Bogfrymlarnir sem Sigmundur varaði við geta leitt til áhættusækni og MBA náms Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 25. júlí 2018 19:59 Áhætta. Ný rannsókn alþjóðlegs hóps vísindamanna bendir til þess að tengsl séu á milli bogfrymlasýkingar og áhættusækinnar hegðunar. Þeir sem hafa sýkst af bogfrymlasótt eru líklegri til að nema viðskiptafræði en aðrir og hlutfall smitaðra er hærra meðal fjárfesta og frumkvöðla en almennings. Rannsóknin birtist í vísindaritinu Proceedings of the Royal Society B.Bogfrymill er sníkjudýr sem oftast berst í mannfólk úr köttum og getur verið hættulegt þunguðum konum og fólki með skert ónæmiskerfi. Frumdýrið veldur svonefndir bogfrymlasótt og getur smitið einnig borist úr kjöti, grænmeti, ávöxtum og vatni sem er mengað af eggjum bogfrymilsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, uppskar nokkuð háð þegar hann hafði orð á því í viðtali árið 2014 að bogfrymlasótt gæti borist úr erlendum kjötvörum og breytt hegðunarmynstri Íslendinga. Sagði Sigmundur það rannsóknarefni hvort slíkar sýkingar hafi breytt hegðunarmynstri heilu þjóðanna.Lítil umræða hafði átt sér stað um bogfrymlasótt þegar Sigmundur Davíð tók málið upp í umræðu um kjötinnflutning frá Evrópu.VísirVildi Sigmundur einnig meina að besta leiðin til að forðast smitið væri að borða bara kjöt frá Íslandi, Noregi og Bretlandi þar sem minnst væri um bogfrymlasmit samkvæmt hans heimildum. Málið er raunar töluvert flóknara en svo. Sýkinguna er að finna í um 25% alls mannkyns, nánast öllum köttum og fjölda annarra spendýra. Sjávarspendýr virðast t.d. vera sérstaklega líkleg til að smitast af bogfrymlinum, þar á meðal selir og hvalir. Þá vekur athygli að bogfrymlasmit er nánast óþekkt í nútíma verksmiðjubúskap en lífrænar vörur innihalda mjög oft bogfrymla þar sem þær hafa verið í mun meiri snertingu við náttúruna. Bogfrymla er t.d. mjög oft að finna í jarðvegi. Samkvæmt fyrrnefndri rannsókn virðast breytingar á hegðunarmynstri sem fylgja bogfrymlasmiti leiði til aukinnar þáttöku í viðskiptalífinu. Lengi hefur verið vitað að sýkingin virðist auka áhættusækna hegðun. Flestir finna ekki fyrir neinum einkennum en tölfræðilega virðast hinir sýktu vera 40% líklegri til að læra viðskiptafræði í háskóla en þeir sem eru án bogfrymlasýkingar. Þá voru þeir sýktu allt að 80% líklegri til að stofna eigið fyrirtæki. Höfundar rannsóknarinnar benda á að langflest fyrirtæki fara á hausinn skömmu eftir að þau eru stofnuð og skilja eftir sig skuldahala. Það er því ákaflega áhættusamt að stofna nýtt fyrirtæki og hverfandi líkur á að það endi vel. Því sé sláandi hversu margir með bogfrymlasótt sæki í slíka óvissu og áhættu. Íslendingar geta prísað sig sæla að vera lausir við þessa óværu, enda er óþarfa áhættusækni lítt þekkt vandamál í viðskiptalífinu hér á landi. Þessi áhættusækna hegðun nær lengra og er talin tengjast aukinni slysa- og sjálfsvígshættu. Fylgni er á milli margra geðrænna sjúkdóma og bogfrymlasmits en ekki hefur verið sýnt fram á beint orsakasamband. Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Sjá meira
Ný rannsókn alþjóðlegs hóps vísindamanna bendir til þess að tengsl séu á milli bogfrymlasýkingar og áhættusækinnar hegðunar. Þeir sem hafa sýkst af bogfrymlasótt eru líklegri til að nema viðskiptafræði en aðrir og hlutfall smitaðra er hærra meðal fjárfesta og frumkvöðla en almennings. Rannsóknin birtist í vísindaritinu Proceedings of the Royal Society B.Bogfrymill er sníkjudýr sem oftast berst í mannfólk úr köttum og getur verið hættulegt þunguðum konum og fólki með skert ónæmiskerfi. Frumdýrið veldur svonefndir bogfrymlasótt og getur smitið einnig borist úr kjöti, grænmeti, ávöxtum og vatni sem er mengað af eggjum bogfrymilsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, uppskar nokkuð háð þegar hann hafði orð á því í viðtali árið 2014 að bogfrymlasótt gæti borist úr erlendum kjötvörum og breytt hegðunarmynstri Íslendinga. Sagði Sigmundur það rannsóknarefni hvort slíkar sýkingar hafi breytt hegðunarmynstri heilu þjóðanna.Lítil umræða hafði átt sér stað um bogfrymlasótt þegar Sigmundur Davíð tók málið upp í umræðu um kjötinnflutning frá Evrópu.VísirVildi Sigmundur einnig meina að besta leiðin til að forðast smitið væri að borða bara kjöt frá Íslandi, Noregi og Bretlandi þar sem minnst væri um bogfrymlasmit samkvæmt hans heimildum. Málið er raunar töluvert flóknara en svo. Sýkinguna er að finna í um 25% alls mannkyns, nánast öllum köttum og fjölda annarra spendýra. Sjávarspendýr virðast t.d. vera sérstaklega líkleg til að smitast af bogfrymlinum, þar á meðal selir og hvalir. Þá vekur athygli að bogfrymlasmit er nánast óþekkt í nútíma verksmiðjubúskap en lífrænar vörur innihalda mjög oft bogfrymla þar sem þær hafa verið í mun meiri snertingu við náttúruna. Bogfrymla er t.d. mjög oft að finna í jarðvegi. Samkvæmt fyrrnefndri rannsókn virðast breytingar á hegðunarmynstri sem fylgja bogfrymlasmiti leiði til aukinnar þáttöku í viðskiptalífinu. Lengi hefur verið vitað að sýkingin virðist auka áhættusækna hegðun. Flestir finna ekki fyrir neinum einkennum en tölfræðilega virðast hinir sýktu vera 40% líklegri til að læra viðskiptafræði í háskóla en þeir sem eru án bogfrymlasýkingar. Þá voru þeir sýktu allt að 80% líklegri til að stofna eigið fyrirtæki. Höfundar rannsóknarinnar benda á að langflest fyrirtæki fara á hausinn skömmu eftir að þau eru stofnuð og skilja eftir sig skuldahala. Það er því ákaflega áhættusamt að stofna nýtt fyrirtæki og hverfandi líkur á að það endi vel. Því sé sláandi hversu margir með bogfrymlasótt sæki í slíka óvissu og áhættu. Íslendingar geta prísað sig sæla að vera lausir við þessa óværu, enda er óþarfa áhættusækni lítt þekkt vandamál í viðskiptalífinu hér á landi. Þessi áhættusækna hegðun nær lengra og er talin tengjast aukinni slysa- og sjálfsvígshættu. Fylgni er á milli margra geðrænna sjúkdóma og bogfrymlasmits en ekki hefur verið sýnt fram á beint orsakasamband.
Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Sjá meira