Dönsuðu við ræningjana Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. júlí 2018 06:00 „Sjórán voru á þessum tíma álitin nokkuð heiðvirð starfsemi,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur. VÍSIR/VILHELM Þann 23. júlí 1808 kom enskt víkingaskip búið 23 fallbyssum til landsins í því skyni að ræna þeim verðmætum sem hér kynnu að finnast. Kvaðst foringi sjóræningjana, Thomas Gilpin, vera óvinur Danakonungs og hefði hann í hyggju ræna eignum konungs hér á landi. Sjóræningjarnir tóku land í Hafnarfirði og hófu fjársjóðsleit þar en héldu svo til Bessastaða. Ekki hafðist neitt upp úr krafsinu á hvorugum þessara staða og héldu skipverjar því til Reykjavíkur, fundu þar landfógeta og neyddu hann til að vísa þeim á fjárhirslu konungs. Embættismenn sem komið höfðu saman til neyðarfundar sáu fljótt að ekki þýddi að sýna mótspyrnu. Úr fjárhirslunni hirti Gilpin allt sem í henni var; 37 þúsund dali. Hann varð þó fyrir vonbrigðum með alla seðlana sem hann taldi alveg verðlausa og heimtaði silfurpeninga af kaupmönnum, ella myndi hann hirða af þeim alla vöru. Á meðan kaupmenn reyndu að smala saman því silfri sem þeir gátu fundið, fór sjóræningjaflokkurinn um nærliggjandi sveitir í leit að verðmætum. Svo var slegið upp dansi og bæjarbúar dönsuðu við ræningja sína tvær nætur. Það orð fór af Gilpin og ræningjaflokki hans að þeir væru kurteisir menn. Kaupmönnum tókst að safna saman töluverðu fé eða um 6.700 ríkisdölum og fóru sjóræningjarnir með þá og önnur verðmæti sem þeir höfðu skrapað saman og yfirgáfu landið 8. ágúst eftir tveggja vikna dvöl. „Gilpinsránið er svona dæmigerður merkilegur atburður sem fellur fullkomlega í skuggann af öðrum merkisatburðum sem verða á sama tíma,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur. Hann segir Jörund sem tók land hér ári síðar hafa stolið senunni í sögubókunum enda svo miklu meiri dramatík í kringum han og fyrir vikið gleymi allir Gilpin og sjóráninu hans. „Ef Jörundur hefði nú bara farist á sjó áður en hann kom hingað þá hefði Gilpinsránið eflaust fengið meiri athygli og sess í sögunni, krakkar hefðu lært um hann í skólum og þar fram eftir götunum.“ Stefán segir málinu þó ekki hafa lokið með brottför sjóræningjana enda hafi sprottið af málinu dómsmál og sjóránið dæmt ólögmætt. „Sjórán voru á þessum tíma álitin nokkuð heiðvirð starfsemi og menn sóttu um leyfi til sjórána. Slíkt leyfi hafði Gilpin fengið hjá bresku krúnunni og taldist því löggiltur sjóræningi,“ segir Stefán. Hann segir ólögmæti sjóránsins hins vegar hafa falist í því að Íslendingar hafi verið of varnarlausir, leikurinn ójafn og sjóránið því í raun með öllu ósanngjarnt. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Þann 23. júlí 1808 kom enskt víkingaskip búið 23 fallbyssum til landsins í því skyni að ræna þeim verðmætum sem hér kynnu að finnast. Kvaðst foringi sjóræningjana, Thomas Gilpin, vera óvinur Danakonungs og hefði hann í hyggju ræna eignum konungs hér á landi. Sjóræningjarnir tóku land í Hafnarfirði og hófu fjársjóðsleit þar en héldu svo til Bessastaða. Ekki hafðist neitt upp úr krafsinu á hvorugum þessara staða og héldu skipverjar því til Reykjavíkur, fundu þar landfógeta og neyddu hann til að vísa þeim á fjárhirslu konungs. Embættismenn sem komið höfðu saman til neyðarfundar sáu fljótt að ekki þýddi að sýna mótspyrnu. Úr fjárhirslunni hirti Gilpin allt sem í henni var; 37 þúsund dali. Hann varð þó fyrir vonbrigðum með alla seðlana sem hann taldi alveg verðlausa og heimtaði silfurpeninga af kaupmönnum, ella myndi hann hirða af þeim alla vöru. Á meðan kaupmenn reyndu að smala saman því silfri sem þeir gátu fundið, fór sjóræningjaflokkurinn um nærliggjandi sveitir í leit að verðmætum. Svo var slegið upp dansi og bæjarbúar dönsuðu við ræningja sína tvær nætur. Það orð fór af Gilpin og ræningjaflokki hans að þeir væru kurteisir menn. Kaupmönnum tókst að safna saman töluverðu fé eða um 6.700 ríkisdölum og fóru sjóræningjarnir með þá og önnur verðmæti sem þeir höfðu skrapað saman og yfirgáfu landið 8. ágúst eftir tveggja vikna dvöl. „Gilpinsránið er svona dæmigerður merkilegur atburður sem fellur fullkomlega í skuggann af öðrum merkisatburðum sem verða á sama tíma,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur. Hann segir Jörund sem tók land hér ári síðar hafa stolið senunni í sögubókunum enda svo miklu meiri dramatík í kringum han og fyrir vikið gleymi allir Gilpin og sjóráninu hans. „Ef Jörundur hefði nú bara farist á sjó áður en hann kom hingað þá hefði Gilpinsránið eflaust fengið meiri athygli og sess í sögunni, krakkar hefðu lært um hann í skólum og þar fram eftir götunum.“ Stefán segir málinu þó ekki hafa lokið með brottför sjóræningjana enda hafi sprottið af málinu dómsmál og sjóránið dæmt ólögmætt. „Sjórán voru á þessum tíma álitin nokkuð heiðvirð starfsemi og menn sóttu um leyfi til sjórána. Slíkt leyfi hafði Gilpin fengið hjá bresku krúnunni og taldist því löggiltur sjóræningi,“ segir Stefán. Hann segir ólögmæti sjóránsins hins vegar hafa falist í því að Íslendingar hafi verið of varnarlausir, leikurinn ójafn og sjóránið því í raun með öllu ósanngjarnt.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira