Hollywood stjarna Trumps verður ekki fjarlægð þrátt fyrir ofbeldi og skemmdarverk Bergþór Másson skrifar 29. júlí 2018 11:30 Hollywood stjarna Trumps mölvuð. Twitter Stjarna Bandaríkjaforsetans Donald Trump verður ekki fjarlægð á Hollywood Boulevard í Los Angeles borg. TMZ greinir frá þessu. Stjarnan var mölvuð með haka í síðustu viku og slagsmál milli stuðnings- og fjandmanna Trumps brutust síðan út á Frægðarstígnum vegna áframhaldandi viðveru stjörnunnar. Stjarnan var á einni af rúmlega 2600 gangstéttarhellum sem hafa verið lagðar í götuna til að minnast goðsagna úr heimi skemmtanaiðnaðarins. Þessi kafli götunnar er þekktur sem Frægðarstígurinn.Vísir greindi frá skemmdarverkunum á stjörnunni í vikunni og sýndi einnig myndband af manni mölva stjörnu Trumps með haka.Dægurmálamiðillinn TMZ greinir frá því að lögregla Los Angeles borgar og eigendur Frægðarstígsins hafi tekið þá ákvörðun að fjarlægja ekki hina umdeildu stjörnu þrátt fyrir vandamálin sem hún veldur þeim reglulega. Þetta er ekki fyrsta árásin á stjörnu Trumps í Hollywood. Fyrir tveimur árum réðst maður til atlögu með haka og loftpressu til að reyna að fjarlægja nafn Trumps af gangstéttinni. Harkaleg slagsmál brutust út á Frægðarstígnum vegna stjörnunnar í vikunni. Hér má sjá myndband TMZ frá átökunum.Ákvörðunin um að fjarlægja stjörnu Donald Trumps ekki var tekin til þess að setja fordæmi. Lögregla Los Angeles borgar og eigendur götunnar eru sammála um það að ef stjarna Trumps yrði fjarlægð myndi það leiða til þess að almenningur myndi halda áfram að skemma stjörnur frægs fólks sem þeim líkar ekki vel við. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vitni tóku skemmdarverkið upp á myndband Dægurmálarisinn TMZ hefur birt myndband af manni á þrítugsaldri að stórskemma stjörnu Donalds Trump á Hollywood Boulevard í Los Angeles. 26. júlí 2018 06:33 Í vondum málum eftir að hafa mölvað Hollywood stjörnu Donalds Trump Búið er að stórskemma stjörnu Donalds Trump á Hollywood Boulevard í Los Angeles. 25. júlí 2018 20:45 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira
Stjarna Bandaríkjaforsetans Donald Trump verður ekki fjarlægð á Hollywood Boulevard í Los Angeles borg. TMZ greinir frá þessu. Stjarnan var mölvuð með haka í síðustu viku og slagsmál milli stuðnings- og fjandmanna Trumps brutust síðan út á Frægðarstígnum vegna áframhaldandi viðveru stjörnunnar. Stjarnan var á einni af rúmlega 2600 gangstéttarhellum sem hafa verið lagðar í götuna til að minnast goðsagna úr heimi skemmtanaiðnaðarins. Þessi kafli götunnar er þekktur sem Frægðarstígurinn.Vísir greindi frá skemmdarverkunum á stjörnunni í vikunni og sýndi einnig myndband af manni mölva stjörnu Trumps með haka.Dægurmálamiðillinn TMZ greinir frá því að lögregla Los Angeles borgar og eigendur Frægðarstígsins hafi tekið þá ákvörðun að fjarlægja ekki hina umdeildu stjörnu þrátt fyrir vandamálin sem hún veldur þeim reglulega. Þetta er ekki fyrsta árásin á stjörnu Trumps í Hollywood. Fyrir tveimur árum réðst maður til atlögu með haka og loftpressu til að reyna að fjarlægja nafn Trumps af gangstéttinni. Harkaleg slagsmál brutust út á Frægðarstígnum vegna stjörnunnar í vikunni. Hér má sjá myndband TMZ frá átökunum.Ákvörðunin um að fjarlægja stjörnu Donald Trumps ekki var tekin til þess að setja fordæmi. Lögregla Los Angeles borgar og eigendur götunnar eru sammála um það að ef stjarna Trumps yrði fjarlægð myndi það leiða til þess að almenningur myndi halda áfram að skemma stjörnur frægs fólks sem þeim líkar ekki vel við.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vitni tóku skemmdarverkið upp á myndband Dægurmálarisinn TMZ hefur birt myndband af manni á þrítugsaldri að stórskemma stjörnu Donalds Trump á Hollywood Boulevard í Los Angeles. 26. júlí 2018 06:33 Í vondum málum eftir að hafa mölvað Hollywood stjörnu Donalds Trump Búið er að stórskemma stjörnu Donalds Trump á Hollywood Boulevard í Los Angeles. 25. júlí 2018 20:45 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira
Vitni tóku skemmdarverkið upp á myndband Dægurmálarisinn TMZ hefur birt myndband af manni á þrítugsaldri að stórskemma stjörnu Donalds Trump á Hollywood Boulevard í Los Angeles. 26. júlí 2018 06:33
Í vondum málum eftir að hafa mölvað Hollywood stjörnu Donalds Trump Búið er að stórskemma stjörnu Donalds Trump á Hollywood Boulevard í Los Angeles. 25. júlí 2018 20:45