„Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2018 15:09 Blendnar tilfinningar bærast um í brjósti fórnarlambs eiturefnaárásar. Vísir/getty Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, segir að það séu margvíslegar tilfinningar sem bærast um innra með honum eftir að hafa lifað eitrunina af. Hann hafi komist að því, þegar hann komst loks til meðvitundar, að vinkona hans, Dawn Sturgess, hefði ekki verið jafn lánsöm og hann en Sturgess lést sunnudaginn 8. júlí af völdum taugaeitursins að því er BBC greinir frá. Rowley og Sturgess fundust meðvitundarlaus að heimili Rowleys í Amesbury eftir að hafa komist í snertingu við eitrið. Rowley komst loks til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeild í Salisbury í rúmar tvær vikur.Dawn Sturgess lést vegna taugaeitursins Novichok.FacebookÍ samtali við götublaðið The Sun segist Rowley hafa fundið ilmvatnsflösku sem hann hafi í kjölfarið fengið Sturgess að gjöf. „Ég er miður mín yfir því sem kom fyrir hana. Þetta er bæði sláandi og hræðilegt,“ segir Rowley sem var enn á lyfjum þegar honum bárust þær fregnir að Sturgess væri látin. „Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta,“ segir Rowley sem í viðtalinu vottar fjölskyldu Sturgess samúð sína. Rowley lýsir tilfinningum sínum fyrir blaðamanni. Þakklæti og sorg togist á innra með honum, annars vegar sé hann þakklátur fyrir að hafa lifað af en hins vegar sé hann miður sín vegna missisins. Matthew Rowley, bróðir, Charlie Rowleys, segir að það sé erfitt að tala við hann því hann þjáist enn af miklu minnisleysi. „Hann hefur ekkert opnað sig við mig um Dawn og ég veigra mér við að spyrja hann nánar út í það því ég er að reyna að kæta hann. Ég vil ekki valda honum þjáningum.“ Hryðjuverkadeild lögreglunnar á Bretlandi rannsakar nú hvort það séu tengsl á milli eitrunarinnar sem Rowley og Sturgess urðu fyrir og taugaefnaárásarinnar á Skripal-feðginin. Fyrrverandi njósnarinn Sergei Skripal og dóttir hans Júlía urðu fyrir Novichok eitrun í mars á þessu ári. Bresk yfirvöld hafa kennt Rússum um eitrunina en Vladimir Pútín hefur frá upphafi neitað allri sök og heldur því staðfastlega fram að fráleitt sé að yfirvöld í Rússlandi hafi komið nálægt eitrunartilburðum. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal. 19. júlí 2018 06:30 Annað fórnarlamb taugaeitursins látið Dawn Sturgess sem varð fyrir taugaeitrinu Novichok í lok júní mánaðar er látin. 8. júlí 2018 21:08 Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. 17. júlí 2018 06:52 Kominn til meðvitundar eftir taugaeitrun Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, er kominn til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeildinni á Spítala í Salisbury á Bretlandi frá 30. júní. 10. júlí 2018 19:54 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, segir að það séu margvíslegar tilfinningar sem bærast um innra með honum eftir að hafa lifað eitrunina af. Hann hafi komist að því, þegar hann komst loks til meðvitundar, að vinkona hans, Dawn Sturgess, hefði ekki verið jafn lánsöm og hann en Sturgess lést sunnudaginn 8. júlí af völdum taugaeitursins að því er BBC greinir frá. Rowley og Sturgess fundust meðvitundarlaus að heimili Rowleys í Amesbury eftir að hafa komist í snertingu við eitrið. Rowley komst loks til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeild í Salisbury í rúmar tvær vikur.Dawn Sturgess lést vegna taugaeitursins Novichok.FacebookÍ samtali við götublaðið The Sun segist Rowley hafa fundið ilmvatnsflösku sem hann hafi í kjölfarið fengið Sturgess að gjöf. „Ég er miður mín yfir því sem kom fyrir hana. Þetta er bæði sláandi og hræðilegt,“ segir Rowley sem var enn á lyfjum þegar honum bárust þær fregnir að Sturgess væri látin. „Ég er ekki viss um að ég komist nokkurn tíma yfir þetta,“ segir Rowley sem í viðtalinu vottar fjölskyldu Sturgess samúð sína. Rowley lýsir tilfinningum sínum fyrir blaðamanni. Þakklæti og sorg togist á innra með honum, annars vegar sé hann þakklátur fyrir að hafa lifað af en hins vegar sé hann miður sín vegna missisins. Matthew Rowley, bróðir, Charlie Rowleys, segir að það sé erfitt að tala við hann því hann þjáist enn af miklu minnisleysi. „Hann hefur ekkert opnað sig við mig um Dawn og ég veigra mér við að spyrja hann nánar út í það því ég er að reyna að kæta hann. Ég vil ekki valda honum þjáningum.“ Hryðjuverkadeild lögreglunnar á Bretlandi rannsakar nú hvort það séu tengsl á milli eitrunarinnar sem Rowley og Sturgess urðu fyrir og taugaefnaárásarinnar á Skripal-feðginin. Fyrrverandi njósnarinn Sergei Skripal og dóttir hans Júlía urðu fyrir Novichok eitrun í mars á þessu ári. Bresk yfirvöld hafa kennt Rússum um eitrunina en Vladimir Pútín hefur frá upphafi neitað allri sök og heldur því staðfastlega fram að fráleitt sé að yfirvöld í Rússlandi hafi komið nálægt eitrunartilburðum.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal. 19. júlí 2018 06:30 Annað fórnarlamb taugaeitursins látið Dawn Sturgess sem varð fyrir taugaeitrinu Novichok í lok júní mánaðar er látin. 8. júlí 2018 21:08 Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. 17. júlí 2018 06:52 Kominn til meðvitundar eftir taugaeitrun Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, er kominn til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeildinni á Spítala í Salisbury á Bretlandi frá 30. júní. 10. júlí 2018 19:54 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal. 19. júlí 2018 06:30
Annað fórnarlamb taugaeitursins látið Dawn Sturgess sem varð fyrir taugaeitrinu Novichok í lok júní mánaðar er látin. 8. júlí 2018 21:08
Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. 17. júlí 2018 06:52
Kominn til meðvitundar eftir taugaeitrun Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, er kominn til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeildinni á Spítala í Salisbury á Bretlandi frá 30. júní. 10. júlí 2018 19:54