Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júlí 2018 23:45 Les Moonves ásamt eiginkonu sinni, sjónvarpskonunni Julie Chen. Vísir/Getty Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. Ronan Farrow, blaðamaðurinn sem greindi fyrstur frá meintum kynferðisbrotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, skrifar um ásakanirnar á hendur Moonves í dagblaðinu The New Yorker. Um er að ræða frásagnir sex kvenna en þær greina meðal annars frá því að Moonves hafi bæði kysst og snert þær án samþykkis. Þá á hann að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær tóku illa í hegðun hans. Farrow hefur einnig eftir þrjátíu núverandi og fyrrverandi starfsmönnum CBS-stjónvarpsstöðvarinnar að Moonves hafi stuðlað að vinnuumhverfi sem gerði lítið úr kynferðislegri áreitni. Starfsmenn sem uppvísir voru að slíkri hegðun hafi fengið stöðuhækkanir og þolendunum hafi verið greitt fyrir þagmælsku sína. Leikkonan og handritshöfundurinn Illeana Douglas er ein hinna sex kvenna sem greina frá kynferðislegri áreitni Moonves.Vísir/getty Í yfirlýsingu frá CBS segir að ásakanir kvennanna verði rannsakaðar. Þá hyggst fyrirtækið taka á málinu „á viðeigandi hátt“. Moonves sendi sjálfur yfirlýsingu á The New Yorker sem Farrow birti með umfjöllun sinni. Í yfirlýsingunni segist Moonves alltaf hafa virt rétt kvenna til höfnunar. Hann viðurkenndi þó að hann kynni að hafa valdið einhverjum konum hugarangri í gegnum tíðina með því að stíga í vænginn við þær. Moonves er 68 ára, giftur sjónvarpskonunni Julie Chen og hefur löngum verið talinn einn af valdamestu mönnum í Hollywood. Hann hóf feril sinn sem leikari en söðlaði svo um og er til að mynda meðframleiðandi sjónvarpsþáttanna Friends og ER. Hann tók við stjórnartaumunum hjá CBS fyrir um tíu árum síðan og hefur stýrt stöðinni á topp áhorfslista í Bandaríkjunum. Átta mánuðir eru nú síðan Charlie Rose, fréttamaður á CBS, var rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni. MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Var múlbundin með smokk í áheyrnarprufu þegar hún var 16 ára Mira Sorvino greinir frá fyrstu áheyrendaprufunni sinni. 12. júlí 2018 18:52 Weinstein ákærður fyrir ofbeldi gegn þriðju konunni Nýjum liðum hefur verið bætt við ákæru gegn kvikmyndaframleiðandanum. 2. júlí 2018 16:34 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. Ronan Farrow, blaðamaðurinn sem greindi fyrstur frá meintum kynferðisbrotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, skrifar um ásakanirnar á hendur Moonves í dagblaðinu The New Yorker. Um er að ræða frásagnir sex kvenna en þær greina meðal annars frá því að Moonves hafi bæði kysst og snert þær án samþykkis. Þá á hann að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær tóku illa í hegðun hans. Farrow hefur einnig eftir þrjátíu núverandi og fyrrverandi starfsmönnum CBS-stjónvarpsstöðvarinnar að Moonves hafi stuðlað að vinnuumhverfi sem gerði lítið úr kynferðislegri áreitni. Starfsmenn sem uppvísir voru að slíkri hegðun hafi fengið stöðuhækkanir og þolendunum hafi verið greitt fyrir þagmælsku sína. Leikkonan og handritshöfundurinn Illeana Douglas er ein hinna sex kvenna sem greina frá kynferðislegri áreitni Moonves.Vísir/getty Í yfirlýsingu frá CBS segir að ásakanir kvennanna verði rannsakaðar. Þá hyggst fyrirtækið taka á málinu „á viðeigandi hátt“. Moonves sendi sjálfur yfirlýsingu á The New Yorker sem Farrow birti með umfjöllun sinni. Í yfirlýsingunni segist Moonves alltaf hafa virt rétt kvenna til höfnunar. Hann viðurkenndi þó að hann kynni að hafa valdið einhverjum konum hugarangri í gegnum tíðina með því að stíga í vænginn við þær. Moonves er 68 ára, giftur sjónvarpskonunni Julie Chen og hefur löngum verið talinn einn af valdamestu mönnum í Hollywood. Hann hóf feril sinn sem leikari en söðlaði svo um og er til að mynda meðframleiðandi sjónvarpsþáttanna Friends og ER. Hann tók við stjórnartaumunum hjá CBS fyrir um tíu árum síðan og hefur stýrt stöðinni á topp áhorfslista í Bandaríkjunum. Átta mánuðir eru nú síðan Charlie Rose, fréttamaður á CBS, var rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni.
MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Var múlbundin með smokk í áheyrnarprufu þegar hún var 16 ára Mira Sorvino greinir frá fyrstu áheyrendaprufunni sinni. 12. júlí 2018 18:52 Weinstein ákærður fyrir ofbeldi gegn þriðju konunni Nýjum liðum hefur verið bætt við ákæru gegn kvikmyndaframleiðandanum. 2. júlí 2018 16:34 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Var múlbundin með smokk í áheyrnarprufu þegar hún var 16 ára Mira Sorvino greinir frá fyrstu áheyrendaprufunni sinni. 12. júlí 2018 18:52
Weinstein ákærður fyrir ofbeldi gegn þriðju konunni Nýjum liðum hefur verið bætt við ákæru gegn kvikmyndaframleiðandanum. 2. júlí 2018 16:34