Þjálfari AGF um Björn Daníel: „Fékk tækifærið og greip það“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. júlí 2018 08:00 Björn í baráttunni við finnska landsliðsmanninn Tim Sparv í fyrsta leik AGF. vísir/getty David Nielsen, þjálfari AGF, er ánægður með hvernig miðjumaður hans, Björn Daníel Sverrisson, hefur spilað á undirbúningstímabilinu. Hann verðlaunaði Björn með byrjunarliðssæti í fyrsta leiknum. Björn var á láni hjá Vejle á síðasta tímabili og snéri svo til AGF í janúar. Þar spilaði hann einungis í 37 mínútur það sem eftir var af tímabilinu og flestir bjuggust við því að Björn væri á leiðinni burt. Hann lagði hins vegar mikið á sig í sumar og er nú kominn í byrjunarliðið hjá AGF. Blaðið Stiften gerir þetta að umfjöllun í blaði sínu í dag. „Það var ekki ég sem bauð Birni hér inn heldur sparkaði hann sjálfur upp hurðinni vegna frammistöðu sinni á vellinum,” grínaðist David Nielsen, stjóri AGF í samtali við Stiften blaðið í Árósum. „Þeir leikmenn sem gera það gott á æfingum og eru nægilega öflugir til þess að uppgötva hluti, þá erum við í þjálfarateyminu tilbúnir til þess að gefa þeim tækifæri.” „Sama hver maðurinn er, hvaða sögu hann hefur haft hjá félaginu og hvað hann hefur spilað mikið áður. Þegar leikmaður heldur hausnum uppi og leggur á sig þá kemur tækifærið á ákveðnum tímapunkti. Nú hefur hann gripið það.” Björn Daníel gekk í raðir AGF fyrir tveimur árum síðan og er eðlilega ánægður með að vera kominn á völlinn í úrvalsdeildinni á ný. „Það var gott og óvænt að spila gegn Midtjylland en eftir æfingarleikinn gegn HSV, þar sem ég byrjaði inn á, hafði ég hugmynd um að þetta gæti verið möguleiki, “sagði Björn. „Ég veit vel að það eru leikmenn sem eru meiddir en fyrir mig er þetta gott tækifæri að koma aftur eftir síðustu ár sem hafa verið erfið. Ég sagði við David að ég myndi berjast fyrir sæti mínu þótt margir hefðu dauðadæmt það.” Björn á eitt ár eftir af samningi sínum en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Hann er í raun lítið að hugsa um það. „Fyrir mig snýst þetta eingöngu um að spila fótbolta. Þetta hefur verið erfiður tími sem ég hef gengið í gegnum, svo hvað gerist á næsta árinu er ekki mikilvægt núna. Það eina sem skiptir máli núna er að mæta í AGF á morgun og gera mitt besta á æfingu.” „Þannig kemst ég áfram. Ég er mjög hungraður. Ég er einungis 28 ára og á mörg ár eftir í boltanum svo ég nýti hvern einasta dag,” sagði FH-ingurinn brosandi að lokum. Allt viðtalið við Björn má lesa hér. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Szczesny ekki hættur enn Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Sjá meira
David Nielsen, þjálfari AGF, er ánægður með hvernig miðjumaður hans, Björn Daníel Sverrisson, hefur spilað á undirbúningstímabilinu. Hann verðlaunaði Björn með byrjunarliðssæti í fyrsta leiknum. Björn var á láni hjá Vejle á síðasta tímabili og snéri svo til AGF í janúar. Þar spilaði hann einungis í 37 mínútur það sem eftir var af tímabilinu og flestir bjuggust við því að Björn væri á leiðinni burt. Hann lagði hins vegar mikið á sig í sumar og er nú kominn í byrjunarliðið hjá AGF. Blaðið Stiften gerir þetta að umfjöllun í blaði sínu í dag. „Það var ekki ég sem bauð Birni hér inn heldur sparkaði hann sjálfur upp hurðinni vegna frammistöðu sinni á vellinum,” grínaðist David Nielsen, stjóri AGF í samtali við Stiften blaðið í Árósum. „Þeir leikmenn sem gera það gott á æfingum og eru nægilega öflugir til þess að uppgötva hluti, þá erum við í þjálfarateyminu tilbúnir til þess að gefa þeim tækifæri.” „Sama hver maðurinn er, hvaða sögu hann hefur haft hjá félaginu og hvað hann hefur spilað mikið áður. Þegar leikmaður heldur hausnum uppi og leggur á sig þá kemur tækifærið á ákveðnum tímapunkti. Nú hefur hann gripið það.” Björn Daníel gekk í raðir AGF fyrir tveimur árum síðan og er eðlilega ánægður með að vera kominn á völlinn í úrvalsdeildinni á ný. „Það var gott og óvænt að spila gegn Midtjylland en eftir æfingarleikinn gegn HSV, þar sem ég byrjaði inn á, hafði ég hugmynd um að þetta gæti verið möguleiki, “sagði Björn. „Ég veit vel að það eru leikmenn sem eru meiddir en fyrir mig er þetta gott tækifæri að koma aftur eftir síðustu ár sem hafa verið erfið. Ég sagði við David að ég myndi berjast fyrir sæti mínu þótt margir hefðu dauðadæmt það.” Björn á eitt ár eftir af samningi sínum en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Hann er í raun lítið að hugsa um það. „Fyrir mig snýst þetta eingöngu um að spila fótbolta. Þetta hefur verið erfiður tími sem ég hef gengið í gegnum, svo hvað gerist á næsta árinu er ekki mikilvægt núna. Það eina sem skiptir máli núna er að mæta í AGF á morgun og gera mitt besta á æfingu.” „Þannig kemst ég áfram. Ég er mjög hungraður. Ég er einungis 28 ára og á mörg ár eftir í boltanum svo ég nýti hvern einasta dag,” sagði FH-ingurinn brosandi að lokum. Allt viðtalið við Björn má lesa hér.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Szczesny ekki hættur enn Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Sjá meira