Upphitun: Nær Vettel að verja heimavöllinn? Bragi Þórðarson skrifar 20. júlí 2018 18:30 Vettel sigraði á heimavelli Hamilton í síðasta kappakstri. Hvað gerist á heimavelli Vettel um helgina? Vísir/Getty Hockenheim brautin snýr aftur í Formúlu 1 eftir tveggja ára hlé um helgina. Þjóðverjinn Sebastian Vettel ætlar sér það sem Lewis Hamilton náði ekki að gera fyrir tveimur vikum, að vinna á heimavelli. Það var Vettel sem hafði betur á Silverstone brautinni í Bretlandi í síðasta kappakstri en Hamilton varð að sætta sig við annað sætið. Það er því Þjóðverjinn sem leiðir heimsmeistaramót ökumanna með átta stiga forskot á Hamilton. Algjört einvígi hefur myndast milli þessara ökumanna er þeir berjast við að ná sínum fimmta titli. Nú þegar tímabilið er hálfnað hafa þeir báðir leitt mótið með allt að 18 stigum.Hockenheim er í suðurhluta Þýskalandsvísir/gettiHockenheim er ein sögufrægasta brautin sem keppt er á. Hringurinn var fyrst notaður í Formúlu 1 árið 1970 þegar að ökumenn neituðu að keyra hina stórhættulegu Nurburgring braut. Hockenheim var alltaf þekkt fyrir sína löngu, beinu kafla og erfiðar hraðahindranir. Hröðu kaflarnir voru þó teknir af brautinni árið 2002 þegar hringurinn var styttur til muna. Bæði áhorfendur sem og keppendur hafa almennt ekki verið sáttir með þessa breytingu en það gæti allt breyst um helgina ef heimamaðurinn Vettel nær gulli. Það verður þó ekki auðvelt fyrir Sebastian að ná sigri um helgina. Mercedes hafa verið hraðir á fyrstu æfingum en hraðastir hafa verið Red Bull bílarnir. Daniel Ricciardo náði besta tíma á fyrstu æfingu en Ástralinn verður að byrja kappaksturinn frá þjónustusvæðinu vegna refsingar fyrir vélarskipti. Liðsfélagi hans hjá Red Bull var hraðastur á annari æfingu. Sýnt verður frá síðustu æfingunni, tímatökum og svo kappakstrinum sjálfum í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Hockenheim brautin snýr aftur í Formúlu 1 eftir tveggja ára hlé um helgina. Þjóðverjinn Sebastian Vettel ætlar sér það sem Lewis Hamilton náði ekki að gera fyrir tveimur vikum, að vinna á heimavelli. Það var Vettel sem hafði betur á Silverstone brautinni í Bretlandi í síðasta kappakstri en Hamilton varð að sætta sig við annað sætið. Það er því Þjóðverjinn sem leiðir heimsmeistaramót ökumanna með átta stiga forskot á Hamilton. Algjört einvígi hefur myndast milli þessara ökumanna er þeir berjast við að ná sínum fimmta titli. Nú þegar tímabilið er hálfnað hafa þeir báðir leitt mótið með allt að 18 stigum.Hockenheim er í suðurhluta Þýskalandsvísir/gettiHockenheim er ein sögufrægasta brautin sem keppt er á. Hringurinn var fyrst notaður í Formúlu 1 árið 1970 þegar að ökumenn neituðu að keyra hina stórhættulegu Nurburgring braut. Hockenheim var alltaf þekkt fyrir sína löngu, beinu kafla og erfiðar hraðahindranir. Hröðu kaflarnir voru þó teknir af brautinni árið 2002 þegar hringurinn var styttur til muna. Bæði áhorfendur sem og keppendur hafa almennt ekki verið sáttir með þessa breytingu en það gæti allt breyst um helgina ef heimamaðurinn Vettel nær gulli. Það verður þó ekki auðvelt fyrir Sebastian að ná sigri um helgina. Mercedes hafa verið hraðir á fyrstu æfingum en hraðastir hafa verið Red Bull bílarnir. Daniel Ricciardo náði besta tíma á fyrstu æfingu en Ástralinn verður að byrja kappaksturinn frá þjónustusvæðinu vegna refsingar fyrir vélarskipti. Liðsfélagi hans hjá Red Bull var hraðastur á annari æfingu. Sýnt verður frá síðustu æfingunni, tímatökum og svo kappakstrinum sjálfum í beinni á Stöð 2 Sport um helgina.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira