Kátt á Klambra verður haldið í þriðja skiptið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júlí 2018 06:00 Um þrjú þúsund mættu á hátíðina í fyrra, stórir sem smáir FRÉTTABLAÐIÐ/LAUFEY Fjölskylduhátíðin Kátt á Klambra fer fram í þriðja skipti um helgina. Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir alla fjölskylduna. Markmið hátíðarinnar er að bjóða fjölskyldum upp á fjölbreytta menningar- og listviðburði á grænu svæði í Reykjavík. Hátíðin er haldin á Klambratúni en á svæðinu verður skiptiaðstaða, svæði þar sem hægt er að gefa brjóst í ró og næði auk allrar þeirrar afþreyingar sem í boði er. „Hugmyndin kom upphaflega frá Jónu Ottesen en þetta var lokaverkefni hennar í námi í hagnýtri menningarmiðlun í Háskóla Íslands. Hún hafði samband við mig árið 2016 og við ýttum þessu úr vör með ómetanlegri aðstoð,“ segir Valdís Helga Þorgeirsdóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar ásamt Hildi Soffíu Vignisdóttur, Ásu Ottesen og Viktoríu Blöndal. Síðan þá hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg. Fyrsta árið mættu um fimmtán hundruð en í fyrra mættu tvöfalt fleiri. Samhliða aukinni aðsókn hefur fjölgað í hópi skipuleggjenda og telja þeir nú um tug.Valdís Helga Þorgeirsdóttir og Jóna Elísabet Ottsen ýttu hátíðinni úr vör fyrir tveimur árum.FRÉTTABLAÐIÐ/LAUFEY„Í ár verða tvö svið, eitt stórt og annað minna. Þá verða ýmsar listasmiðjur fyrir krakka, ljóðaupplestur, leiksýningar og svo mætti lengi telja. Þetta er fyrir fjölskyldur með börn frá núll og upp úr,“ segir Valdís. Meðal þess sem má finna á dagskránni í ár eru tónleikar með Friðriki Dór, JóaPé og Króla og Emmsjé Gauta. Ævar vísindamaður mun lesa upp úr væntanlegri bók sinni og Lalli töframaður lítur við. Þá verður í boði graffitikennsla, barnanudd, sérstakt föndurtjald verður á svæðinu og boðið verður upp á andlitsmálningu fyrir gesti. Upptalningin er ekki tæmandi. „Miðaverði á hátíðina er stillt í hóf og miðar í raun að því að hátíðin komi út á sléttu. Aðgangseyrir fer til að mynda í að tryggja öryggi á svæðinu en ekkert barn fer út af því nema í fylgd með fullorðnum. Þá gefum við fjölskylduhjálp Rauða kross Íslands miða til að útdeila,“ segir Valdís. Herlegheitin hefjast á slaginu 11 á sunnudag og er veðurspáin með betra móti miðað við það sem verið hefur í sumar. Hafi fólk áhuga á að vera sjálfboðaliðar á hátíðinni er hægt að setja sig í samband við skipuleggjendur. „Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Valdís að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira
Fjölskylduhátíðin Kátt á Klambra fer fram í þriðja skipti um helgina. Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir alla fjölskylduna. Markmið hátíðarinnar er að bjóða fjölskyldum upp á fjölbreytta menningar- og listviðburði á grænu svæði í Reykjavík. Hátíðin er haldin á Klambratúni en á svæðinu verður skiptiaðstaða, svæði þar sem hægt er að gefa brjóst í ró og næði auk allrar þeirrar afþreyingar sem í boði er. „Hugmyndin kom upphaflega frá Jónu Ottesen en þetta var lokaverkefni hennar í námi í hagnýtri menningarmiðlun í Háskóla Íslands. Hún hafði samband við mig árið 2016 og við ýttum þessu úr vör með ómetanlegri aðstoð,“ segir Valdís Helga Þorgeirsdóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar ásamt Hildi Soffíu Vignisdóttur, Ásu Ottesen og Viktoríu Blöndal. Síðan þá hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg. Fyrsta árið mættu um fimmtán hundruð en í fyrra mættu tvöfalt fleiri. Samhliða aukinni aðsókn hefur fjölgað í hópi skipuleggjenda og telja þeir nú um tug.Valdís Helga Þorgeirsdóttir og Jóna Elísabet Ottsen ýttu hátíðinni úr vör fyrir tveimur árum.FRÉTTABLAÐIÐ/LAUFEY„Í ár verða tvö svið, eitt stórt og annað minna. Þá verða ýmsar listasmiðjur fyrir krakka, ljóðaupplestur, leiksýningar og svo mætti lengi telja. Þetta er fyrir fjölskyldur með börn frá núll og upp úr,“ segir Valdís. Meðal þess sem má finna á dagskránni í ár eru tónleikar með Friðriki Dór, JóaPé og Króla og Emmsjé Gauta. Ævar vísindamaður mun lesa upp úr væntanlegri bók sinni og Lalli töframaður lítur við. Þá verður í boði graffitikennsla, barnanudd, sérstakt föndurtjald verður á svæðinu og boðið verður upp á andlitsmálningu fyrir gesti. Upptalningin er ekki tæmandi. „Miðaverði á hátíðina er stillt í hóf og miðar í raun að því að hátíðin komi út á sléttu. Aðgangseyrir fer til að mynda í að tryggja öryggi á svæðinu en ekkert barn fer út af því nema í fylgd með fullorðnum. Þá gefum við fjölskylduhjálp Rauða kross Íslands miða til að útdeila,“ segir Valdís. Herlegheitin hefjast á slaginu 11 á sunnudag og er veðurspáin með betra móti miðað við það sem verið hefur í sumar. Hafi fólk áhuga á að vera sjálfboðaliðar á hátíðinni er hægt að setja sig í samband við skipuleggjendur. „Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Valdís að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira