Bretar andsnúnir áformum May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júlí 2018 06:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/Getty Einungis sextán prósent Breta telja að Theresa May forsætisráðherra standi sig vel þegar kemur að komandi útgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu. Þetta kom fram í niðurstöðum könnunar sem YouGov birti í gær. Um helmingur þjóðarinnar telur að áform May um áframhaldandi aðild að innri markaðnum og tollabandalaginu, gegn ýmsum málamiðlunum, eftir útgöngu séu hreinlega slæm fyrir Bretland. Þá sögðust einungis tíu prósent geta hugsað sér að styðja áformin ef þau væru sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi stefna May er einnig umdeild innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Þrír ráðherrar sögðu af sér í kjölfar samþykktar hennar, meðal annars Boris Johnson, þá utanríkisráðherra. Dominic Raab, nýr útgöngumálaráðherra, sagði í gær að May væri enn að reyna að sannfæra ráðherra um að stefnan væri sú besta. Ýmislegt fleira kom fram í fyrrnefndri könnun. Meðal annars sögðu 34 prósent aðspurðra að Boris Johnson myndi standa sig betur en May, fengi hann að sjá um útgöngumálin. Afstaðan gagnvart Brexit virðist þó lítið hafa breyst og myndi um helmingur greiða atkvæði gegn útgöngu, yrði haldin önnur þjóðaratkvæðagreiðsla. Þá virðist málið hafa laskað Íhaldsflokkinn svo mjög, og reyndar aðra flokka líka, að þriðjungur aðspurðra sagðist geta hugsað sér að kjósa nýjan íhaldsflokk, verði slíkur stofnaður. Sunday Times greindi frá því í gær að Nigel Farage, áður formaður UKIP sem barðist af eldmóði fyrir útgöngunni, ætti nú í viðræðum við Steve Bannon, áður ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um stofnun nýs íhaldsafls. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06 Yfirvofandi mjólkurvöruskortur í Bretlandi vegna Brexit Mjólkurvörur gætu orðið munaðarvara í Bretlandi eftir útgönguna úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skýrslu frá London School of Economics. 18. júlí 2018 11:40 Blæs lífi í Brexit Dominic Raab, nýr útgöngumálaráðherra Breta sem leiðir samninganefnd Bretlands í viðræðunum um útgöngu úr ESB, sagðist í Brussel í gær vilja kynda upp í viðræðunum. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Sjá meira
Einungis sextán prósent Breta telja að Theresa May forsætisráðherra standi sig vel þegar kemur að komandi útgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu. Þetta kom fram í niðurstöðum könnunar sem YouGov birti í gær. Um helmingur þjóðarinnar telur að áform May um áframhaldandi aðild að innri markaðnum og tollabandalaginu, gegn ýmsum málamiðlunum, eftir útgöngu séu hreinlega slæm fyrir Bretland. Þá sögðust einungis tíu prósent geta hugsað sér að styðja áformin ef þau væru sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi stefna May er einnig umdeild innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Þrír ráðherrar sögðu af sér í kjölfar samþykktar hennar, meðal annars Boris Johnson, þá utanríkisráðherra. Dominic Raab, nýr útgöngumálaráðherra, sagði í gær að May væri enn að reyna að sannfæra ráðherra um að stefnan væri sú besta. Ýmislegt fleira kom fram í fyrrnefndri könnun. Meðal annars sögðu 34 prósent aðspurðra að Boris Johnson myndi standa sig betur en May, fengi hann að sjá um útgöngumálin. Afstaðan gagnvart Brexit virðist þó lítið hafa breyst og myndi um helmingur greiða atkvæði gegn útgöngu, yrði haldin önnur þjóðaratkvæðagreiðsla. Þá virðist málið hafa laskað Íhaldsflokkinn svo mjög, og reyndar aðra flokka líka, að þriðjungur aðspurðra sagðist geta hugsað sér að kjósa nýjan íhaldsflokk, verði slíkur stofnaður. Sunday Times greindi frá því í gær að Nigel Farage, áður formaður UKIP sem barðist af eldmóði fyrir útgöngunni, ætti nú í viðræðum við Steve Bannon, áður ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um stofnun nýs íhaldsafls.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06 Yfirvofandi mjólkurvöruskortur í Bretlandi vegna Brexit Mjólkurvörur gætu orðið munaðarvara í Bretlandi eftir útgönguna úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skýrslu frá London School of Economics. 18. júlí 2018 11:40 Blæs lífi í Brexit Dominic Raab, nýr útgöngumálaráðherra Breta sem leiðir samninganefnd Bretlands í viðræðunum um útgöngu úr ESB, sagðist í Brussel í gær vilja kynda upp í viðræðunum. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Sjá meira
Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 16. júlí 2018 08:06
Yfirvofandi mjólkurvöruskortur í Bretlandi vegna Brexit Mjólkurvörur gætu orðið munaðarvara í Bretlandi eftir útgönguna úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skýrslu frá London School of Economics. 18. júlí 2018 11:40
Blæs lífi í Brexit Dominic Raab, nýr útgöngumálaráðherra Breta sem leiðir samninganefnd Bretlands í viðræðunum um útgöngu úr ESB, sagðist í Brussel í gær vilja kynda upp í viðræðunum. 20. júlí 2018 06:00