Bændur fagna endurskoðun sauðfjársamnings Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sylvía Hall skrifa 27. júlí 2018 20:37 Endurskoðun búvörusamninga við sauðfjárbændur verður flýtt og hefjast viðræður á næstu dögum. Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga leggur meðal annars til að ráðist verði í bráðaaðgerðir til að mæta erfiðri stöðu í sauðfjárrækt, meðal annars með fækkunarhvötum og stofnun stöðugleikasjóðs. Endurskoðun búvörusamninga átti að hefjast 2019 en landbúnaðarráðherra og Bændasamtök Íslands hafa ákveðið að hefjast þegar handa við endurskoðun samninga er lúta að sauðfjárrækt. Þá hefur samráðshópur um endurskoðun samninganna skilað tillögum sem birtar voru í dag. „Við munum þá núna setja niður samninganefndir sem munu vinna að því að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd og ég vona að við getum séð endurskoðun samningsins um sauðfjárræktina ganga eftir og við ljúkum þessu verki helst á þessu ári.“, segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Offramleiðsla er á kindakjöti miðað við núverandi aðstæður en meðal þess sem samráðshópurinn leggur til eru nokkrar bráðaaðgerðir sem ætlað er að stuðla að jafnvægi milli framleiðslu og sölu haustið 2019. Má þar nefna fækkunarhvata sem felist í útleið bænda, 67 ára og eldri, frystingu gæðastýringargreiðslna og lækkun ásetningshlutfalls. Þá bjóðist bændum að taka þátt í þróunarverkefnum og loks verði stofnaður stöðugleikasjóður til að jafna út sveiflur á mörkuðum. Hann yrði fjármagnaður af greininni sjálfri auk stofnframlags frá ríkinu. Kristján Þór hefur efasemdir um sjóðinn. „Hugmyndirnar sem hingað til hafa komið fram hafa mér ekki hugnast og ég hef hvatt til þess að við getum reynt að leita einhverra annarra leiða til þess að ná því sama markmiði heldur en að þarna hafi verið settar fram.“ Aðrar hugmyndir hugnist honum betur en sumar krefjast lagabreytinga. „En allt sem snýr að þessum tillögum, 67 ára og eldri, lækkun á ásetningshlutfallinu, gæðastýringin, þetta eru allt saman hugmyndir sem mér hugnast mjög vel.“Vandi bænda mjög bráður Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdarstjóri Landssamtaka sauðfjárbænda segir bændur fagna því að tillögur séu komnar fram og þeim lítist vel á margt sem komi fram í þeim, en sumt þurfi að endurskoða. „Það skiptir máli að við vinnum hratt núna, það þarf að koma skýrum skilaboðum til bænda sem fyrst. Það styttist í haustið og sláturtíð og aðgerðir þurfa að vera skýrar mjög fljótt.“ Hann segir vanda bænda vera mikinn, en á síðasta ári hafi verið 30 til 40 prósenta hrun í afurðaverði til bænda og það stefni í svipað ástand á þessu ári. „Það er ein afurðastöð búin að gefa út verð og miðað við það verður skilaverð til bænda 380 til 400 krónur á kíló en þyrfti að vera 650 til 700 þannig það þolir enginn rekstur svona hamfarir tvö ár í röð.“ Tengdar fréttir Flýta endurskoðun sauðfjársamnings Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar. 27. júlí 2018 13:50 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Endurskoðun búvörusamninga við sauðfjárbændur verður flýtt og hefjast viðræður á næstu dögum. Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga leggur meðal annars til að ráðist verði í bráðaaðgerðir til að mæta erfiðri stöðu í sauðfjárrækt, meðal annars með fækkunarhvötum og stofnun stöðugleikasjóðs. Endurskoðun búvörusamninga átti að hefjast 2019 en landbúnaðarráðherra og Bændasamtök Íslands hafa ákveðið að hefjast þegar handa við endurskoðun samninga er lúta að sauðfjárrækt. Þá hefur samráðshópur um endurskoðun samninganna skilað tillögum sem birtar voru í dag. „Við munum þá núna setja niður samninganefndir sem munu vinna að því að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd og ég vona að við getum séð endurskoðun samningsins um sauðfjárræktina ganga eftir og við ljúkum þessu verki helst á þessu ári.“, segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Offramleiðsla er á kindakjöti miðað við núverandi aðstæður en meðal þess sem samráðshópurinn leggur til eru nokkrar bráðaaðgerðir sem ætlað er að stuðla að jafnvægi milli framleiðslu og sölu haustið 2019. Má þar nefna fækkunarhvata sem felist í útleið bænda, 67 ára og eldri, frystingu gæðastýringargreiðslna og lækkun ásetningshlutfalls. Þá bjóðist bændum að taka þátt í þróunarverkefnum og loks verði stofnaður stöðugleikasjóður til að jafna út sveiflur á mörkuðum. Hann yrði fjármagnaður af greininni sjálfri auk stofnframlags frá ríkinu. Kristján Þór hefur efasemdir um sjóðinn. „Hugmyndirnar sem hingað til hafa komið fram hafa mér ekki hugnast og ég hef hvatt til þess að við getum reynt að leita einhverra annarra leiða til þess að ná því sama markmiði heldur en að þarna hafi verið settar fram.“ Aðrar hugmyndir hugnist honum betur en sumar krefjast lagabreytinga. „En allt sem snýr að þessum tillögum, 67 ára og eldri, lækkun á ásetningshlutfallinu, gæðastýringin, þetta eru allt saman hugmyndir sem mér hugnast mjög vel.“Vandi bænda mjög bráður Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdarstjóri Landssamtaka sauðfjárbænda segir bændur fagna því að tillögur séu komnar fram og þeim lítist vel á margt sem komi fram í þeim, en sumt þurfi að endurskoða. „Það skiptir máli að við vinnum hratt núna, það þarf að koma skýrum skilaboðum til bænda sem fyrst. Það styttist í haustið og sláturtíð og aðgerðir þurfa að vera skýrar mjög fljótt.“ Hann segir vanda bænda vera mikinn, en á síðasta ári hafi verið 30 til 40 prósenta hrun í afurðaverði til bænda og það stefni í svipað ástand á þessu ári. „Það er ein afurðastöð búin að gefa út verð og miðað við það verður skilaverð til bænda 380 til 400 krónur á kíló en þyrfti að vera 650 til 700 þannig það þolir enginn rekstur svona hamfarir tvö ár í röð.“
Tengdar fréttir Flýta endurskoðun sauðfjársamnings Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar. 27. júlí 2018 13:50 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Flýta endurskoðun sauðfjársamnings Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar. 27. júlí 2018 13:50