Íslenskum fjárhundi bjargað eftir 12 mánuði í búri Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. júlí 2018 08:29 Eigendur Quincy höfðu byggt utan um hann búr þar sem hann hafði hírst nánast alla sína ævi. Aðsend „Hann er ótrúlega elskulegur, hlýðinn og frábær með öðrum hundum. Hann er í raun algjör demantur.“ Svona er íslenska fjárhundinum Quincy lýst sem bjargað var úr búri í kanadísku borginni Surrey á dögunum. Eigendur Quincy, sem er sextán mánaða gamall, höfðu læst hann inni í heimagerðu búri þar sem hundurinn hafði hírst undanfarið ár - án nokkurrar hreyfingar. Það var ekki fyrr en nágrannar höfðu ítrekað kvartað undan gelti hundsins sem aðstæður hans komu í ljós. Það féll svo í skaut dýraverndunarsamtakanna Lower Mainland Humane Society að taka hundinn í fóstur, þar sem Quincy dvelur nú í góðu yfirlæti. Í samtali við Vísi segir starfsmaður samtakana að Quincy spjari sig nokkuð vel þrátt fyrir fyrrnefnda prísund. „Þetta er frábær hundur, eigendurnir áttu hann ekki skilið,“ segir starfsmaðurinn Yuana. Hún útskýrir fyrir blaðamanni að eigendur hundsins hafi ekki viljað hafa hann innandyra og því ákveðið að geyma hann í búrinu - þrátt fyrir að garður þeirra sé girtur af.Þar að auki hafi það verið hlutverk 12 ára dóttur þeirra að fara út að ganga með hundinn. Stúlkan hafi þó áttað sig fljótt á því að Quincy væri of kraftmikill fyrir hana og því hafi hún að endingu hætt að viðra hundinn. Þá tók við 12 mánaða einangrun í búrinu, þangað sem eigendurnir komu aðeins til að gefa hundinum að borða. Í myndbandinu hér að ofan, sem Yuana tók þegar hún sótti Quincy, má enda sjá hvað hundurinn er spenntur að fá einhvern félagsskap. „Hann var svo leiður og einmana,“ segir Yuana. Hún leitar nú að nýjum eigendum fyrir hundinn sem eru tilbúnir til að fara út að ganga með hann reglulega - „og lofa því að loka hann aldrei aftur í búri.“ Hann hafi lítil samskipti haft við önnur dýr og menn og því þurfi að þjálfa hann vel. Þrátt fyrir það segir Yuana að hundurinn sé gæðablóð; einfaldur í umgengni, blíður og gæfur. Hér að neðan má sjá myndbönd af því þegar Quincy hitti aðra hunda sem dýraverndunarsamtökin hafa bjargað á síðustu vikum. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Sjá meira
„Hann er ótrúlega elskulegur, hlýðinn og frábær með öðrum hundum. Hann er í raun algjör demantur.“ Svona er íslenska fjárhundinum Quincy lýst sem bjargað var úr búri í kanadísku borginni Surrey á dögunum. Eigendur Quincy, sem er sextán mánaða gamall, höfðu læst hann inni í heimagerðu búri þar sem hundurinn hafði hírst undanfarið ár - án nokkurrar hreyfingar. Það var ekki fyrr en nágrannar höfðu ítrekað kvartað undan gelti hundsins sem aðstæður hans komu í ljós. Það féll svo í skaut dýraverndunarsamtakanna Lower Mainland Humane Society að taka hundinn í fóstur, þar sem Quincy dvelur nú í góðu yfirlæti. Í samtali við Vísi segir starfsmaður samtakana að Quincy spjari sig nokkuð vel þrátt fyrir fyrrnefnda prísund. „Þetta er frábær hundur, eigendurnir áttu hann ekki skilið,“ segir starfsmaðurinn Yuana. Hún útskýrir fyrir blaðamanni að eigendur hundsins hafi ekki viljað hafa hann innandyra og því ákveðið að geyma hann í búrinu - þrátt fyrir að garður þeirra sé girtur af.Þar að auki hafi það verið hlutverk 12 ára dóttur þeirra að fara út að ganga með hundinn. Stúlkan hafi þó áttað sig fljótt á því að Quincy væri of kraftmikill fyrir hana og því hafi hún að endingu hætt að viðra hundinn. Þá tók við 12 mánaða einangrun í búrinu, þangað sem eigendurnir komu aðeins til að gefa hundinum að borða. Í myndbandinu hér að ofan, sem Yuana tók þegar hún sótti Quincy, má enda sjá hvað hundurinn er spenntur að fá einhvern félagsskap. „Hann var svo leiður og einmana,“ segir Yuana. Hún leitar nú að nýjum eigendum fyrir hundinn sem eru tilbúnir til að fara út að ganga með hann reglulega - „og lofa því að loka hann aldrei aftur í búri.“ Hann hafi lítil samskipti haft við önnur dýr og menn og því þurfi að þjálfa hann vel. Þrátt fyrir það segir Yuana að hundurinn sé gæðablóð; einfaldur í umgengni, blíður og gæfur. Hér að neðan má sjá myndbönd af því þegar Quincy hitti aðra hunda sem dýraverndunarsamtökin hafa bjargað á síðustu vikum.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Sjá meira