Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2018 10:15 Kepler var komið fyrir um 150 kílómetrum á eftir jörðinni á braut hennar um sólina. Því var ekki hlaupið að því að gera við hjól sem héldu sjónaukanum stöðugum þegar þau biluðu 2012 og 2013. NASA Kepler-geimsjónaukinn hefur verið settur í dvala eftir að stjórnendur leiðangursins hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA fengu tilkynningu um að eldsneytisbirgðir hans væru nær að þrotum komnar. Sjónaukinn hefur fundið þúsundir fjarreikistjarna frá því að hann var tekinn í notkun árið 2009. Stjórnendur Kepler hafa fylgst grannt með eldsneytisbirgðum sjónaukans undanfarið. Búist er við því að þær klárist á næstu mánuðum. Þeir ákváðu að setja sjónaukann í dvala á meðan þeir ná í gögn sem hann hefur safnað í síðasta verkefni sínu, að því er segir í frétt á vef NASA. Kepler verður vakinn af værum blundi 2. ágúst og loftneti sjónaukans beint að jörðinni til að senda gögnin heim. Gangi allt að óskum hefur Kepler nýtt rannsóknaverkefni 6. ágúst þangað til eldsneytið þrýtur endanlega. Forgangsmál er hins vegar að koma gögnunum sem þegar hefur verið safnað til skila áður.The fuel is running very low on the spacecraft, and we're pausing observations so we can download some valuable science data. Learn more: https://t.co/B0zxzro5or pic.twitter.com/c1LKOQPTbC— NASA Kepler and K2 (@NASAKepler) July 6, 2018 Markmið Kepler-leiðangursins var að leita að fjarreikistjörnum í Vetrarbrautinni. Á þeim rúmu níu árum sem sjónaukinn hefur verið í geimnum hefur hann fundið 2.650 staðfestar fjarreikistjörnur og fjölda annarra sem ekki hafa verið staðfestar. Leiðangurinn hefur ítrekað verið framlengdur en hann átti upphaflega að standa yfir í þrjú og hálft ár. Endist eldsneytið hefur Kepler sitt átjánda athuganaverkefni í næsta mánuði. Hugvit verkfræðinga leiðangursins komu í veg fyrir að honum lyki fyrir fimm árum. Þá höfðu tvö hjól sem halda sjónaukanum stöðugum bilað. Án þeirra hefði verið útilokað fyrir sjónaukann að halda áfram athugununum sem krefjast gríðarlegrar nákvæmni. Verkfræðingunum hugkvæmdist að nota þrýsting frá geislum sólarinnar á sólarrafhlöður sjónaukans til þess að halda honum stöðugum. Vísindi Tengdar fréttir Geimsjónauki NASA á síðustu dropunum Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið aragrúa fjarreikistjarna frá því að honum var skotið á loft árið 2009. Leiðrangrinum lýkur á næstu mánuðunum. 15. mars 2018 12:18 Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. 16. apríl 2018 17:00 Bæta tæknina til að finna fjarlægar jarðir Guðmundur Kári Stefánsson vinnur að því að gera mælitæki nákvæmari svo hægt verði að finna lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. 26. september 2017 21:00 Gervigreind fann sólkerfi með átta reikistjörnur Búið er að finna jafningja sólkerfis okkar. 14. desember 2017 23:05 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Kepler-geimsjónaukinn hefur verið settur í dvala eftir að stjórnendur leiðangursins hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA fengu tilkynningu um að eldsneytisbirgðir hans væru nær að þrotum komnar. Sjónaukinn hefur fundið þúsundir fjarreikistjarna frá því að hann var tekinn í notkun árið 2009. Stjórnendur Kepler hafa fylgst grannt með eldsneytisbirgðum sjónaukans undanfarið. Búist er við því að þær klárist á næstu mánuðum. Þeir ákváðu að setja sjónaukann í dvala á meðan þeir ná í gögn sem hann hefur safnað í síðasta verkefni sínu, að því er segir í frétt á vef NASA. Kepler verður vakinn af værum blundi 2. ágúst og loftneti sjónaukans beint að jörðinni til að senda gögnin heim. Gangi allt að óskum hefur Kepler nýtt rannsóknaverkefni 6. ágúst þangað til eldsneytið þrýtur endanlega. Forgangsmál er hins vegar að koma gögnunum sem þegar hefur verið safnað til skila áður.The fuel is running very low on the spacecraft, and we're pausing observations so we can download some valuable science data. Learn more: https://t.co/B0zxzro5or pic.twitter.com/c1LKOQPTbC— NASA Kepler and K2 (@NASAKepler) July 6, 2018 Markmið Kepler-leiðangursins var að leita að fjarreikistjörnum í Vetrarbrautinni. Á þeim rúmu níu árum sem sjónaukinn hefur verið í geimnum hefur hann fundið 2.650 staðfestar fjarreikistjörnur og fjölda annarra sem ekki hafa verið staðfestar. Leiðangurinn hefur ítrekað verið framlengdur en hann átti upphaflega að standa yfir í þrjú og hálft ár. Endist eldsneytið hefur Kepler sitt átjánda athuganaverkefni í næsta mánuði. Hugvit verkfræðinga leiðangursins komu í veg fyrir að honum lyki fyrir fimm árum. Þá höfðu tvö hjól sem halda sjónaukanum stöðugum bilað. Án þeirra hefði verið útilokað fyrir sjónaukann að halda áfram athugununum sem krefjast gríðarlegrar nákvæmni. Verkfræðingunum hugkvæmdist að nota þrýsting frá geislum sólarinnar á sólarrafhlöður sjónaukans til þess að halda honum stöðugum.
Vísindi Tengdar fréttir Geimsjónauki NASA á síðustu dropunum Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið aragrúa fjarreikistjarna frá því að honum var skotið á loft árið 2009. Leiðrangrinum lýkur á næstu mánuðunum. 15. mars 2018 12:18 Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. 16. apríl 2018 17:00 Bæta tæknina til að finna fjarlægar jarðir Guðmundur Kári Stefánsson vinnur að því að gera mælitæki nákvæmari svo hægt verði að finna lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. 26. september 2017 21:00 Gervigreind fann sólkerfi með átta reikistjörnur Búið er að finna jafningja sólkerfis okkar. 14. desember 2017 23:05 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Geimsjónauki NASA á síðustu dropunum Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið aragrúa fjarreikistjarna frá því að honum var skotið á loft árið 2009. Leiðrangrinum lýkur á næstu mánuðunum. 15. mars 2018 12:18
Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. 16. apríl 2018 17:00
Bæta tæknina til að finna fjarlægar jarðir Guðmundur Kári Stefánsson vinnur að því að gera mælitæki nákvæmari svo hægt verði að finna lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. 26. september 2017 21:00
Gervigreind fann sólkerfi með átta reikistjörnur Búið er að finna jafningja sólkerfis okkar. 14. desember 2017 23:05