Steinar Berg lagði Bubba og RÚV í meiðyrðamáli Birgir Olgeirsson skrifar 26. júlí 2018 13:16 Steinar Berg stefndi Bubba fyrir meiðyrða í þáttunum um Popp- og rokksögu Íslands. Vísir/GVA/Anton Brink Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tónlistarmanninn Bubba Morthens og Ríkisútvarpið ohf. Til að greiða Steinari Berg Ísleifssyni 250 þúsund krónur í miskabætur vegna meiðyrða. Auk þess þarf Bubbi og RÚV að greiða tvær milljónir í málskostnað. Málið varðaði ummæli Bubba í sjöunda þætti Popps- og rokksögu Íslands þar sem Bubbi sagði um Steinar:„Útgefandinn hann mokgræddi á okkur.“ Voru þessi ummæli dæmd ómerk ásamt eftirfarandi ummælum sem Bubbi lét falla á Facebook 14. mars árið 2016 en þau voru:„Fyrirtækið nýtti sér reynsluleysi okkar og yfirburða stöðu sína þannig var það“„Og þú nýtir þér þekkingarleysi okkar“ Ummæli á samskiptamiðlinum Facebook 15. mars 2016 voru einnig dæmd ómerk:„Niðurstaðan er og verður sú að samningar þínir við Ego og Utangarðsmenn voru gerðir af fyrirtæki með yfirburðaþekkingu á öllum hlutum á meðan við vorum með því miður enga yfirsýn yfir neitt og algerlega blautir á bakvið eyrun. Þú nýttir þér það.“ Þá voru eftirfarandi ummæli á fréttasíðunni mbl.is 17. ágúst 2016 dæmd ómerk: „Hann nýtti sér bágt ástand mitt.“ Ásamt ummælum á fréttasíðunni visir.is 17. ágúst 2016: „Eitt er alveg á hreinu, Steinar Berg græddi á mér og græddi vel á mér. [...] Hann nýtti sér bágt ástand mitt. [...] og hann bara nýtti sér það [...] en hann nýtti sér þetta allt.“ Steinar Berg fór fram á að Bubbi yrði auk þess dæmdur til refsingar en dómurinn féllst ekki á þá kröfu. Bæði Bubbi og RÚV fóru fram á sýknu í málinu. Eins og fyrr segir sneri málið að því að í þættinum Popp- og rokksaga Íslands bar Bubbi upp ásakanir á hendur Steinari. Bubbi sagði í þættinum að meðlimir hljómsveitarinnar Egó, sem Bubbi stofnaði í upphafi níunda áratugarins, hafi farið flatt á viðskiptum sínum við útgáfufyrirtækið Steinar hf. Fyrirtækið hafi í raun grætt óeðlilega mikið á plötum hljómsveitarinnar. Tengdar fréttir Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli "Það er alveg með ólíkindum að RÚV standi fyrir persónulegri aðför að fólki eins og gert er hér, og neiti að hlusta á beiðnir um að ærumeiðandi ummæli séu klippt út.“ 17. ágúst 2016 11:16 Fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna: „Ég hef ekkert slæmt að segja um Steinar Berg“ Danny Pollock ber Steinari Berg vel söguna. 18. ágúst 2016 12:33 Bubbi svarar Steinari fullum hálsi: „Þetta eru hans ær og kýr“ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir Steinar Berg hafa nýtt sér bágt ástand sitt til að hafa af honum fé. 17. ágúst 2016 16:30 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tónlistarmanninn Bubba Morthens og Ríkisútvarpið ohf. Til að greiða Steinari Berg Ísleifssyni 250 þúsund krónur í miskabætur vegna meiðyrða. Auk þess þarf Bubbi og RÚV að greiða tvær milljónir í málskostnað. Málið varðaði ummæli Bubba í sjöunda þætti Popps- og rokksögu Íslands þar sem Bubbi sagði um Steinar:„Útgefandinn hann mokgræddi á okkur.“ Voru þessi ummæli dæmd ómerk ásamt eftirfarandi ummælum sem Bubbi lét falla á Facebook 14. mars árið 2016 en þau voru:„Fyrirtækið nýtti sér reynsluleysi okkar og yfirburða stöðu sína þannig var það“„Og þú nýtir þér þekkingarleysi okkar“ Ummæli á samskiptamiðlinum Facebook 15. mars 2016 voru einnig dæmd ómerk:„Niðurstaðan er og verður sú að samningar þínir við Ego og Utangarðsmenn voru gerðir af fyrirtæki með yfirburðaþekkingu á öllum hlutum á meðan við vorum með því miður enga yfirsýn yfir neitt og algerlega blautir á bakvið eyrun. Þú nýttir þér það.“ Þá voru eftirfarandi ummæli á fréttasíðunni mbl.is 17. ágúst 2016 dæmd ómerk: „Hann nýtti sér bágt ástand mitt.“ Ásamt ummælum á fréttasíðunni visir.is 17. ágúst 2016: „Eitt er alveg á hreinu, Steinar Berg græddi á mér og græddi vel á mér. [...] Hann nýtti sér bágt ástand mitt. [...] og hann bara nýtti sér það [...] en hann nýtti sér þetta allt.“ Steinar Berg fór fram á að Bubbi yrði auk þess dæmdur til refsingar en dómurinn féllst ekki á þá kröfu. Bæði Bubbi og RÚV fóru fram á sýknu í málinu. Eins og fyrr segir sneri málið að því að í þættinum Popp- og rokksaga Íslands bar Bubbi upp ásakanir á hendur Steinari. Bubbi sagði í þættinum að meðlimir hljómsveitarinnar Egó, sem Bubbi stofnaði í upphafi níunda áratugarins, hafi farið flatt á viðskiptum sínum við útgáfufyrirtækið Steinar hf. Fyrirtækið hafi í raun grætt óeðlilega mikið á plötum hljómsveitarinnar.
Tengdar fréttir Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli "Það er alveg með ólíkindum að RÚV standi fyrir persónulegri aðför að fólki eins og gert er hér, og neiti að hlusta á beiðnir um að ærumeiðandi ummæli séu klippt út.“ 17. ágúst 2016 11:16 Fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna: „Ég hef ekkert slæmt að segja um Steinar Berg“ Danny Pollock ber Steinari Berg vel söguna. 18. ágúst 2016 12:33 Bubbi svarar Steinari fullum hálsi: „Þetta eru hans ær og kýr“ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir Steinar Berg hafa nýtt sér bágt ástand sitt til að hafa af honum fé. 17. ágúst 2016 16:30 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli "Það er alveg með ólíkindum að RÚV standi fyrir persónulegri aðför að fólki eins og gert er hér, og neiti að hlusta á beiðnir um að ærumeiðandi ummæli séu klippt út.“ 17. ágúst 2016 11:16
Fyrrum gítarleikari Utangarðsmanna: „Ég hef ekkert slæmt að segja um Steinar Berg“ Danny Pollock ber Steinari Berg vel söguna. 18. ágúst 2016 12:33
Bubbi svarar Steinari fullum hálsi: „Þetta eru hans ær og kýr“ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir Steinar Berg hafa nýtt sér bágt ástand sitt til að hafa af honum fé. 17. ágúst 2016 16:30