Sky Sports segir frá því að Andrea Agnelli, forseti Juventus, hafi í dag flogið með þyrlu til fundar við Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo er staddur á hóteli í Grikklandi þar sem hann er að jafna sig eftir heimsmeistarakeppnina í Rússlandi þar sem portúgalska liðið datt út í sextán liða úrslitunum.
Heimildir Sky Sports herma að Juventus sé nálægt því að kaupa Ronaldo á 88 milljónir punda frá spænska félaginu.
BREAKING: Juventus President Andrea Agnelli travelling to Cristiano Ronaldo's hotel in Greece. #SSNpic.twitter.com/qqiw2OmPXm
— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 10, 2018
Cristiano Ronaldo hefur spilað með Real Madrid frá árinu 2009 eða undanfarin níu tímabil. Hann hefur skorað 450 mörk í 438 leikjum í öllum keppnum með spænska félaginu.
Well, well, well...
Juventus president Andrea Agnelli has flown by helicopter to Cristiano Ronaldo's hotel in Greece to discuss a proposed move.
It's the gossip https://t.co/w20gAbyPZhpic.twitter.com/RhtsHysiu0
— BBC Sport (@BBCSport) July 10, 2018