Sagðir hafa skáldað sögu um gullskip til að selja rafmynt Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 25. júlí 2018 17:49 Shinil Group segir að til standi að ná skipinu upp á yfirborðið á næstu mánuðum. Vísri/EPA Margt bendir til þess að brögð hafi verið í tafli þegar fyrirtæki í Suður-Kóreu sagðist hafa fundið skipsflak með allt að 200 tonnum af gulli innanborðs. Fyrirtækið, Shinil Group, segist hafa borið kennsl á flak rússneska beitiskipsins Dmitri Donskoi sem sökk í Japanshaf fyrir rúmri öld. Í tilkynningunni segir að um borð geti verið allt að 200 tonn af gullpeningum. Skipið sé á rúmlega 400 metra dýpi og unnið sé að því að reyna að bjarga farminum. Hann myndi í dag vera metinn á meira en þrettán þúsund milljarða íslenskra króna. Það er um það bil sama upphæð og eignir Jeff Bezos, ríkasta manns heims, eru metnar á. Shinil Group er ekki á hlutabréfamarkaði en á hlut í öðru fyrirtæki, Jeil Steel, sem er skráð í kauphöllinni í Seúl. Eins og gefur að skilja leiddu þessar fréttir til þess að verð hlutabréfanna rauk upp úr öllu valdi í fyrstu. Það er nú hins vegar í frjálsu falli eftir að yfirvöld í Suður-Kóreu hófu rannsókn á því hvort gullfundurinn hafi verið uppspuni til hagnast á hlutabréfaviðskiptum. Fyrir utan hlutabréfin hefur fyrirtækið verið að selja rafmynt sem það setti nýlega á markað. Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn sem þetta sama skip er notað til að vekja áhuga fjárfesta. Árið 2003 sagðist annað fyrirtæki hafa fundið flakið og safnaði töluverðu hlutafé áður en allt rann út í sandinn. Talsmaður Shinil Group hefur boðað til blaðamannafundar á morgun til að hrekja ásakanir gegn fyrirtækinu. Það furðulegasta við þetta mál er að enginn hefur fært sannfærandi rök fyrir því af hverju Rússar ættu að hafa drekkhlaðið beitiskip af gulli rétt fyrir orrustu við japanska sjóherinn. Viðskipti Tengdar fréttir Meintur fundur gullskips veldur usla í Suður-Kóreu Því hefur verið haldið fram að skipið, Dmitrii Donskoi, hafi verið að flytja 200 tonn af gulli þegar það sökk. 20. júlí 2018 19:31 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Margt bendir til þess að brögð hafi verið í tafli þegar fyrirtæki í Suður-Kóreu sagðist hafa fundið skipsflak með allt að 200 tonnum af gulli innanborðs. Fyrirtækið, Shinil Group, segist hafa borið kennsl á flak rússneska beitiskipsins Dmitri Donskoi sem sökk í Japanshaf fyrir rúmri öld. Í tilkynningunni segir að um borð geti verið allt að 200 tonn af gullpeningum. Skipið sé á rúmlega 400 metra dýpi og unnið sé að því að reyna að bjarga farminum. Hann myndi í dag vera metinn á meira en þrettán þúsund milljarða íslenskra króna. Það er um það bil sama upphæð og eignir Jeff Bezos, ríkasta manns heims, eru metnar á. Shinil Group er ekki á hlutabréfamarkaði en á hlut í öðru fyrirtæki, Jeil Steel, sem er skráð í kauphöllinni í Seúl. Eins og gefur að skilja leiddu þessar fréttir til þess að verð hlutabréfanna rauk upp úr öllu valdi í fyrstu. Það er nú hins vegar í frjálsu falli eftir að yfirvöld í Suður-Kóreu hófu rannsókn á því hvort gullfundurinn hafi verið uppspuni til hagnast á hlutabréfaviðskiptum. Fyrir utan hlutabréfin hefur fyrirtækið verið að selja rafmynt sem það setti nýlega á markað. Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn sem þetta sama skip er notað til að vekja áhuga fjárfesta. Árið 2003 sagðist annað fyrirtæki hafa fundið flakið og safnaði töluverðu hlutafé áður en allt rann út í sandinn. Talsmaður Shinil Group hefur boðað til blaðamannafundar á morgun til að hrekja ásakanir gegn fyrirtækinu. Það furðulegasta við þetta mál er að enginn hefur fært sannfærandi rök fyrir því af hverju Rússar ættu að hafa drekkhlaðið beitiskip af gulli rétt fyrir orrustu við japanska sjóherinn.
Viðskipti Tengdar fréttir Meintur fundur gullskips veldur usla í Suður-Kóreu Því hefur verið haldið fram að skipið, Dmitrii Donskoi, hafi verið að flytja 200 tonn af gulli þegar það sökk. 20. júlí 2018 19:31 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Meintur fundur gullskips veldur usla í Suður-Kóreu Því hefur verið haldið fram að skipið, Dmitrii Donskoi, hafi verið að flytja 200 tonn af gulli þegar það sökk. 20. júlí 2018 19:31