Hvetja til hitunar á frosnu grænmeti fyrir neyslu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júlí 2018 14:01 Í tilkynningu frá MAST segir að samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnarlækni hafi tveir einstaklingar greinst með listeríu hér á landi á þessu ári. vísir/getty Matvælastofnun og Sóttvarnarlæknir brýna fyrir neytendum að fylgja eldunarfyrirmælum sem koma fram á umbúðum frosins grænmetis og maísbauna og gæta þess að krossmengun eigi sér ekki stað. Í tilkynningu frá MAST segir að samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnarlækni hafi tveir einstaklingar greinst með listeríu hér á landi á þessu ári en ekki hefur verið hægt að tengja tilfellin við neyslu á frosnu grænmeti. Það eru einum ung börn, aldraðir, þungaðar konur og fólk með skert ónæmiskerfi sem veikist af listeríu. „Matvælastofnun og Sóttvarnarlæknir brýna fyrir neytendum að fylgja eldunarfyrirmælum sem koma fram á umbúðum frosins grænmetis og maísbauna og gæta þess að krossmengun eigi sér ekki stað. Skv. upplýsingum frá Sóttvarnarlækni hafa á þessu ári tveir einstaklingar greinst með Listeria monocytogenes (Listería) Ekki hefur verið hægt að tengja tilfellin hérlendis, við neyslu á frosnu grænmeti en það eru einkum ung börn aldraðir, þungaðar konur og fólk með skert ónæmiskerfi sem veikjast. Aukin tíðni matarsýkinga vegna listeríu hefur kallar á aukið eftirlit og bætt vinnubrögð í matvælavinnslum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandisins (ESB) telur nú að herða þurfi eftirlit með framleiðleiðslu á frystu og léttsoðnu grænmeti og baunum. Setja þurfi skýrar reglur um þessa tegund vöru og er í skoðun að framleiðendur uppfylli sömu i kröfur um eftirlit með listeríu og þeir sem framleiða viðkvæm matvæli tilbúin til neyslu, á borð við reyktan lax og álegg. Líta þurfi á frosið, létteldað grænmeti, sem fullunna vöru þar sem töluvert er um að þess sé neytt án hitunar, s.s. í salati. Með faraldsfræðirannsóknum og greiningum á erfðaefni bakteríustofna hefur verið hægt að rekja 47 tilfelli sýkinga af völdum listeríu í nokkrum aðildarríkjum ESB til maísbauna sem framleiddar voru í verksmiðju í Ungverjalandi. Nú hefur sami stofn greinst í frosnu grænmeti sem framleitt hefur verið í umræddri verksmiðju á árunum 2016-2018. Grunur leikur á að þrálát listería hafi búið um sig í framleiðsluumhverfi verksmiðjunnar þrátt fyrir þrif og sótthreinsun í verksmiðjunni. Nýlega voru innkallaðar hér á landi frosnar maísbaunir frá COOP og maís og blandað grænmeti frá Greenyard.Grænmetið var unnið og fryst í verksmiðjunni í Ungverjalandi en pakkað annars staðar. Samkvæmt Evrópureglum um örverufræðileg viðmið sem gilda hér þurfa framleiðendur sem framleiða matvæli, sem eru tilbúin til neyslu, að viðhafa eftirlit með listeríu í matvælum sem og í framleiðsluumhverfinu. Þetta á einkum við um viðkvæmar kælivörur með tiltölulega langt geymsluþol, sem eru þannig samsettar að Listería á auðvelt með að fjölga sér á geymsluþolstímanum. Dæmi um slíkar vörur eru reyktur og grafinn lax og ýmsar tegundir af áleggi. Aðgerðir, sem fyrirbyggja mengun og virkt innra eftirlit með þeim aðgerðum verður að vera til staðar og það skal sannprófað með reglubundnum sýnatökum úr framleiðsluumhverfinu og úr matvælunum. Listería á ekki að geta fjölgað sér í frosnum afurðum á borð við frosnar maísbaunir og frosið grænmeti. Listería er umhverfisbaktería sem getur auðveldlega borist inn í vinnsluumhverfi matvælafyrirtækja. Fyrir frystingu á grænmeti er það oft snögghitað. Fari eitthvað úrskeiðis í framleiðslunni, s.s. vegna eftirmengunar, er hætta á að listería nái að fjölga sér á ný eftir uppþýðingu. Flestir framleiðendur veita leiðbeiningar um hitun á umbúðum og því hefur frosið grænmeti, fram að þessu, ekki verið talið til áhættusamra matvæla með tilliti til listeríu Matvælastofnun og Sóttvarnarlæknir hvetja neytendur til að hita allt frosið grænmeti fyrir neyslu. Þeir hópar sem eru fyrst og fremst í hættu á að verða veikir eru ung börn aldraðir, þungaðar konur og fólk með skert ónæmiskerfi,“ segir í tilkynningu MAST. Neytendur Tengdar fréttir Innkalla frosið grænmeti vegna gruns um listeríu Madsa ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði frosið grænmeti vegna þess að það getur verið mengað af bakteríunni listeríu. 9. júlí 2018 14:19 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Matvælastofnun og Sóttvarnarlæknir brýna fyrir neytendum að fylgja eldunarfyrirmælum sem koma fram á umbúðum frosins grænmetis og maísbauna og gæta þess að krossmengun eigi sér ekki stað. Í tilkynningu frá MAST segir að samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnarlækni hafi tveir einstaklingar greinst með listeríu hér á landi á þessu ári en ekki hefur verið hægt að tengja tilfellin við neyslu á frosnu grænmeti. Það eru einum ung börn, aldraðir, þungaðar konur og fólk með skert ónæmiskerfi sem veikist af listeríu. „Matvælastofnun og Sóttvarnarlæknir brýna fyrir neytendum að fylgja eldunarfyrirmælum sem koma fram á umbúðum frosins grænmetis og maísbauna og gæta þess að krossmengun eigi sér ekki stað. Skv. upplýsingum frá Sóttvarnarlækni hafa á þessu ári tveir einstaklingar greinst með Listeria monocytogenes (Listería) Ekki hefur verið hægt að tengja tilfellin hérlendis, við neyslu á frosnu grænmeti en það eru einkum ung börn aldraðir, þungaðar konur og fólk með skert ónæmiskerfi sem veikjast. Aukin tíðni matarsýkinga vegna listeríu hefur kallar á aukið eftirlit og bætt vinnubrögð í matvælavinnslum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandisins (ESB) telur nú að herða þurfi eftirlit með framleiðleiðslu á frystu og léttsoðnu grænmeti og baunum. Setja þurfi skýrar reglur um þessa tegund vöru og er í skoðun að framleiðendur uppfylli sömu i kröfur um eftirlit með listeríu og þeir sem framleiða viðkvæm matvæli tilbúin til neyslu, á borð við reyktan lax og álegg. Líta þurfi á frosið, létteldað grænmeti, sem fullunna vöru þar sem töluvert er um að þess sé neytt án hitunar, s.s. í salati. Með faraldsfræðirannsóknum og greiningum á erfðaefni bakteríustofna hefur verið hægt að rekja 47 tilfelli sýkinga af völdum listeríu í nokkrum aðildarríkjum ESB til maísbauna sem framleiddar voru í verksmiðju í Ungverjalandi. Nú hefur sami stofn greinst í frosnu grænmeti sem framleitt hefur verið í umræddri verksmiðju á árunum 2016-2018. Grunur leikur á að þrálát listería hafi búið um sig í framleiðsluumhverfi verksmiðjunnar þrátt fyrir þrif og sótthreinsun í verksmiðjunni. Nýlega voru innkallaðar hér á landi frosnar maísbaunir frá COOP og maís og blandað grænmeti frá Greenyard.Grænmetið var unnið og fryst í verksmiðjunni í Ungverjalandi en pakkað annars staðar. Samkvæmt Evrópureglum um örverufræðileg viðmið sem gilda hér þurfa framleiðendur sem framleiða matvæli, sem eru tilbúin til neyslu, að viðhafa eftirlit með listeríu í matvælum sem og í framleiðsluumhverfinu. Þetta á einkum við um viðkvæmar kælivörur með tiltölulega langt geymsluþol, sem eru þannig samsettar að Listería á auðvelt með að fjölga sér á geymsluþolstímanum. Dæmi um slíkar vörur eru reyktur og grafinn lax og ýmsar tegundir af áleggi. Aðgerðir, sem fyrirbyggja mengun og virkt innra eftirlit með þeim aðgerðum verður að vera til staðar og það skal sannprófað með reglubundnum sýnatökum úr framleiðsluumhverfinu og úr matvælunum. Listería á ekki að geta fjölgað sér í frosnum afurðum á borð við frosnar maísbaunir og frosið grænmeti. Listería er umhverfisbaktería sem getur auðveldlega borist inn í vinnsluumhverfi matvælafyrirtækja. Fyrir frystingu á grænmeti er það oft snögghitað. Fari eitthvað úrskeiðis í framleiðslunni, s.s. vegna eftirmengunar, er hætta á að listería nái að fjölga sér á ný eftir uppþýðingu. Flestir framleiðendur veita leiðbeiningar um hitun á umbúðum og því hefur frosið grænmeti, fram að þessu, ekki verið talið til áhættusamra matvæla með tilliti til listeríu Matvælastofnun og Sóttvarnarlæknir hvetja neytendur til að hita allt frosið grænmeti fyrir neyslu. Þeir hópar sem eru fyrst og fremst í hættu á að verða veikir eru ung börn aldraðir, þungaðar konur og fólk með skert ónæmiskerfi,“ segir í tilkynningu MAST.
Neytendur Tengdar fréttir Innkalla frosið grænmeti vegna gruns um listeríu Madsa ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði frosið grænmeti vegna þess að það getur verið mengað af bakteríunni listeríu. 9. júlí 2018 14:19 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Innkalla frosið grænmeti vegna gruns um listeríu Madsa ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði frosið grænmeti vegna þess að það getur verið mengað af bakteríunni listeríu. 9. júlí 2018 14:19