Baðlón við Skíðaskálann í Hveradölum enn á borði Skipulagsstofnunnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. júlí 2018 19:30 Skipulagsstofnun hefur velt því fyrir sér í eitt og hálft ár hvort fyrirhugað sex milljarða króna ferðaþjónustufyrirtæki með stóru baðlóni í Hveradölum þurfi að fara í umhverfismat. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins undrast leshraða starfsmanna stofnunarinnar. Hugmyndir um baðlón við Skíðaskálann í Hveradölum eru ekki nýjar af nálinni og hefur umræða þess efnis reglulega skoðið upp kollinum.Sveitarfélagið Ölfus auglýsti breytingar á deiliskipulagi á lóð skálans í janúar á síðasta ári en þar koma fram áform eigenda félagsins Hveradalir ehf. um uppbyggingu svæðisins. Að félaginu standa ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line og Heklubyggð ehf. Áætlað var að hefja framkvæmdir hér í Hveradölum síðast liðið vor en deiliskipulag gerir ráð fyrir tvö hundruð og tíu herbergja hóteli hér í Stóra dal ásamt átta þúsund og fimm hundruð fermetra baðlóni. Framkvæmdir geta hins vegar ekki hafist þar sem skipulagsstofnun hefur ekki skilað áliti sínu. Í áliti sínu metur stofnunin hvort framkvæmdin í Hveradölum þurfi að gangast undir umhverfismat. Gögn um framkvæmdina fékk stofnunin fyrir um einu og hálfu ári síðan en ekkert bólar á niðurstöðu.Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line og framkvæmdastjóri HVeradala ehf.Stöð 2/Björn G. Sigurðsson„Síðustu svör sem við fengum núna í vor, voru þau að það væri búið að skrifa úrskurðinn og að hann væri í yfirlestri og maðurinn er enn að lesa,“ sagði Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Hveradala ehf. sem vinnu að uppbyggingunni. Þær upplýsingar fengust hjá Skipulagsstofnun í dag að úrvinnsla málsins hafi reynst umfangsmeiri en gert var ráð fyrir og að von sé á niðurstöðu í fyrsta lagi eftir Verslunarmannahelgi. Töluverðar breytingar verða á svæðinu ná hugmyndirnar fram að ganga. Stóri Dalur sem stendur við hlið skíðaskálans verður nær allur undirlagður undir starfsemina. „Þetta lón verður með jarðvatni, sem er neðanjarðar vatn, þetta er ekkert líkt við vatn sem er í sundlaugum. Þetta verður svona svipað eða sambærilegt eins og er í Jarðböðunum á Mývatni. Þórir segir þó ekki ólíklegt að framkvæmdum yrði skipt upp í áfanga. „Þegar við erum að tala um uppbyggingu upp á sex milljarða þá er stórt svæði undir sem spannar fimmtíu hektara. Það er hægt að skipta þessu verkefni niður. Það yrði miklu lægri tala að fara bara í lónið,“ segir Þórir. Skíðaskálinn á staðnum hefur ekki verið í rekstri undan farin ár en fyrstu merki þess að ferðaþjónusta byggist upp á þessum stað munu koma í ljós í skálanum á næstu dögum. „Það er ánægjulegt að segja frá því að við erum búnir að endurbyggja Skíðaskálann að innan og sækja um þau leyfi sem til þarf og við eigum von á því að fá hér leyfisbréfið bara í næstu viku eða þar næstu og þá verður Skíðaskálinn opnaður sem kaffihús,“ segir Þórir.Stóri Dalur í Hveradölum þar sem áformað er að byggja upp 8500 fm. baðlón og aðra ferðaþjónustutengda starfsemi.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Ferðamennska á Íslandi Skipulag Sundlaugar Tengdar fréttir Hótel, baðlón, skíðalyfta og gróðurhús í Hveradölum Skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss hefur heimilað að mikil uppbygging sem áætluð er við Skíðaskálann í Hveradölum fari áfram í lögboðið ferli. 26. september 2016 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur velt því fyrir sér í eitt og hálft ár hvort fyrirhugað sex milljarða króna ferðaþjónustufyrirtæki með stóru baðlóni í Hveradölum þurfi að fara í umhverfismat. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins undrast leshraða starfsmanna stofnunarinnar. Hugmyndir um baðlón við Skíðaskálann í Hveradölum eru ekki nýjar af nálinni og hefur umræða þess efnis reglulega skoðið upp kollinum.Sveitarfélagið Ölfus auglýsti breytingar á deiliskipulagi á lóð skálans í janúar á síðasta ári en þar koma fram áform eigenda félagsins Hveradalir ehf. um uppbyggingu svæðisins. Að félaginu standa ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line og Heklubyggð ehf. Áætlað var að hefja framkvæmdir hér í Hveradölum síðast liðið vor en deiliskipulag gerir ráð fyrir tvö hundruð og tíu herbergja hóteli hér í Stóra dal ásamt átta þúsund og fimm hundruð fermetra baðlóni. Framkvæmdir geta hins vegar ekki hafist þar sem skipulagsstofnun hefur ekki skilað áliti sínu. Í áliti sínu metur stofnunin hvort framkvæmdin í Hveradölum þurfi að gangast undir umhverfismat. Gögn um framkvæmdina fékk stofnunin fyrir um einu og hálfu ári síðan en ekkert bólar á niðurstöðu.Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line og framkvæmdastjóri HVeradala ehf.Stöð 2/Björn G. Sigurðsson„Síðustu svör sem við fengum núna í vor, voru þau að það væri búið að skrifa úrskurðinn og að hann væri í yfirlestri og maðurinn er enn að lesa,“ sagði Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Hveradala ehf. sem vinnu að uppbyggingunni. Þær upplýsingar fengust hjá Skipulagsstofnun í dag að úrvinnsla málsins hafi reynst umfangsmeiri en gert var ráð fyrir og að von sé á niðurstöðu í fyrsta lagi eftir Verslunarmannahelgi. Töluverðar breytingar verða á svæðinu ná hugmyndirnar fram að ganga. Stóri Dalur sem stendur við hlið skíðaskálans verður nær allur undirlagður undir starfsemina. „Þetta lón verður með jarðvatni, sem er neðanjarðar vatn, þetta er ekkert líkt við vatn sem er í sundlaugum. Þetta verður svona svipað eða sambærilegt eins og er í Jarðböðunum á Mývatni. Þórir segir þó ekki ólíklegt að framkvæmdum yrði skipt upp í áfanga. „Þegar við erum að tala um uppbyggingu upp á sex milljarða þá er stórt svæði undir sem spannar fimmtíu hektara. Það er hægt að skipta þessu verkefni niður. Það yrði miklu lægri tala að fara bara í lónið,“ segir Þórir. Skíðaskálinn á staðnum hefur ekki verið í rekstri undan farin ár en fyrstu merki þess að ferðaþjónusta byggist upp á þessum stað munu koma í ljós í skálanum á næstu dögum. „Það er ánægjulegt að segja frá því að við erum búnir að endurbyggja Skíðaskálann að innan og sækja um þau leyfi sem til þarf og við eigum von á því að fá hér leyfisbréfið bara í næstu viku eða þar næstu og þá verður Skíðaskálinn opnaður sem kaffihús,“ segir Þórir.Stóri Dalur í Hveradölum þar sem áformað er að byggja upp 8500 fm. baðlón og aðra ferðaþjónustutengda starfsemi.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Sundlaugar Tengdar fréttir Hótel, baðlón, skíðalyfta og gróðurhús í Hveradölum Skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss hefur heimilað að mikil uppbygging sem áætluð er við Skíðaskálann í Hveradölum fari áfram í lögboðið ferli. 26. september 2016 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Hótel, baðlón, skíðalyfta og gróðurhús í Hveradölum Skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss hefur heimilað að mikil uppbygging sem áætluð er við Skíðaskálann í Hveradölum fari áfram í lögboðið ferli. 26. september 2016 07:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent