endurheimtu hins vegar toppsætið með sigri á Val í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 10. júlí 2018 22:30 Þór/KA á toppinn eftir sigur á Stjörnunni Íslandsmeistarar Þórs/KA fóru í toppsæti Pepsi deildar kvenna með sigri á Stjörnunni á Akureyri. ÍBV sigraði Suðurlandsslaginn í Vestmannaeyjum. 10. júlí 2018 20:08 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fjórir leikir í Pepsi-deild kvenna fóru fram í gær á sama tíma og undanúrslitaleikir á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Liðsmenn undrast þessar tímasetningar og telja ólíklegt að slíkt myndi gerast hjá körlunum í efstu deild. Níunda umferðin í Pepsi-deild kvenna hófst í gær með tveimur risaleikjum. Annars vegar leik Breiðabliks og Vals, sem sátu í fyrsta og þriðja sæti deildarinnar, og hins vegar leik Þórs/KA og Stjörnunnar, sem voru í öðru og fjórða sæti. Arna Sif Ásgrímsdóttir, einn reyndasti leikmaður Þórs/KA sem á titil að verja á Íslandsmótinu að þessu sinni, segir þessa tímasetningu undarlega. „Ég held að við getum öll verið sammála því að þessi tímasetning á þessum leik er alveg fáránleg og þetta myndi aldrei sjást, að leikir í Pepsi-deild karla yrðu settir á sama tíma og undanúrslit á heimsmeistaramóti,“ segir Arna Sif.Ásgerður Stefanía Baldursdóttir með liðsfélögum sínum í Stjörnunni.Vísir/eyþór„Það er svo oft sem eitthvað svona gerist að maður er næstum því hættur að pirra sig á þessum hlutum og lætur þetta bara yfir sig ganga,“ bætir hún við. Hið sama er að segja úr herbúðum Stjörnunnar. „Í fyrsta lagi langar mig að horfa á leikinn. Þetta er glatað en ég er búin að taka svo marga slagi í þessu að ég reyni að ýta orkunni í eitthvað annað, sem er þessi leikur. Hann skiptir öllu máli fyrir okkur,“ segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar. „Þetta myndi ekki gerast hjá körlunum. Við sjáum það að leikur FH og Grindavíkur var færður í hádegið til að vera ekki á sama tíma og heimsmeistaramótið,“ segir Ásgerður jafnframt. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir erfitt að koma öllum leikjum fyrir á stuttu sumri þannig að leikirnir og HM skarist ekki. „Það eru leikir alla daga og það er flókið að koma þessu öllu saman fyrir. Þetta eru vissulega stórir leikir á HM og við reynum hvað við getum að láta þetta ekki skarast,“ segir Birkir. „Það hefur enginn frá félögunum haft samband við okkur og óskað eftir breytingum. Mótafyrirkomulagið er gefið út með góðum fyrirvara og HM-planið er einnig þekkt fyrirfram.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-0 | Breiðablik endurheimti toppsætið Þór/KA tók toppsætið í Pepsi deild kvenna af Breiðabliki fyrr í kvöld. Blikar endurheimtu hins vegar toppsætið með sigri á Val í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 10. júlí 2018 22:30 Þór/KA á toppinn eftir sigur á Stjörnunni Íslandsmeistarar Þórs/KA fóru í toppsæti Pepsi deildar kvenna með sigri á Stjörnunni á Akureyri. ÍBV sigraði Suðurlandsslaginn í Vestmannaeyjum. 10. júlí 2018 20:08 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-0 | Breiðablik endurheimti toppsætið Þór/KA tók toppsætið í Pepsi deild kvenna af Breiðabliki fyrr í kvöld. Blikar endurheimtu hins vegar toppsætið með sigri á Val í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 10. júlí 2018 22:30
Þór/KA á toppinn eftir sigur á Stjörnunni Íslandsmeistarar Þórs/KA fóru í toppsæti Pepsi deildar kvenna með sigri á Stjörnunni á Akureyri. ÍBV sigraði Suðurlandsslaginn í Vestmannaeyjum. 10. júlí 2018 20:08