Kátt á Klambra verður haldið í þriðja skiptið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júlí 2018 06:00 Um þrjú þúsund mættu á hátíðina í fyrra, stórir sem smáir FRÉTTABLAÐIÐ/LAUFEY Fjölskylduhátíðin Kátt á Klambra fer fram í þriðja skipti um helgina. Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir alla fjölskylduna. Markmið hátíðarinnar er að bjóða fjölskyldum upp á fjölbreytta menningar- og listviðburði á grænu svæði í Reykjavík. Hátíðin er haldin á Klambratúni en á svæðinu verður skiptiaðstaða, svæði þar sem hægt er að gefa brjóst í ró og næði auk allrar þeirrar afþreyingar sem í boði er. „Hugmyndin kom upphaflega frá Jónu Ottesen en þetta var lokaverkefni hennar í námi í hagnýtri menningarmiðlun í Háskóla Íslands. Hún hafði samband við mig árið 2016 og við ýttum þessu úr vör með ómetanlegri aðstoð,“ segir Valdís Helga Þorgeirsdóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar ásamt Hildi Soffíu Vignisdóttur, Ásu Ottesen og Viktoríu Blöndal. Síðan þá hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg. Fyrsta árið mættu um fimmtán hundruð en í fyrra mættu tvöfalt fleiri. Samhliða aukinni aðsókn hefur fjölgað í hópi skipuleggjenda og telja þeir nú um tug.Valdís Helga Þorgeirsdóttir og Jóna Elísabet Ottsen ýttu hátíðinni úr vör fyrir tveimur árum.FRÉTTABLAÐIÐ/LAUFEY„Í ár verða tvö svið, eitt stórt og annað minna. Þá verða ýmsar listasmiðjur fyrir krakka, ljóðaupplestur, leiksýningar og svo mætti lengi telja. Þetta er fyrir fjölskyldur með börn frá núll og upp úr,“ segir Valdís. Meðal þess sem má finna á dagskránni í ár eru tónleikar með Friðriki Dór, JóaPé og Króla og Emmsjé Gauta. Ævar vísindamaður mun lesa upp úr væntanlegri bók sinni og Lalli töframaður lítur við. Þá verður í boði graffitikennsla, barnanudd, sérstakt föndurtjald verður á svæðinu og boðið verður upp á andlitsmálningu fyrir gesti. Upptalningin er ekki tæmandi. „Miðaverði á hátíðina er stillt í hóf og miðar í raun að því að hátíðin komi út á sléttu. Aðgangseyrir fer til að mynda í að tryggja öryggi á svæðinu en ekkert barn fer út af því nema í fylgd með fullorðnum. Þá gefum við fjölskylduhjálp Rauða kross Íslands miða til að útdeila,“ segir Valdís. Herlegheitin hefjast á slaginu 11 á sunnudag og er veðurspáin með betra móti miðað við það sem verið hefur í sumar. Hafi fólk áhuga á að vera sjálfboðaliðar á hátíðinni er hægt að setja sig í samband við skipuleggjendur. „Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Valdís að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira
Fjölskylduhátíðin Kátt á Klambra fer fram í þriðja skipti um helgina. Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir alla fjölskylduna. Markmið hátíðarinnar er að bjóða fjölskyldum upp á fjölbreytta menningar- og listviðburði á grænu svæði í Reykjavík. Hátíðin er haldin á Klambratúni en á svæðinu verður skiptiaðstaða, svæði þar sem hægt er að gefa brjóst í ró og næði auk allrar þeirrar afþreyingar sem í boði er. „Hugmyndin kom upphaflega frá Jónu Ottesen en þetta var lokaverkefni hennar í námi í hagnýtri menningarmiðlun í Háskóla Íslands. Hún hafði samband við mig árið 2016 og við ýttum þessu úr vör með ómetanlegri aðstoð,“ segir Valdís Helga Þorgeirsdóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar ásamt Hildi Soffíu Vignisdóttur, Ásu Ottesen og Viktoríu Blöndal. Síðan þá hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg. Fyrsta árið mættu um fimmtán hundruð en í fyrra mættu tvöfalt fleiri. Samhliða aukinni aðsókn hefur fjölgað í hópi skipuleggjenda og telja þeir nú um tug.Valdís Helga Þorgeirsdóttir og Jóna Elísabet Ottsen ýttu hátíðinni úr vör fyrir tveimur árum.FRÉTTABLAÐIÐ/LAUFEY„Í ár verða tvö svið, eitt stórt og annað minna. Þá verða ýmsar listasmiðjur fyrir krakka, ljóðaupplestur, leiksýningar og svo mætti lengi telja. Þetta er fyrir fjölskyldur með börn frá núll og upp úr,“ segir Valdís. Meðal þess sem má finna á dagskránni í ár eru tónleikar með Friðriki Dór, JóaPé og Króla og Emmsjé Gauta. Ævar vísindamaður mun lesa upp úr væntanlegri bók sinni og Lalli töframaður lítur við. Þá verður í boði graffitikennsla, barnanudd, sérstakt föndurtjald verður á svæðinu og boðið verður upp á andlitsmálningu fyrir gesti. Upptalningin er ekki tæmandi. „Miðaverði á hátíðina er stillt í hóf og miðar í raun að því að hátíðin komi út á sléttu. Aðgangseyrir fer til að mynda í að tryggja öryggi á svæðinu en ekkert barn fer út af því nema í fylgd með fullorðnum. Þá gefum við fjölskylduhjálp Rauða kross Íslands miða til að útdeila,“ segir Valdís. Herlegheitin hefjast á slaginu 11 á sunnudag og er veðurspáin með betra móti miðað við það sem verið hefur í sumar. Hafi fólk áhuga á að vera sjálfboðaliðar á hátíðinni er hægt að setja sig í samband við skipuleggjendur. „Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Valdís að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira