Gunnar Nelson: Annað en þegar að við vorum nokkrar hræður að knúsast Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júlí 2018 19:00 Gunnar Nelson stefnir á að berjast aftur í haust eftir meiðslin sem hann varð fyrir í apríl. Hann hefur í vikunni verið að kenna á risastóru alþjóðlegu námskeiði sem haldið er í Mjölnishúsinu en þar var hann mest með tæplega 200 nemendur í einu. Námskeiðið sem um ræðir heitir BJJ Globetrotters en nokkrar hetjur úr jiu-jitsu heiminum ferðast um víða veröld og setja upp heila viku af námskeiðum sem eru gríðarlega vel sótt. Íþróttahús Mjölnis er á meðal þeirra flottari sem til eru og því sóttust þeir eftir að komast hingað til lands. „Það eru hátt upp í 200 manns héðan og þaðan úr heiminum hérna. Ég man ekki hvað það eru margar svona búðir á ári en þau eru úti um allan heim og það er alltaf smekkfullt á þessu. Ég var að kenna á þessu í fyrradag og það voru 170 manns á dýnunum. Það var svolítið þungt loftið,“ segir Gunnar og brosir. Blandaðar bardagalistir og sérstaklega brasilískt jiu-jitsu er orðið töluvert vinsælla en það var hér á landi þegar að Gunnar var dreginn inn í sportið fyrir rúmum áratug. „Þetta er alveg geðveikt og svolítið óraunverulegt. Hver einasti útlendingur sem kemur hingað segir að þetta sé flottasti salur sem að hann hafi séð. Þá hugsar maður til baka þegar við vorum ekki fyrir svo mörgum árum fjórar til fimm hræður að horfa á Youtube og knúsast,“ segir Gunnar og hlær.Stefnir á bardaga í haust Það er komið rúmt ár síðan að Gunnar steig síðast inn í búrið og tapaði fyrir Argentínumanninum Santiagio Ponzinibbio. Hann átti að berjast við Neil Magny í maí en reif liðþófa í annað sinn á ferlinum. Hann er að ná fyrri styrk. „Þetta hefur gengið hrikalega vel, í rauninni vonum framar. Ég er svolítið að miða við að geta keppt í haust og náð einhverjum bardaga. Bara sem fyrst í haust sko,“ segir hann. Gunnar getur ekki byrjað að leita sér að andstæðingi alveg strax. Hann vill geta klárað heila æfingaviku áður en það ferli fer af stað. „Ég get ekki beint byrjað að segja að ég sé klár fyrr en ég get verið í æfingabúðum. Ég er alveg að ná mér heilum. Ég er á því stigi að ég get æft en eftir einn dag af góðum æfingum þá þarf ég vanalega að hvíla í einn til tvo daga. Vonandi verð ég orðinn fínn eftir viku,“ segir Gunnar Nelson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan. MMA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar Sjá meira
Gunnar Nelson stefnir á að berjast aftur í haust eftir meiðslin sem hann varð fyrir í apríl. Hann hefur í vikunni verið að kenna á risastóru alþjóðlegu námskeiði sem haldið er í Mjölnishúsinu en þar var hann mest með tæplega 200 nemendur í einu. Námskeiðið sem um ræðir heitir BJJ Globetrotters en nokkrar hetjur úr jiu-jitsu heiminum ferðast um víða veröld og setja upp heila viku af námskeiðum sem eru gríðarlega vel sótt. Íþróttahús Mjölnis er á meðal þeirra flottari sem til eru og því sóttust þeir eftir að komast hingað til lands. „Það eru hátt upp í 200 manns héðan og þaðan úr heiminum hérna. Ég man ekki hvað það eru margar svona búðir á ári en þau eru úti um allan heim og það er alltaf smekkfullt á þessu. Ég var að kenna á þessu í fyrradag og það voru 170 manns á dýnunum. Það var svolítið þungt loftið,“ segir Gunnar og brosir. Blandaðar bardagalistir og sérstaklega brasilískt jiu-jitsu er orðið töluvert vinsælla en það var hér á landi þegar að Gunnar var dreginn inn í sportið fyrir rúmum áratug. „Þetta er alveg geðveikt og svolítið óraunverulegt. Hver einasti útlendingur sem kemur hingað segir að þetta sé flottasti salur sem að hann hafi séð. Þá hugsar maður til baka þegar við vorum ekki fyrir svo mörgum árum fjórar til fimm hræður að horfa á Youtube og knúsast,“ segir Gunnar og hlær.Stefnir á bardaga í haust Það er komið rúmt ár síðan að Gunnar steig síðast inn í búrið og tapaði fyrir Argentínumanninum Santiagio Ponzinibbio. Hann átti að berjast við Neil Magny í maí en reif liðþófa í annað sinn á ferlinum. Hann er að ná fyrri styrk. „Þetta hefur gengið hrikalega vel, í rauninni vonum framar. Ég er svolítið að miða við að geta keppt í haust og náð einhverjum bardaga. Bara sem fyrst í haust sko,“ segir hann. Gunnar getur ekki byrjað að leita sér að andstæðingi alveg strax. Hann vill geta klárað heila æfingaviku áður en það ferli fer af stað. „Ég get ekki beint byrjað að segja að ég sé klár fyrr en ég get verið í æfingabúðum. Ég er alveg að ná mér heilum. Ég er á því stigi að ég get æft en eftir einn dag af góðum æfingum þá þarf ég vanalega að hvíla í einn til tvo daga. Vonandi verð ég orðinn fínn eftir viku,“ segir Gunnar Nelson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan.
MMA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar Sjá meira