Golf

Axel varði Íslandsmeistaratitilinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Axel Bóasson er Íslandsmeistari í golfi 2018
Axel Bóasson er Íslandsmeistari í golfi 2018 mynd/golf.is
Axel Bóasson úr GK varði Íslandsmeistaratitil sinn í golfi á Íslandsmótinu sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina.

Axel og Haraldur Franklín Magnús háðu einvígi um titilinn í fyrra og voru þeir báðir mættir til leiks í Eyjum um helgina. Fyrir lokahringinn í dag var Axel með þriggja högga forystu á Harald og eins höggs forystu á Björn Óskar Guðjónsson.

Haraldur steig varla feilspor í dag, fékk skolla strax á fyrstu holu en fleiri urðu þeir ekki. Hann fékk örn á fjórðu holu og þrjá fugla en það dugði ekki til, Axel var einnig mjög öruggur í dag og hélt forystunni allt til enda.

Í lokin kláraði Axel hringinn í dag á fjórum höggum undir pari og var samtals á 12 höggum undir pari. Björn Óskar endaði í öðru sæti á 10 höggum undir pari en Haraldur varð að sætta sig við þriðja sætið á níu höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×