Rekstrarstjóri lítur atvikið alvarlegum augum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2018 14:25 Á mynd sést pressugámur á borð við þann sem hinn 15 ára starfsmaðurinn lenti í. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Anton Brink „Við tökum þessum tilmælum og lítum þetta atvik alvarlegum augum og bregðumst við í samræmi við það,“ segir Helgi Pálsson, rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands ehf., um eftirlitsskýrslu Vinnueftirlitsins en stofnunin fer fram á umbætur á aðbúnaði starfsfólks. Vinnueftirlitið heimsótti starfsstöðvar Gámaþjónustu Norðurlands í gær vegna þess að fótur 15 ára unglings festist í pressugámi þegar hann var að störfum fyrir helgi. Eftir að hafa gaumgæft aðstæður krefst Vinnueftirlitið úrbóta af hálfu fyrirtækisins. „Þetta er í raun yfirsjón hans og hann metur kannski ekki hættuna eins og vera skyldi og fer þarna ofan í [pressugáminn] til þess að ýta á eftir ruslinu ofan í pressuhólfið og á meðan er pressan í gangi. Þá nær hann að klemma fótinn á milli,“ segir Helgi um tildrög slyssins. Drengurinn marðist á fæti og er skelkaður eftir atvikið. Hann er ekki kominn til vinnu en þegar hann snýr aftur til starfa verður hann settur í önnur störf hjá Gámaþjónustunni.Yfirsjón og mistök í skipulagi Helgi talar um yfirsjón og mistök í skipulagi af hálfu yfirmanna þegar hann er inntur eftir viðbrögðum. Hann segir að alla jafna séu tveir starfsmenn á gámasvæðinu á opnunartíma og að minnsta kosti annar þeirra þurfi að vera eldri en 18 ára. „Í þessu tilfelli eru þeir báðir of ungir en alla jafna er þarna eldri starfsmaður ásamt þá stundum einhverjum yngri. Það er í sjálfu sér í lagi á meðan sá eldri hefur burði til þess að hafa mannaforráð og stýra þeim yngri.“ Það hafi verið yfirsjón og mistök í skipulagi sem hafi orðið til þess að báðir starfsmennirnir hafi verið yngri en 18 ára á föstudagsvaktinni.Krafist úrbóta Í eftirlitsskýrslu Vinnueftirlitsins er farið fram á útbætur af hálfu Gámaþjónustunnar. Annars vegar er farið fram á að Gámaþjónustan endurskoði áhættumat fyrir vinnu á gámasvæðinu, vinnu við pressugáma og vinnu barna og unglinga og hins vegar er vinna barna og unglinga undir 18 ára við pressugáma og önnur hættuleg tæki bönnuð. „Vinna barna og unglinga við gámasvæði Akureyringa við Réttarhvamm er bönnuð nema þau starfi með fullorðnum eða þeim sem náð hefur 18 ára aldri,“ segir í skýrslunni. Aðspurður segir Helgi að hann velti því fyrir sér hvort nægjanlega vel hefði verið staðið að kynningu á þessum þáttum fyrir starfsmönnum. „Við erum strax byrjuð að taka á því,“ bætir Helgi við.Lögreglan með málið í skoðun Jónas Halldór Sigurðsson, staðgengill yfirmanns rannsóknardeildar Lögreglunnar á Norðurlandi eystra, segir að málið sé í skoðun en að kæra hafi ekki borist lögreglu með formlegum hætti. Tengdar fréttir Fimmtán ára lenti í pressugámi við ólöglega vinnu hjá Gámaþjónustu Norðurlands Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu barna og unglinga við gámasvæði fyrirtækisins Gámaþjónustu Norðurlands ehf. 23. júlí 2018 18:54 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
„Við tökum þessum tilmælum og lítum þetta atvik alvarlegum augum og bregðumst við í samræmi við það,“ segir Helgi Pálsson, rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands ehf., um eftirlitsskýrslu Vinnueftirlitsins en stofnunin fer fram á umbætur á aðbúnaði starfsfólks. Vinnueftirlitið heimsótti starfsstöðvar Gámaþjónustu Norðurlands í gær vegna þess að fótur 15 ára unglings festist í pressugámi þegar hann var að störfum fyrir helgi. Eftir að hafa gaumgæft aðstæður krefst Vinnueftirlitið úrbóta af hálfu fyrirtækisins. „Þetta er í raun yfirsjón hans og hann metur kannski ekki hættuna eins og vera skyldi og fer þarna ofan í [pressugáminn] til þess að ýta á eftir ruslinu ofan í pressuhólfið og á meðan er pressan í gangi. Þá nær hann að klemma fótinn á milli,“ segir Helgi um tildrög slyssins. Drengurinn marðist á fæti og er skelkaður eftir atvikið. Hann er ekki kominn til vinnu en þegar hann snýr aftur til starfa verður hann settur í önnur störf hjá Gámaþjónustunni.Yfirsjón og mistök í skipulagi Helgi talar um yfirsjón og mistök í skipulagi af hálfu yfirmanna þegar hann er inntur eftir viðbrögðum. Hann segir að alla jafna séu tveir starfsmenn á gámasvæðinu á opnunartíma og að minnsta kosti annar þeirra þurfi að vera eldri en 18 ára. „Í þessu tilfelli eru þeir báðir of ungir en alla jafna er þarna eldri starfsmaður ásamt þá stundum einhverjum yngri. Það er í sjálfu sér í lagi á meðan sá eldri hefur burði til þess að hafa mannaforráð og stýra þeim yngri.“ Það hafi verið yfirsjón og mistök í skipulagi sem hafi orðið til þess að báðir starfsmennirnir hafi verið yngri en 18 ára á föstudagsvaktinni.Krafist úrbóta Í eftirlitsskýrslu Vinnueftirlitsins er farið fram á útbætur af hálfu Gámaþjónustunnar. Annars vegar er farið fram á að Gámaþjónustan endurskoði áhættumat fyrir vinnu á gámasvæðinu, vinnu við pressugáma og vinnu barna og unglinga og hins vegar er vinna barna og unglinga undir 18 ára við pressugáma og önnur hættuleg tæki bönnuð. „Vinna barna og unglinga við gámasvæði Akureyringa við Réttarhvamm er bönnuð nema þau starfi með fullorðnum eða þeim sem náð hefur 18 ára aldri,“ segir í skýrslunni. Aðspurður segir Helgi að hann velti því fyrir sér hvort nægjanlega vel hefði verið staðið að kynningu á þessum þáttum fyrir starfsmönnum. „Við erum strax byrjuð að taka á því,“ bætir Helgi við.Lögreglan með málið í skoðun Jónas Halldór Sigurðsson, staðgengill yfirmanns rannsóknardeildar Lögreglunnar á Norðurlandi eystra, segir að málið sé í skoðun en að kæra hafi ekki borist lögreglu með formlegum hætti.
Tengdar fréttir Fimmtán ára lenti í pressugámi við ólöglega vinnu hjá Gámaþjónustu Norðurlands Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu barna og unglinga við gámasvæði fyrirtækisins Gámaþjónustu Norðurlands ehf. 23. júlí 2018 18:54 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Fimmtán ára lenti í pressugámi við ólöglega vinnu hjá Gámaþjónustu Norðurlands Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu barna og unglinga við gámasvæði fyrirtækisins Gámaþjónustu Norðurlands ehf. 23. júlí 2018 18:54