Húsið við Stigahlíð tómt í lok vikunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júlí 2018 19:30 Húsið við Stigahlíð, sem Reykjavíkurborg notar sem tímabundið búsetuúrræði fyrir hælisleitendur, verður orðið tómt við lok þessarar viku. Síðan í desember hefur lögregla þrettán sinnum, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar, þurft að hafa afskipti af íbúum hússins. Í húsinu hafa búið allt að 16 hælisleitendur í einu en Reykjavíkurborg hefur verið með húsið á leigu síðan 2015. Dæmi er um að í húsinu hafi dvalið einstaklingar sem hafa sætt farbanni og verið undir rafrænu eftirliti og beiðið dóms. Í fréttum Stöðvar 2 í júní lýstu íbúar í Stigahlíð áhyggjum sínum af aðbúnaði íbúa hússins og öryggi í hverfinu.Allt að sextán einstaklingar hafa dvalið í húsinu í senn sem Reykjavíkurborg er með á leigu.Vísir/BöddiSamkvæmt samningi við Útlendingastofnun sinnir Reykjavíkurborg um 200 hælisleitendum sem koma til landsins og hefur borgin nýtt umrætt húsnæði sem búsetuúrræði fyrir einstaklinga úr þeim hópi að sögn Sigþrúðar Erlu Arnarsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum. „Þetta náttúrlega er alltaf viðkvæmur málaflokkur. Við erum að fá fólk alls staðar að úr heiminum og í mismunandi ástandi og mismunandi bakrunn og við þurfum að bregðast við í hvert sinn á hverjum stað fyrir sig,“ segir Sigþrúður. „Við höfðum reglubundið eftirlit þannig að við gerðum samning líka við öryggismiðstöð um það að koma inn í húsnæðið þegar það voru ekki starfsmenn að koma héðan þannig að það voru innlit þarna nokkrum sinnum á dag.” Að sögn Sigþrúðar hefur borgin leitast við að eiga í góðu sambandi við íbúa en leigusamningi sem rennur út um áramótin verður ekki framlengt. „Við höfum ákveðið sem sagt að breyta þessu úrræði og færa okkur um set,“ segir Sigþrúður. „Þessa stundina eru fjórir í húsinu og við áætlum að það verði orðið tómt núna í lok vikunnar.“ Hælisleitendur Tengdar fréttir Dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðunum Samtök sem vilja sameina öll Norðurlöndin dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðahverfi í dag. 9. júlí 2018 23:15 Sérsveitin kölluð út í Stigahlíð Íbúar sem búa í námunda við einbýlishúsið, sem lögregla á að hafa ráðist inn í, greina frá því sem fyrir augu bar í gærkvöldi. Einn íbúanna sagði fréttamanni frá því að í lögregluaðgerðinni hefðu tveir menn verið handteknir úti á miðri götu. 19. júní 2018 11:56 Hælisleitendur fara úr Stigahlíð um áramótin Leigusamningur um húsnæði í Stigahlíð fyrir hælisleitendur rennur út um áramótin og mun Reykjavíkurborg ekki endurnýja samninginn þar sem illa hefur gefist að búa vel um svo marga í einu húsnæði. Lögregla var kölluð til í nótt þegar íbúi leitaði blóðugur til nágranna eftir hjálp vegna átaka. 30. júní 2018 12:30 Tveir leituðu á slysadeild eftir átökin í Stigahlíð Um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. júní 2018 07:30 Íbúar í Stigahlíð áhyggjufullir yfir aðbúnaði í húsi fyrir hælisleitendur Lögreglan hefur á undanförnum mánuðum þurft ítrekað að hafa afskipti af íbúum í húsi við Stigahlíð, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar. Í húsinu búa á annan tug hælisleitenda en íbúar í Stigahlíð hafa áhyggjur af aðbúnaði þeirra og öryggi í hverfinu. 19. júní 2018 19:45 Sjúkrabíll og lögregla send á vettvang vegna atviks í húsi við Stigahlíð Nágrannar kölluðu til lögreglu eftir að blóðugur maður hafi bankað upp á. 29. júní 2018 22:30 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Húsið við Stigahlíð, sem Reykjavíkurborg notar sem tímabundið búsetuúrræði fyrir hælisleitendur, verður orðið tómt við lok þessarar viku. Síðan í desember hefur lögregla þrettán sinnum, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar, þurft að hafa afskipti af íbúum hússins. Í húsinu hafa búið allt að 16 hælisleitendur í einu en Reykjavíkurborg hefur verið með húsið á leigu síðan 2015. Dæmi er um að í húsinu hafi dvalið einstaklingar sem hafa sætt farbanni og verið undir rafrænu eftirliti og beiðið dóms. Í fréttum Stöðvar 2 í júní lýstu íbúar í Stigahlíð áhyggjum sínum af aðbúnaði íbúa hússins og öryggi í hverfinu.Allt að sextán einstaklingar hafa dvalið í húsinu í senn sem Reykjavíkurborg er með á leigu.Vísir/BöddiSamkvæmt samningi við Útlendingastofnun sinnir Reykjavíkurborg um 200 hælisleitendum sem koma til landsins og hefur borgin nýtt umrætt húsnæði sem búsetuúrræði fyrir einstaklinga úr þeim hópi að sögn Sigþrúðar Erlu Arnarsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum. „Þetta náttúrlega er alltaf viðkvæmur málaflokkur. Við erum að fá fólk alls staðar að úr heiminum og í mismunandi ástandi og mismunandi bakrunn og við þurfum að bregðast við í hvert sinn á hverjum stað fyrir sig,“ segir Sigþrúður. „Við höfðum reglubundið eftirlit þannig að við gerðum samning líka við öryggismiðstöð um það að koma inn í húsnæðið þegar það voru ekki starfsmenn að koma héðan þannig að það voru innlit þarna nokkrum sinnum á dag.” Að sögn Sigþrúðar hefur borgin leitast við að eiga í góðu sambandi við íbúa en leigusamningi sem rennur út um áramótin verður ekki framlengt. „Við höfum ákveðið sem sagt að breyta þessu úrræði og færa okkur um set,“ segir Sigþrúður. „Þessa stundina eru fjórir í húsinu og við áætlum að það verði orðið tómt núna í lok vikunnar.“
Hælisleitendur Tengdar fréttir Dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðunum Samtök sem vilja sameina öll Norðurlöndin dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðahverfi í dag. 9. júlí 2018 23:15 Sérsveitin kölluð út í Stigahlíð Íbúar sem búa í námunda við einbýlishúsið, sem lögregla á að hafa ráðist inn í, greina frá því sem fyrir augu bar í gærkvöldi. Einn íbúanna sagði fréttamanni frá því að í lögregluaðgerðinni hefðu tveir menn verið handteknir úti á miðri götu. 19. júní 2018 11:56 Hælisleitendur fara úr Stigahlíð um áramótin Leigusamningur um húsnæði í Stigahlíð fyrir hælisleitendur rennur út um áramótin og mun Reykjavíkurborg ekki endurnýja samninginn þar sem illa hefur gefist að búa vel um svo marga í einu húsnæði. Lögregla var kölluð til í nótt þegar íbúi leitaði blóðugur til nágranna eftir hjálp vegna átaka. 30. júní 2018 12:30 Tveir leituðu á slysadeild eftir átökin í Stigahlíð Um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. júní 2018 07:30 Íbúar í Stigahlíð áhyggjufullir yfir aðbúnaði í húsi fyrir hælisleitendur Lögreglan hefur á undanförnum mánuðum þurft ítrekað að hafa afskipti af íbúum í húsi við Stigahlíð, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar. Í húsinu búa á annan tug hælisleitenda en íbúar í Stigahlíð hafa áhyggjur af aðbúnaði þeirra og öryggi í hverfinu. 19. júní 2018 19:45 Sjúkrabíll og lögregla send á vettvang vegna atviks í húsi við Stigahlíð Nágrannar kölluðu til lögreglu eftir að blóðugur maður hafi bankað upp á. 29. júní 2018 22:30 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðunum Samtök sem vilja sameina öll Norðurlöndin dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðahverfi í dag. 9. júlí 2018 23:15
Sérsveitin kölluð út í Stigahlíð Íbúar sem búa í námunda við einbýlishúsið, sem lögregla á að hafa ráðist inn í, greina frá því sem fyrir augu bar í gærkvöldi. Einn íbúanna sagði fréttamanni frá því að í lögregluaðgerðinni hefðu tveir menn verið handteknir úti á miðri götu. 19. júní 2018 11:56
Hælisleitendur fara úr Stigahlíð um áramótin Leigusamningur um húsnæði í Stigahlíð fyrir hælisleitendur rennur út um áramótin og mun Reykjavíkurborg ekki endurnýja samninginn þar sem illa hefur gefist að búa vel um svo marga í einu húsnæði. Lögregla var kölluð til í nótt þegar íbúi leitaði blóðugur til nágranna eftir hjálp vegna átaka. 30. júní 2018 12:30
Tveir leituðu á slysadeild eftir átökin í Stigahlíð Um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. júní 2018 07:30
Íbúar í Stigahlíð áhyggjufullir yfir aðbúnaði í húsi fyrir hælisleitendur Lögreglan hefur á undanförnum mánuðum þurft ítrekað að hafa afskipti af íbúum í húsi við Stigahlíð, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar. Í húsinu búa á annan tug hælisleitenda en íbúar í Stigahlíð hafa áhyggjur af aðbúnaði þeirra og öryggi í hverfinu. 19. júní 2018 19:45
Sjúkrabíll og lögregla send á vettvang vegna atviks í húsi við Stigahlíð Nágrannar kölluðu til lögreglu eftir að blóðugur maður hafi bankað upp á. 29. júní 2018 22:30