Myndarleg lægðarhringrás gæti fært hlýrra loft til Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 22. júlí 2018 10:08 Ekki algeng sjón á höfuðborgarsvæðinu í sumar Fréttablaðið/Ernir Einhverjar líkur eru á að lægðahringrás muni hugsanlega grípa hlýtt loft og færa það til Íslands í vikunni. Þetta kemur fram á bloggsíðu veðurfræðingsins Trausta Jónssonar þar sem hann fer yfir spákort fyrir vikuna. Trausti setur alla heimsins fyrirvara við mál sitt og segir að það sé alls ekkert víst að neinar efnislegar breytingar verði á veðurlagi á næstunni. Á þriðjudag og miðvikudag mun þó eiga sér stað ákveðin þróun í á svæðinu í kringum Ísland sem gæti leitt af sér austlægar áttir og mögulega hlýrra veður á vestanverðu landinu. Það er þó alls ekkert víst. Hann segir kortið fyrir þriðjudag sýna snarpa lægð við suðurodda Grænlands á leið til austsuðausturs. Sú lægð er tengd sliti út úr meiginkuldapolli norðurslóða. „Hann hefur verpt eggi eins og ritstjóri hungurdiska hefur stundum orðað það,“ skrifar Trausti. Hann segir kalt heimskautaloft streyma til suðurs fram hjá Grænlandi suðvestanverðu og út á Atlantshaf. Framrásin sé nægilega öflug til að búa til myndarlega lægðarhringrás sem mun síðar teygja sig til suður og austurs. „Og hugsanlega – rétt hugsanlega – grípa þar eitthvað af hlýrra lofti og færa í átt til Íslands,“ segir Trausti. Þó lægðin grípi ef til vill í tómt, ætti niðurstaðan að mati Trausta samt að verða sú að ríkjandi átt verði heldur austlægari en verið hefur. „En svo gæti líka farið svo að við fáum þetta kalda loft úr vestri bara yfir okkur seinna í vikunni - rétt eins og algengast hefur verið í sumar og aftur verði að bíða í nokkra daga eftir nýju færi,“ skrifar Trausti. Á vef Veðurstofu Íslands er tekið fram að þungbúið verði í dag og víða dálítil væta. Hiti verður um sjö til þrettán stig, en þó gæti haldist þurrt og nokkuð bjart lengst af á Suðausturlandi vestan Öræfa og hitinn allt að sautján stigum. Það verður ákveðnari norðaustlæg átt eftir helgi og birtir heldur til V-lands, en vætusamt áfram í öðrum landshlutum. Fremur svalt í veðri fyrir norðan, en allt að 14 stigum syðra. Útlit fyrir austanátt með vætu einkum SA-lands um miðja næstu viku, en úrkomulítið V- og N-lands og fer heldur hlýnandi. Veður Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Einhverjar líkur eru á að lægðahringrás muni hugsanlega grípa hlýtt loft og færa það til Íslands í vikunni. Þetta kemur fram á bloggsíðu veðurfræðingsins Trausta Jónssonar þar sem hann fer yfir spákort fyrir vikuna. Trausti setur alla heimsins fyrirvara við mál sitt og segir að það sé alls ekkert víst að neinar efnislegar breytingar verði á veðurlagi á næstunni. Á þriðjudag og miðvikudag mun þó eiga sér stað ákveðin þróun í á svæðinu í kringum Ísland sem gæti leitt af sér austlægar áttir og mögulega hlýrra veður á vestanverðu landinu. Það er þó alls ekkert víst. Hann segir kortið fyrir þriðjudag sýna snarpa lægð við suðurodda Grænlands á leið til austsuðausturs. Sú lægð er tengd sliti út úr meiginkuldapolli norðurslóða. „Hann hefur verpt eggi eins og ritstjóri hungurdiska hefur stundum orðað það,“ skrifar Trausti. Hann segir kalt heimskautaloft streyma til suðurs fram hjá Grænlandi suðvestanverðu og út á Atlantshaf. Framrásin sé nægilega öflug til að búa til myndarlega lægðarhringrás sem mun síðar teygja sig til suður og austurs. „Og hugsanlega – rétt hugsanlega – grípa þar eitthvað af hlýrra lofti og færa í átt til Íslands,“ segir Trausti. Þó lægðin grípi ef til vill í tómt, ætti niðurstaðan að mati Trausta samt að verða sú að ríkjandi átt verði heldur austlægari en verið hefur. „En svo gæti líka farið svo að við fáum þetta kalda loft úr vestri bara yfir okkur seinna í vikunni - rétt eins og algengast hefur verið í sumar og aftur verði að bíða í nokkra daga eftir nýju færi,“ skrifar Trausti. Á vef Veðurstofu Íslands er tekið fram að þungbúið verði í dag og víða dálítil væta. Hiti verður um sjö til þrettán stig, en þó gæti haldist þurrt og nokkuð bjart lengst af á Suðausturlandi vestan Öræfa og hitinn allt að sautján stigum. Það verður ákveðnari norðaustlæg átt eftir helgi og birtir heldur til V-lands, en vætusamt áfram í öðrum landshlutum. Fremur svalt í veðri fyrir norðan, en allt að 14 stigum syðra. Útlit fyrir austanátt með vætu einkum SA-lands um miðja næstu viku, en úrkomulítið V- og N-lands og fer heldur hlýnandi.
Veður Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira