Efndir, ekki nefndir Sigurður Hannesson skrifar 10. júlí 2018 07:00 Góð lífsgæði þjóða verða til á grundvelli verðmætasköpunar. Í samkeppni fyrirtækja á ólíkum mörkuðum skiptir samkeppnishæfni þess ríkis sem fyrirtækin starfa í meginmáli. Starfsumhverfi fyrirtækja er einn fjögurra þátta sem mestu ræður um samkeppnishæfni ríkja, ásamt menntun, innviðum og nýsköpun. Staðan hér er ekki eins og best verður á kosið í þessum efnum. Hér á landi eru laun há í alþjóðlegum samanburði, skattar á fyrirtæki eru háir og munar þar mestu um tryggingagjaldið auk þess sem vextir eru hærri hér en í nágrannalöndunum. Miklar vonir eru bundnar við að endurskoðun peningastefnu geti ásamt umbótum á vinnumarkaði og stefnu í opinberum fjármálum breytt því til lengri tíma litið en þá þarf að taka ákvarðanir strax. Efnahagsleg endurreisn Íslands tókst vonum framar og henni er nú lokið. Losun fjármagnshafta var þarft verk sem leysti mikla og jákvæða krafta úr læðingi. Um það hafa allir verið sammála að peningastefnu þyrfti að endurskoða þegar höft væru losuð. Af því tilefni hafa verið skrifaðar vandaðar skýrslur með greiningum og tillögum, bæði af Seðlabanka Íslands og nú nýlega af hópi á vegum ríkisstjórnarinnar. Það vantar því ekki tillögur og vandinn er vel skilgreindur. Því miður er þessari endurskoðun þó ekki lokið, tæpum áratug eftir að höft voru sett á. Auka þarf fyrirsjáanleika í þessu mikilvæga máli. Lengi hafa raunvextir hér á landi verið hærri en í nágrannaríkjunum. Það er aukakostnaður fyrir fyrirtæki hér á landi sem erlendir samkeppnisaðilar þurfa ekki að bera. Slíkt getur skapað ógn við fjármálalegan stöðugleika eins og kom í ljós fyrr á þessari öld þar sem erlendir fjárfestar sóttu í háa vexti hérlendis og innlend fyrirtæki og heimili fjármögnuðu sig í erlendum myntum á mun lægri vöxtum en þekktust hér á landi. Á þessu hefur verið tekið með ýmsum hömlum en nær væri að ráðast að rótum vandans og innleiða nauðsynlegar og tímabærar umbætur í þá veru. Það er verkefni ríkisstjórnarinnar að bæta úr því og tíminn til þess er núna.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Íslenska krónan Sigurður Hannesson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Góð lífsgæði þjóða verða til á grundvelli verðmætasköpunar. Í samkeppni fyrirtækja á ólíkum mörkuðum skiptir samkeppnishæfni þess ríkis sem fyrirtækin starfa í meginmáli. Starfsumhverfi fyrirtækja er einn fjögurra þátta sem mestu ræður um samkeppnishæfni ríkja, ásamt menntun, innviðum og nýsköpun. Staðan hér er ekki eins og best verður á kosið í þessum efnum. Hér á landi eru laun há í alþjóðlegum samanburði, skattar á fyrirtæki eru háir og munar þar mestu um tryggingagjaldið auk þess sem vextir eru hærri hér en í nágrannalöndunum. Miklar vonir eru bundnar við að endurskoðun peningastefnu geti ásamt umbótum á vinnumarkaði og stefnu í opinberum fjármálum breytt því til lengri tíma litið en þá þarf að taka ákvarðanir strax. Efnahagsleg endurreisn Íslands tókst vonum framar og henni er nú lokið. Losun fjármagnshafta var þarft verk sem leysti mikla og jákvæða krafta úr læðingi. Um það hafa allir verið sammála að peningastefnu þyrfti að endurskoða þegar höft væru losuð. Af því tilefni hafa verið skrifaðar vandaðar skýrslur með greiningum og tillögum, bæði af Seðlabanka Íslands og nú nýlega af hópi á vegum ríkisstjórnarinnar. Það vantar því ekki tillögur og vandinn er vel skilgreindur. Því miður er þessari endurskoðun þó ekki lokið, tæpum áratug eftir að höft voru sett á. Auka þarf fyrirsjáanleika í þessu mikilvæga máli. Lengi hafa raunvextir hér á landi verið hærri en í nágrannaríkjunum. Það er aukakostnaður fyrir fyrirtæki hér á landi sem erlendir samkeppnisaðilar þurfa ekki að bera. Slíkt getur skapað ógn við fjármálalegan stöðugleika eins og kom í ljós fyrr á þessari öld þar sem erlendir fjárfestar sóttu í háa vexti hérlendis og innlend fyrirtæki og heimili fjármögnuðu sig í erlendum myntum á mun lægri vöxtum en þekktust hér á landi. Á þessu hefur verið tekið með ýmsum hömlum en nær væri að ráðast að rótum vandans og innleiða nauðsynlegar og tímabærar umbætur í þá veru. Það er verkefni ríkisstjórnarinnar að bæta úr því og tíminn til þess er núna.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar