Greint var frá því í erlendum slúðurmiðlum að ágreiningur um barneignir hefði valdið því að Hemsworth aflýsti fyrirhuguðu brúðkaupi parsins. Því var haldið fram að Hemsworth vildi eignast börn í náinni framtíð en að Cyrus væri ekki tilbúin til þess.
Hemsworth virðist hins vegar hafa kæft allar sögusagnir um sambandsslit með nýju myndbandi sem hann birti í svokölluðu „story“ á Instagram-reikningi sínum í gær. Í myndbandinu sjást hann og Cyrus dilla sér við tónlist í bíl sínum og vel fer á með parinu. Skyndilega tekur Hemsworth viðbragð og Cyrus bregður rækilega en allt virðist það þó í gríni gert.
Því má ætla að brúðkaup parsins sé enn á dagskrá. Cyrus og Hemsworth kynntust við tökur á kvikmyndinni The Last Song árið 2009 og trúlofuðu sig árið 2012. Þau hættu saman ári síðar en tóku saman á ný árið 2016.
Umrætt Instagram-myndband Hemsworth má sjá í spilaranum hér að neðan.