Íbúar mála heilu línuna sjálfir gangi Vegagerðin ekki í verkið Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júlí 2018 23:19 Fulltrúar bæjaryfirvalda og Vegagerðarinnar voru viðstaddir fundinn við Suðurá í Mosfellsdal í dag. Vísir/Einar Árnason Íbúar í Mosfellsdal segjast „tilbúnir með málningarrúlluna“ til að mála heila línu á hættulegan vegkafla á Þingvallavegi, gangi Vegagerðin ekki í málið eins fljótt og auðið er. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Víghóls, samtaka íbúa í Mosfellsdal, í kjölfar íbúafundar sem haldinn var í kvöld. Fundurinn var haldinn að beiðni íbúa í dalnum sem ítrekað hafa biðlað til yfirvalda um bætt umferðaröryggi á Þingvallavegi. Hefur mikið verið fjallað um málið síðustu daga vegna banaslyss sem varð á veginum á laugardag vegna framúraksturs. Í gær var svo greint frá því að Vegagerðin hygðist banna framúrakstur á vegkaflanum.Sjá einnig: Nýtt framúrakstursbann Vegagerðarinnar á Þingvallavegi „fagnaðarefni“ Sú var einmitt fyrsta krafa íbúa í Mosfellsdal sem lögð var fram á fundinum. Krafan lýtur að því að málaðar verði heilar línur á veginn og framúrakstur þannig bannaður. Í ályktun kemur fram að Vegagerðin hafi samþykkt að framkvæma það eins fljótt og auðið er. „Ef það bregst eru íbúar tilbúnir með málningarrúlluna og munu ganga í verkið sjálfir,“ segir enn fremur í ályktun.Nokkuð fjölmennt var á fundinum í dag enda brennur málið á íbúum Mosfellsdals.Vísir/Einar ÁRNASONÞá verða kantlínur sem banna stöðvun bifreiða í vegbrún málaðar fyrir haustið og Vegagerðin hefur einnig samþykkt að hefja undirbúningsvinnu um uppsetningu þéttbýlishliða beggja vegna Mosfellsdals. Einnig voru settar fram kröfur um að hraðamyndavélar yrðu settar strax upp og tók bæjarstjóri Mosfellsbæjar vel í það, að því er fram kemur í ályktun, en þær þyrftu þá að vera settar upp í samstarfi við lögreglu, Vegagerðina og umferðaröryggisráð. Þá var rætt að setja upp stöðvunarskyldu við alla afleggjara á Þingvallavegi auk þess sem háværar raddir lögðu til að hámarkshraði yrði lækkaður niður í 50 km/klst. Að auki liggur fyrir krafa íbúasamtakanna um nýjan veg til Þingvalla sem lagður yrði frá Nesjavallavegi að Kjósarskarði. Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30 Nýtt framúrakstursbann Vegagerðarinnar á Þingvallavegi „fagnaðarefni“ Forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ fagnar því að Vegagerðin skuli hafa ákveðið að banna framúrakstur á hættulegum kafla Þingvallavegar. 23. júlí 2018 22:08 Nafn konunnar sem lést á Þingvallavegi Var búsett í Reykjavík. 23. júlí 2018 14:48 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Íbúar í Mosfellsdal segjast „tilbúnir með málningarrúlluna“ til að mála heila línu á hættulegan vegkafla á Þingvallavegi, gangi Vegagerðin ekki í málið eins fljótt og auðið er. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Víghóls, samtaka íbúa í Mosfellsdal, í kjölfar íbúafundar sem haldinn var í kvöld. Fundurinn var haldinn að beiðni íbúa í dalnum sem ítrekað hafa biðlað til yfirvalda um bætt umferðaröryggi á Þingvallavegi. Hefur mikið verið fjallað um málið síðustu daga vegna banaslyss sem varð á veginum á laugardag vegna framúraksturs. Í gær var svo greint frá því að Vegagerðin hygðist banna framúrakstur á vegkaflanum.Sjá einnig: Nýtt framúrakstursbann Vegagerðarinnar á Þingvallavegi „fagnaðarefni“ Sú var einmitt fyrsta krafa íbúa í Mosfellsdal sem lögð var fram á fundinum. Krafan lýtur að því að málaðar verði heilar línur á veginn og framúrakstur þannig bannaður. Í ályktun kemur fram að Vegagerðin hafi samþykkt að framkvæma það eins fljótt og auðið er. „Ef það bregst eru íbúar tilbúnir með málningarrúlluna og munu ganga í verkið sjálfir,“ segir enn fremur í ályktun.Nokkuð fjölmennt var á fundinum í dag enda brennur málið á íbúum Mosfellsdals.Vísir/Einar ÁRNASONÞá verða kantlínur sem banna stöðvun bifreiða í vegbrún málaðar fyrir haustið og Vegagerðin hefur einnig samþykkt að hefja undirbúningsvinnu um uppsetningu þéttbýlishliða beggja vegna Mosfellsdals. Einnig voru settar fram kröfur um að hraðamyndavélar yrðu settar strax upp og tók bæjarstjóri Mosfellsbæjar vel í það, að því er fram kemur í ályktun, en þær þyrftu þá að vera settar upp í samstarfi við lögreglu, Vegagerðina og umferðaröryggisráð. Þá var rætt að setja upp stöðvunarskyldu við alla afleggjara á Þingvallavegi auk þess sem háværar raddir lögðu til að hámarkshraði yrði lækkaður niður í 50 km/klst. Að auki liggur fyrir krafa íbúasamtakanna um nýjan veg til Þingvalla sem lagður yrði frá Nesjavallavegi að Kjósarskarði.
Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30 Nýtt framúrakstursbann Vegagerðarinnar á Þingvallavegi „fagnaðarefni“ Forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ fagnar því að Vegagerðin skuli hafa ákveðið að banna framúrakstur á hættulegum kafla Þingvallavegar. 23. júlí 2018 22:08 Nafn konunnar sem lést á Þingvallavegi Var búsett í Reykjavík. 23. júlí 2018 14:48 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30
Nýtt framúrakstursbann Vegagerðarinnar á Þingvallavegi „fagnaðarefni“ Forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ fagnar því að Vegagerðin skuli hafa ákveðið að banna framúrakstur á hættulegum kafla Þingvallavegar. 23. júlí 2018 22:08