Sjaldgæft veðurfyrirbrigði í höfuðborginni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. júlí 2018 22:03 Það voru evrópskir sumarvindar sem léku um höfuðborgarbúa í dag á heitasta degi ársins. Síðdegisúrhellið minnti líka á hitaskúr frá suðrænni löndum. Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir hitabylgjuna hafa farið hratt yfir landið í dag en um sjaldgæft fyrirbrigði hafi verið að ræða. Margir borgarbúar biðu með tilhlökkun eftir deginum í dag en framanaf var spáð sól og allt að 25 stiga hita. Sólin lét hins vegar ekki sjá sig en fyrripart dagsins var einhvers konar hitabylgja á höfuðborgarsvæðinu. Mistur, sem höfuðborgarbúa sáu í dag, kom með heita loftinu frá Evrópu. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að þetta sé sjaldgæft og gerist ekki á hverju ári. „Við viljum hafa hæðina passlega langt frá landi og fyrir sunnan land. Þá nær hún að ýta, með austanáttinni, mjög hlýju loft frá Evrópu,“ segir Óli. Það standi hins vegar stutt því hún verður líklega yfir landinu á miðvikudaginn. „Þegar hún færist vestar frá Skotlandi þá missir hún af því að ná í hlýja loftið frá Evrópu og fer að sækja svalara loft úr Atlantshafi. Svo sem engar hamfarir en það verður mun svalara fyrir okkur á vesturhorninu,“ segir Óli.Svipuð sumur komi reglulega Margir gerðu sér glaðan dag og á hátíðinni Kátt á Klambra voru gestir ánægðir með góða veðrið. Adam var þó ekki lengi í paradís því sídegis kom úrhelli í átt við evrópskan hitaskúr. Óli Þór segir að veðrið fari svo í svipað far og verið hefur. „Þessi 10 til 18 stiga hiti, svona almennt að deginum, frekar skýjað og nokkuð víða einhver úrkoma. Þannig að það er ekki kannski einhver einn staður að fara að skera sig úr. Svo þegar líður lengra á vikuna er útlit fyrir að það fari meira yfir í suðlægar áttir aftur. Við erum búin að fá dálítið af því í sumar,“ segir Óli. Hann segir sumarið hafa verið óvenjulegt á suðvesturhorninu og man vart annað eins. „Þetta sumar er gjarnan borið saman við '83 sumarið. Það var svalara en þetta. Þessi sumur hafa alltaf komið af og til og munu örugglega alltaf koma. Vonandi verður bara langt í það næsta.“Þannig að þú vilt ekki spá eins og sumir að þetta sé eitthvað sem við munum sjá næstu árin og jafnvel áratugina?„Nei, ég er ekki alveg tilbúinn að kaupa þá útskýringu,“ segir Óli. Veður Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Það voru evrópskir sumarvindar sem léku um höfuðborgarbúa í dag á heitasta degi ársins. Síðdegisúrhellið minnti líka á hitaskúr frá suðrænni löndum. Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir hitabylgjuna hafa farið hratt yfir landið í dag en um sjaldgæft fyrirbrigði hafi verið að ræða. Margir borgarbúar biðu með tilhlökkun eftir deginum í dag en framanaf var spáð sól og allt að 25 stiga hita. Sólin lét hins vegar ekki sjá sig en fyrripart dagsins var einhvers konar hitabylgja á höfuðborgarsvæðinu. Mistur, sem höfuðborgarbúa sáu í dag, kom með heita loftinu frá Evrópu. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að þetta sé sjaldgæft og gerist ekki á hverju ári. „Við viljum hafa hæðina passlega langt frá landi og fyrir sunnan land. Þá nær hún að ýta, með austanáttinni, mjög hlýju loft frá Evrópu,“ segir Óli. Það standi hins vegar stutt því hún verður líklega yfir landinu á miðvikudaginn. „Þegar hún færist vestar frá Skotlandi þá missir hún af því að ná í hlýja loftið frá Evrópu og fer að sækja svalara loft úr Atlantshafi. Svo sem engar hamfarir en það verður mun svalara fyrir okkur á vesturhorninu,“ segir Óli.Svipuð sumur komi reglulega Margir gerðu sér glaðan dag og á hátíðinni Kátt á Klambra voru gestir ánægðir með góða veðrið. Adam var þó ekki lengi í paradís því sídegis kom úrhelli í átt við evrópskan hitaskúr. Óli Þór segir að veðrið fari svo í svipað far og verið hefur. „Þessi 10 til 18 stiga hiti, svona almennt að deginum, frekar skýjað og nokkuð víða einhver úrkoma. Þannig að það er ekki kannski einhver einn staður að fara að skera sig úr. Svo þegar líður lengra á vikuna er útlit fyrir að það fari meira yfir í suðlægar áttir aftur. Við erum búin að fá dálítið af því í sumar,“ segir Óli. Hann segir sumarið hafa verið óvenjulegt á suðvesturhorninu og man vart annað eins. „Þetta sumar er gjarnan borið saman við '83 sumarið. Það var svalara en þetta. Þessi sumur hafa alltaf komið af og til og munu örugglega alltaf koma. Vonandi verður bara langt í það næsta.“Þannig að þú vilt ekki spá eins og sumir að þetta sé eitthvað sem við munum sjá næstu árin og jafnvel áratugina?„Nei, ég er ekki alveg tilbúinn að kaupa þá útskýringu,“ segir Óli.
Veður Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira