Öldungur fær arftaka eftir 110 ára þjónustu Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júlí 2018 07:15 Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli, við gömlu brúna yfir Jöklu. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Mesti öldungur vegakerfisins stendur á tímamótum. Eftir hundrað og tíu ára þjónustu við landsmenn er komið að því að brúin hjá Klausturseli á Jökuldal verði leyst af hólmi, en hún er talin sú elsta á landinu sem enn er í notkun fyrir bílaumferð. Myndir af brúnni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Brúin er á Efri-Jökuldal á Austurlandi um sjötíu kílómetra frá Egilsstöðum og telst einhver sú merkasta á landinu. Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli, kveðst ekki vita um neina eldri brú á vegakerfinu sem enn er í notkun. „Ég trúi því að hún eigi met sem samgöngutæki. Það eru eldri brýr á landinu sem eru fullkomlega í lagi en þjóna kannski ekki samskonar umferð og þessi,” segir Aðalsteinn.Brúin minnir á gamla ameríska járnbrautarbrú enda smíðuð í New York.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hún minnir óneitanlega á gamla ameríska járnbrautarbrú enda af sama stofni. Hún var smíðuð í New York árið 1906 og kom til landsins með skipi til Vopnafjarðar. Veturinn 1908 var hún flutt þaðan á hestasleðum og reist sama ár yfir Jökulsá á Dal hjá Klausturseli. Árið 1944 var hún hækkuð upp og nýir stöplar settir undir hana eftir að flóð í ánni hafði næstum tekið hana. Árið 1974 var hún styrkt með nýju brúargólfi og svo var hundrað ára afmæli fagnað með viðhöfn fyrir tíu árum. „Ég fagnaði því ekkert sérstaklega. Ég fagnaði því að brúin skyldi ná þessum aldri en sem bóndi og notandi brúarinnar var það ekkert sérstakt gleðiefni fyrir mig að þurfa að búa við hana áfram.”Á bakkanum fjær má enn sjá gamla hlaðna steinstöpulinn sem brúin hvíldi á áður en hún var hækkuð upp árið 1944.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En nú er komið að þáttaskilum, hér er verið að mæla fyrir nýrri brú sem reisa þarf til að Landsnet geti tvöfaldað háspennulínu milli Kröflu og Fljótsdalsstöðvar. Gamla brúin ber ekki þann tækjabúnað sem þarf vegna línulagningarinnar. „Það er hugmyndin að brúin risi í haust.”Starfsmenn verkfræðistofunnar Mannvits á Austurlandi mæla fyrir nýju brúnni, sem reisa á skammt ofan þeirrar gömlu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Aðalsteinn vill samt halda þeirri gömlu. „Þetta eru fornminjar sem ber að vernda og þetta eigum við að varðveita í þeirri mynd sem er í dag og búið að vera í þessi 110 ár.” Hún verði minnisvarði um framsýni; að árið 1906 skyldi vera hannað brúarmannvirki sem ennþá sé fært mörgum nútímaökutækjum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Tengdar fréttir Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Mesti öldungur vegakerfisins stendur á tímamótum. Eftir hundrað og tíu ára þjónustu við landsmenn er komið að því að brúin hjá Klausturseli á Jökuldal verði leyst af hólmi, en hún er talin sú elsta á landinu sem enn er í notkun fyrir bílaumferð. Myndir af brúnni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Brúin er á Efri-Jökuldal á Austurlandi um sjötíu kílómetra frá Egilsstöðum og telst einhver sú merkasta á landinu. Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli, kveðst ekki vita um neina eldri brú á vegakerfinu sem enn er í notkun. „Ég trúi því að hún eigi met sem samgöngutæki. Það eru eldri brýr á landinu sem eru fullkomlega í lagi en þjóna kannski ekki samskonar umferð og þessi,” segir Aðalsteinn.Brúin minnir á gamla ameríska járnbrautarbrú enda smíðuð í New York.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hún minnir óneitanlega á gamla ameríska járnbrautarbrú enda af sama stofni. Hún var smíðuð í New York árið 1906 og kom til landsins með skipi til Vopnafjarðar. Veturinn 1908 var hún flutt þaðan á hestasleðum og reist sama ár yfir Jökulsá á Dal hjá Klausturseli. Árið 1944 var hún hækkuð upp og nýir stöplar settir undir hana eftir að flóð í ánni hafði næstum tekið hana. Árið 1974 var hún styrkt með nýju brúargólfi og svo var hundrað ára afmæli fagnað með viðhöfn fyrir tíu árum. „Ég fagnaði því ekkert sérstaklega. Ég fagnaði því að brúin skyldi ná þessum aldri en sem bóndi og notandi brúarinnar var það ekkert sérstakt gleðiefni fyrir mig að þurfa að búa við hana áfram.”Á bakkanum fjær má enn sjá gamla hlaðna steinstöpulinn sem brúin hvíldi á áður en hún var hækkuð upp árið 1944.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En nú er komið að þáttaskilum, hér er verið að mæla fyrir nýrri brú sem reisa þarf til að Landsnet geti tvöfaldað háspennulínu milli Kröflu og Fljótsdalsstöðvar. Gamla brúin ber ekki þann tækjabúnað sem þarf vegna línulagningarinnar. „Það er hugmyndin að brúin risi í haust.”Starfsmenn verkfræðistofunnar Mannvits á Austurlandi mæla fyrir nýju brúnni, sem reisa á skammt ofan þeirrar gömlu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Aðalsteinn vill samt halda þeirri gömlu. „Þetta eru fornminjar sem ber að vernda og þetta eigum við að varðveita í þeirri mynd sem er í dag og búið að vera í þessi 110 ár.” Hún verði minnisvarði um framsýni; að árið 1906 skyldi vera hannað brúarmannvirki sem ennþá sé fært mörgum nútímaökutækjum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Tengdar fréttir Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00