Íslenskan á tímum örra breytinga Lilja Alfreðsdóttir skrifar 23. júlí 2018 07:00 Íslenska tungan er eitt af því sem gerir okkur að þjóð. Við höfum náð að varðveita hana og hlúa að henni í gegnum aldirnar. Hins vegar er alveg ljóst að íslenskan hefur átt undir högg að sækja í kjölfar örra tækni- og samfélagsbreytinga. Tæknibyltingin er að gjörbreyta okkar daglega lífi. Um leið og það felast tækifæri í þessari þróun, þá er hún einnig áskorun. Til að mynda hefur snjalltækjabyltingin aukið aðgang að erlendu afþreyingarefni. Vegna allrar þeirra tækni sem er í boði, þá hefur þróunin verið sú að fólk leitar upplýsinga og talar við tækin sín á ensku. Til þess að íslenskan verði gjaldgeng hafa stjórnvöld ákveðið að hrinda í framkvæmd máltækniáætlun fyrir íslensku 2018-2022. Markmið hennar er að tryggja að hægt sé að nota íslensku í samskiptum við tæki og í allri upplýsingavinnslu. Þannig gerum við tungumálið okkar gildandi í stafrænum heimi til framtíðar. Íslenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, sem felast meðal annars í því að börnum með annað móðurmál en íslensku hefur fjölgað verulega í skólakerfinu. Samkvæmt Hagstofunni eru nú yfir 12% leikskólabarna og tæp 10% grunnskólabarna sem hafa erlent móðurmál. Hlutfall ungs fólks sem brautskráist úr framhaldsskóla með annað móðurmál en íslensku er mun lægra en þeirra sem hafa íslensku sem móðurmál. Þrátt fyrir að þróunin hafi verið að batna, þá virðist vera að menntakerfið okkar verði að gera mun betur svo að öll börn geti notið sinna hæfileika. Ljóst er að bæta þarf aðstöðu þessara nemenda og endurskoða þá stefnu sem mótuð hefur verið til þessa. Leiðarljósið í nýrri stefnu verður að auka íslenskukennslu til að auka líkurnar á því að börn með annað móðurmál en íslensku hafi sömu tækifæri og aðrir í menntakerfinu. Það eru forréttindi fyrir litla þjóð að tala eigið tungumál. Við verðum sjálf að vera meðvituð um mikilvægi þess að leggja rækt við málið okkar og nota það. Tungan leikur lykilhlutverki í menningarlegu fullveldi þjóðarinnar.Höfundur er menntamálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Lilja Alfreðsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Íslenska tungan er eitt af því sem gerir okkur að þjóð. Við höfum náð að varðveita hana og hlúa að henni í gegnum aldirnar. Hins vegar er alveg ljóst að íslenskan hefur átt undir högg að sækja í kjölfar örra tækni- og samfélagsbreytinga. Tæknibyltingin er að gjörbreyta okkar daglega lífi. Um leið og það felast tækifæri í þessari þróun, þá er hún einnig áskorun. Til að mynda hefur snjalltækjabyltingin aukið aðgang að erlendu afþreyingarefni. Vegna allrar þeirra tækni sem er í boði, þá hefur þróunin verið sú að fólk leitar upplýsinga og talar við tækin sín á ensku. Til þess að íslenskan verði gjaldgeng hafa stjórnvöld ákveðið að hrinda í framkvæmd máltækniáætlun fyrir íslensku 2018-2022. Markmið hennar er að tryggja að hægt sé að nota íslensku í samskiptum við tæki og í allri upplýsingavinnslu. Þannig gerum við tungumálið okkar gildandi í stafrænum heimi til framtíðar. Íslenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, sem felast meðal annars í því að börnum með annað móðurmál en íslensku hefur fjölgað verulega í skólakerfinu. Samkvæmt Hagstofunni eru nú yfir 12% leikskólabarna og tæp 10% grunnskólabarna sem hafa erlent móðurmál. Hlutfall ungs fólks sem brautskráist úr framhaldsskóla með annað móðurmál en íslensku er mun lægra en þeirra sem hafa íslensku sem móðurmál. Þrátt fyrir að þróunin hafi verið að batna, þá virðist vera að menntakerfið okkar verði að gera mun betur svo að öll börn geti notið sinna hæfileika. Ljóst er að bæta þarf aðstöðu þessara nemenda og endurskoða þá stefnu sem mótuð hefur verið til þessa. Leiðarljósið í nýrri stefnu verður að auka íslenskukennslu til að auka líkurnar á því að börn með annað móðurmál en íslensku hafi sömu tækifæri og aðrir í menntakerfinu. Það eru forréttindi fyrir litla þjóð að tala eigið tungumál. Við verðum sjálf að vera meðvituð um mikilvægi þess að leggja rækt við málið okkar og nota það. Tungan leikur lykilhlutverki í menningarlegu fullveldi þjóðarinnar.Höfundur er menntamálaráðherra
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar