Óvænt kveðja Jón Steinar Gunnlaugsson. skrifar 22. júlí 2018 21:37 Ég fékk skrítna og frekar óvænta kveðju á Vísi í síðustu viku. Þar veitist Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, að mér persónulega og kallar mig meðal annars hirðfífl. Felst erindi hans í því að telja mig vanbúinn til að annast varnir sem skipaður verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar í endurupptökumálinu sem nú er rekið fyrir Hæstarétti og verður flutt þar í september. Virðist þetta eiga að vera vegna afstöðu minnar fyrr á árum til málefna sem tengjast dómsmeðferð á Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Grein piltsins er frekar ruglingsleg og á ég erfitt með að skilja efni hennar gjörla. Verður ekki betur séð en höfundur telji mig hafa tekið þátt í aðför að sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á sínum tíma, sem síðan hafi orðið til þess að þeir voru sakfelldir fyrir tvö manndráp. Þetta er furðuleg samsuða. Í tilefni hennar vil ég fara nokkrum orðum um afstöðu mína til þessa máls gegnum árin og óska eftir að Vísir birti þau.Sjá einnig: Innmúrað hirðfífl – því miðurÉg hef alla tíð talið að ekki hafi verið neinar forsendur til að sakfella ákærðu í þessum málum. Þessa afstöðu tjáði ég hverjum sem heyra vildi eftir að Hæstiréttur hafði kveðið upp áfellisdóm sinn í febrúar 1980. Sævar Ciesielski, faðir greinarhöfundar, krafðist endurupptöku málsins á árinu 1997. Hæstiréttur synjaði erindinu með ákvörðun 15. júlí 1997. Byggðist synjun réttarins á því að ekki hefðu verið lögð fram ný gögn í málinu til þess að leyfa mætti endurupptöku þess. Samkvæmt lögum væri tilkoma nýrra gagna skilyrði fyrir endurupptöku. Bæði fyrir og eftir synjun Hæstaréttar lét ég opinberlega í ljósi þá skoðun að verða ætti við erindi Sævars. Kom þetta meðal annars fram í viðtali við mig sem birtist í „Vikublaðinu“ 2. júní 1997. Eftir að úrskurður Hæstaréttar lá fyrir skrifaði ég grein í Morgunblaðið 8. ágúst 1997, þar sem ég taldi að breyta yrði lögum til að unnt yrði að verða við þessari kröfu um endurupptöku þessa máls. Rakti ég þar mörg atriði sem bentu til þess að dómurinn stæðist ekki. Víkka yrði út heimildir þannig að unnt yrði að leyfa endurupptöku þó að engin ný gögn kæmu fram ef ætla mætti að sakborningar hefðu ranglega verið sakfelldir. Sú væri raunin í þessu máli. Með lagabreytingu á árinu 1999 var bætt við lögin um meðferð sakamála heimild til að endurupptaka mál, þó að ekki hefðu komið fram ný gögn „ef verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.“ Ekki get ég fullyrt að þessi lagabreyting hafi eingöngu átt rót að rekja til umfjöllunar minnar um þetta efni, en svo mikið er víst að hún fól í sér hvatningu til hennar. Þetta lagaákvæði varð svo til þess að síðar var fallist á endurupptöku málsins og mun málflutningur fara fram í september n.k. Ekki er nokkur vafi á að þetta svonefnda Guðmundar- og Geirfinnsmál og óforsvaranlegir dómar í þeim olli sakfelldu og ástvinum þeirra miklum hörmun. Það er sorglegt að Sævari Marinó Ciesielski skuli ekki hafa enst aldur til að verða vitni að endurupptöku málsins. Á sama hátt er skiljanlegt að ástvinir hans hafi sterkar tilfinningar til málsins, svo sem ljóst er af sérkennilegum skrifum sonar hans, þegar hann veitist að mér með persónulegum ásökunum og uppnefnum. Málstaður hans er hins vegar með öllu óskiljanlegur þar sem ég hef alltaf haldið því fram að dóminn ætti að endurupptaka og leiðrétta þau hörmulegu rangindi sem í honum fólust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundar- og Geirfinnsmálin Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fékk skrítna og frekar óvænta kveðju á Vísi í síðustu viku. Þar veitist Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, að mér persónulega og kallar mig meðal annars hirðfífl. Felst erindi hans í því að telja mig vanbúinn til að annast varnir sem skipaður verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar í endurupptökumálinu sem nú er rekið fyrir Hæstarétti og verður flutt þar í september. Virðist þetta eiga að vera vegna afstöðu minnar fyrr á árum til málefna sem tengjast dómsmeðferð á Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Grein piltsins er frekar ruglingsleg og á ég erfitt með að skilja efni hennar gjörla. Verður ekki betur séð en höfundur telji mig hafa tekið þátt í aðför að sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á sínum tíma, sem síðan hafi orðið til þess að þeir voru sakfelldir fyrir tvö manndráp. Þetta er furðuleg samsuða. Í tilefni hennar vil ég fara nokkrum orðum um afstöðu mína til þessa máls gegnum árin og óska eftir að Vísir birti þau.Sjá einnig: Innmúrað hirðfífl – því miðurÉg hef alla tíð talið að ekki hafi verið neinar forsendur til að sakfella ákærðu í þessum málum. Þessa afstöðu tjáði ég hverjum sem heyra vildi eftir að Hæstiréttur hafði kveðið upp áfellisdóm sinn í febrúar 1980. Sævar Ciesielski, faðir greinarhöfundar, krafðist endurupptöku málsins á árinu 1997. Hæstiréttur synjaði erindinu með ákvörðun 15. júlí 1997. Byggðist synjun réttarins á því að ekki hefðu verið lögð fram ný gögn í málinu til þess að leyfa mætti endurupptöku þess. Samkvæmt lögum væri tilkoma nýrra gagna skilyrði fyrir endurupptöku. Bæði fyrir og eftir synjun Hæstaréttar lét ég opinberlega í ljósi þá skoðun að verða ætti við erindi Sævars. Kom þetta meðal annars fram í viðtali við mig sem birtist í „Vikublaðinu“ 2. júní 1997. Eftir að úrskurður Hæstaréttar lá fyrir skrifaði ég grein í Morgunblaðið 8. ágúst 1997, þar sem ég taldi að breyta yrði lögum til að unnt yrði að verða við þessari kröfu um endurupptöku þessa máls. Rakti ég þar mörg atriði sem bentu til þess að dómurinn stæðist ekki. Víkka yrði út heimildir þannig að unnt yrði að leyfa endurupptöku þó að engin ný gögn kæmu fram ef ætla mætti að sakborningar hefðu ranglega verið sakfelldir. Sú væri raunin í þessu máli. Með lagabreytingu á árinu 1999 var bætt við lögin um meðferð sakamála heimild til að endurupptaka mál, þó að ekki hefðu komið fram ný gögn „ef verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.“ Ekki get ég fullyrt að þessi lagabreyting hafi eingöngu átt rót að rekja til umfjöllunar minnar um þetta efni, en svo mikið er víst að hún fól í sér hvatningu til hennar. Þetta lagaákvæði varð svo til þess að síðar var fallist á endurupptöku málsins og mun málflutningur fara fram í september n.k. Ekki er nokkur vafi á að þetta svonefnda Guðmundar- og Geirfinnsmál og óforsvaranlegir dómar í þeim olli sakfelldu og ástvinum þeirra miklum hörmun. Það er sorglegt að Sævari Marinó Ciesielski skuli ekki hafa enst aldur til að verða vitni að endurupptöku málsins. Á sama hátt er skiljanlegt að ástvinir hans hafi sterkar tilfinningar til málsins, svo sem ljóst er af sérkennilegum skrifum sonar hans, þegar hann veitist að mér með persónulegum ásökunum og uppnefnum. Málstaður hans er hins vegar með öllu óskiljanlegur þar sem ég hef alltaf haldið því fram að dóminn ætti að endurupptaka og leiðrétta þau hörmulegu rangindi sem í honum fólust.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar