Mesti hiti í 262 ár Elín Albertsdóttir skrifar 25. júlí 2018 06:00 Það getur verið erfitt og leiðigjarnt að vera alltaf í mikilli sól og hita. Það hafa Svíar fengið að reyna í sumar með ýmsum slæmum afleiðingum. Vísir/Getty Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. Þessi mánuður stefnir í að vera sá heitasti í meira en 260 ár þar í landi, samkvæmt frétt á vefmiðli Aftonbladet. „Það er óvenjulegt að það sé svona heitt í langan tíma í einu,“ er haft eftir veðurfræðingnum Mikael Sjöstrand. Veðurmælingar hófust árið 1756 en frá þeim tíma hefur aldrei verið jafn heitt í Svíþjóð í júlí í svo langan tíma í einu. Spáð er áframhaldandi hita út mánuðinn. Það er með sanni hægt að segja að hitastig í Svíþjóð sé eins og það gerist best við Miðjarðarhafið. Strax í maí voru sett hitamet í landinu en hann var sá heitasti í meira 100 ár. Þótt notalegt sé að fá sólardaga þá eru flestir Svíar orðnir þreyttir á langvarandi hita og þurrki. Varað er áfram við eldhættu vegna þurrka en skógareldar hafa kviknað víða um landið í kjölfar hitans. Á sumum stöðum á landinu er vatn gengið til þurrðar og það er stranglega bannað að vökva garða eða eyða vatni í óþarfa. Þá er einnig algjört bann við því að grilla úti víða í Svíþjóð og sérstaklega er hættulegt að nota einnota grill. Lögreglan fær tugi símtala á dag þar sem henni er tjáð að fólk sinni ekki banninu og sé úti að grilla. Hitinn fer yfir þrjátíu gráður á allnokkrum stöðum í Svíþjóð á næstu dögum og hefur fólk verið hvatt til að halda sig innandyra meðan mesti hitinn gengur yfir. Sérstaklega er varað við að hitinn geti verið hættulegur ungum börnum, sjúklingum og eldra fólki. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Norðurlönd Veður Tengdar fréttir Skógareldar um alla Svíþjóð Skeytingarleysi, hitabylgja og þurrkar valda umfangsmiklum skógareldum sem geisa um nærri gjörvalla Svíþjóð. Ástandið þykir einna verst í Dölunum, Jämtlands- og Gävleborgarlénum. Ítalskar vélar börðust við elda í gær en Svíar biðja um meiri hjálp. Frakkar svara kallinu og senda tvær flugvélar til Svíþjóðar í dag. 19. júlí 2018 08:15 Íslendingur í Svíþjóð segir eldana úr böndunum Pólverjar senda 44 slökkviliðsbíla á vettvang til aðstoðar 21. júlí 2018 20:40 Hitamet slegin og skógareldar geisa Hitabylgja gengur um Kaliforníu og í kjölfar hennar geisa skógareldar um suðurpart ríkisins. 7. júlí 2018 14:02 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. Þessi mánuður stefnir í að vera sá heitasti í meira en 260 ár þar í landi, samkvæmt frétt á vefmiðli Aftonbladet. „Það er óvenjulegt að það sé svona heitt í langan tíma í einu,“ er haft eftir veðurfræðingnum Mikael Sjöstrand. Veðurmælingar hófust árið 1756 en frá þeim tíma hefur aldrei verið jafn heitt í Svíþjóð í júlí í svo langan tíma í einu. Spáð er áframhaldandi hita út mánuðinn. Það er með sanni hægt að segja að hitastig í Svíþjóð sé eins og það gerist best við Miðjarðarhafið. Strax í maí voru sett hitamet í landinu en hann var sá heitasti í meira 100 ár. Þótt notalegt sé að fá sólardaga þá eru flestir Svíar orðnir þreyttir á langvarandi hita og þurrki. Varað er áfram við eldhættu vegna þurrka en skógareldar hafa kviknað víða um landið í kjölfar hitans. Á sumum stöðum á landinu er vatn gengið til þurrðar og það er stranglega bannað að vökva garða eða eyða vatni í óþarfa. Þá er einnig algjört bann við því að grilla úti víða í Svíþjóð og sérstaklega er hættulegt að nota einnota grill. Lögreglan fær tugi símtala á dag þar sem henni er tjáð að fólk sinni ekki banninu og sé úti að grilla. Hitinn fer yfir þrjátíu gráður á allnokkrum stöðum í Svíþjóð á næstu dögum og hefur fólk verið hvatt til að halda sig innandyra meðan mesti hitinn gengur yfir. Sérstaklega er varað við að hitinn geti verið hættulegur ungum börnum, sjúklingum og eldra fólki.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Norðurlönd Veður Tengdar fréttir Skógareldar um alla Svíþjóð Skeytingarleysi, hitabylgja og þurrkar valda umfangsmiklum skógareldum sem geisa um nærri gjörvalla Svíþjóð. Ástandið þykir einna verst í Dölunum, Jämtlands- og Gävleborgarlénum. Ítalskar vélar börðust við elda í gær en Svíar biðja um meiri hjálp. Frakkar svara kallinu og senda tvær flugvélar til Svíþjóðar í dag. 19. júlí 2018 08:15 Íslendingur í Svíþjóð segir eldana úr böndunum Pólverjar senda 44 slökkviliðsbíla á vettvang til aðstoðar 21. júlí 2018 20:40 Hitamet slegin og skógareldar geisa Hitabylgja gengur um Kaliforníu og í kjölfar hennar geisa skógareldar um suðurpart ríkisins. 7. júlí 2018 14:02 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Skógareldar um alla Svíþjóð Skeytingarleysi, hitabylgja og þurrkar valda umfangsmiklum skógareldum sem geisa um nærri gjörvalla Svíþjóð. Ástandið þykir einna verst í Dölunum, Jämtlands- og Gävleborgarlénum. Ítalskar vélar börðust við elda í gær en Svíar biðja um meiri hjálp. Frakkar svara kallinu og senda tvær flugvélar til Svíþjóðar í dag. 19. júlí 2018 08:15
Íslendingur í Svíþjóð segir eldana úr böndunum Pólverjar senda 44 slökkviliðsbíla á vettvang til aðstoðar 21. júlí 2018 20:40
Hitamet slegin og skógareldar geisa Hitabylgja gengur um Kaliforníu og í kjölfar hennar geisa skógareldar um suðurpart ríkisins. 7. júlí 2018 14:02