Fyrirheit um aukið gegnsæi hjá Reykjavíkurborg segir Vigdís Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. júlí 2018 08:00 Vigdís, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Marta Guðjónsdóttir eru í minnihluta borgarstjórnar. Fréttablaðið/ernir Fundir borgarráðs og annarra ráða borgarinnar verða auglýstir með dagskrá á vef borgarinnar. Tillaga Sjálfstæðisflokksins þessa efnis var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. „Það var mjög gleðilegt að þessi tillaga Sjálfstæðismanna, sem við hin í stjórnarandstöðunni tókum heilshugar undir, hafi verið samþykkt,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Hún segir tillöguna hafa verið lagða fram til að auka aðgengi bæði fjölmiðla og borgarbúa að því sem er að gerast hjá borginni. Fyrirkomulag funda hafi verið alveg lokað hingað til auk þess sem oft taki marga daga að ganga frá fundargerðum. Þannig líði oft margir dagar án þess að fólk viti yfirleitt að það hafi verið fundur og þaðan af síður hvað hafi farið fram á honum. „En það var mjög gleðilegt að stjórnarandstaðan fékk þarna mál í gegn. Þetta gefur smá von um að það sé verið að auka lýðræði og gegnsæi hjá borginni,“ segir Vigdís að nýloknum fundi borgarráðs í gær. Hún segir mörg aðkallandi mál hafa verið rædd á fundinum og vonbrigði að borgarstjóri sjálfur væri farinn í sumarfrí.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Fréttablaðið/Vilhelm „Við urðum að bóka mótmæli strax í upphafi fundar, við því að borgarstjóri er farinn í sumarfrí, sérstaklega í ljósi þeirra mála sem eru á dagskrá fundarins,“ segir Vigdís og vísar til bókunar Kolbrúnar Baldursdóttur, Flokki fólksins, sem aðrir í stjórnarandstöðu tóku undir. Í fyrsta lagi vísar Vigdís til skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu heimilislausra í Reykjavík. Embættismenn frá velferðarsviði borgarinnar komu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðunni og segir Vigdís ljóst að staðan sé grafalvarleg. Allir borgarfulltrúar sama hvar í flokki þeir standa voru sammála um að gera þurfi stórátak í málefnum heimilislausra,“ segir Vigdís. Á fundinum var samþykkt að boða aukafund í velferðarráði 11. ágúst næstkomandi til að fara betur yfir stöðuna, taka á móti hagsmunaaðilum og ræða leiðir til úrbóta. Þá hafi verið farið yfir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um alvarlegt eineltismál í stjórnsýslu borgarinnar Er þar vísað til dóms frá 5. júní síðastliðnum, þar sem Reykjavíkurborg var dæmd til greiðslu miskabóta vegna ólögmætrar áminningar. „Við vorum upplýst um það á fundinum að niðurstaða héraðsdóms mun standa óhögguð því ákveðið hefur verið að áfrýja ekki málinu til Landsréttar og er áfrýjunarfresturinn liðinn.“ Að lokum vísaði Vigdís til niðurstöðu Kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar borgarlögmanns, sem einnig var til umræðu á fundi borgarráðs. Vigdís segir málið alvarlegan áfellisdóm yfir stjórnsýslu borgarinnar og að stjórnarandstaðan hafi lagt fram harðorða bókun vegna málsins. Ólíklegt sé að því máli sé lokið enda geti báðir málsaðilar farið með niðurstöðuna fyrir dómstóla. Vigdís telur málið geta orðið borginni dýrt geri kærandinn skaðabótakröfu fyrir dómstólum, enda hafi ekki staðið steinn yfir steini í málsmeðferð borgarinnar í málinu. Vigdís segir hvert og eitt þessara mála skandal fyrir borgina og áfellisdóm yfir stjórnsýslu borgarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fundir borgarráðs og annarra ráða borgarinnar verða auglýstir með dagskrá á vef borgarinnar. Tillaga Sjálfstæðisflokksins þessa efnis var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. „Það var mjög gleðilegt að þessi tillaga Sjálfstæðismanna, sem við hin í stjórnarandstöðunni tókum heilshugar undir, hafi verið samþykkt,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Hún segir tillöguna hafa verið lagða fram til að auka aðgengi bæði fjölmiðla og borgarbúa að því sem er að gerast hjá borginni. Fyrirkomulag funda hafi verið alveg lokað hingað til auk þess sem oft taki marga daga að ganga frá fundargerðum. Þannig líði oft margir dagar án þess að fólk viti yfirleitt að það hafi verið fundur og þaðan af síður hvað hafi farið fram á honum. „En það var mjög gleðilegt að stjórnarandstaðan fékk þarna mál í gegn. Þetta gefur smá von um að það sé verið að auka lýðræði og gegnsæi hjá borginni,“ segir Vigdís að nýloknum fundi borgarráðs í gær. Hún segir mörg aðkallandi mál hafa verið rædd á fundinum og vonbrigði að borgarstjóri sjálfur væri farinn í sumarfrí.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Fréttablaðið/Vilhelm „Við urðum að bóka mótmæli strax í upphafi fundar, við því að borgarstjóri er farinn í sumarfrí, sérstaklega í ljósi þeirra mála sem eru á dagskrá fundarins,“ segir Vigdís og vísar til bókunar Kolbrúnar Baldursdóttur, Flokki fólksins, sem aðrir í stjórnarandstöðu tóku undir. Í fyrsta lagi vísar Vigdís til skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu heimilislausra í Reykjavík. Embættismenn frá velferðarsviði borgarinnar komu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðunni og segir Vigdís ljóst að staðan sé grafalvarleg. Allir borgarfulltrúar sama hvar í flokki þeir standa voru sammála um að gera þurfi stórátak í málefnum heimilislausra,“ segir Vigdís. Á fundinum var samþykkt að boða aukafund í velferðarráði 11. ágúst næstkomandi til að fara betur yfir stöðuna, taka á móti hagsmunaaðilum og ræða leiðir til úrbóta. Þá hafi verið farið yfir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um alvarlegt eineltismál í stjórnsýslu borgarinnar Er þar vísað til dóms frá 5. júní síðastliðnum, þar sem Reykjavíkurborg var dæmd til greiðslu miskabóta vegna ólögmætrar áminningar. „Við vorum upplýst um það á fundinum að niðurstaða héraðsdóms mun standa óhögguð því ákveðið hefur verið að áfrýja ekki málinu til Landsréttar og er áfrýjunarfresturinn liðinn.“ Að lokum vísaði Vigdís til niðurstöðu Kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar borgarlögmanns, sem einnig var til umræðu á fundi borgarráðs. Vigdís segir málið alvarlegan áfellisdóm yfir stjórnsýslu borgarinnar og að stjórnarandstaðan hafi lagt fram harðorða bókun vegna málsins. Ólíklegt sé að því máli sé lokið enda geti báðir málsaðilar farið með niðurstöðuna fyrir dómstóla. Vigdís telur málið geta orðið borginni dýrt geri kærandinn skaðabótakröfu fyrir dómstólum, enda hafi ekki staðið steinn yfir steini í málsmeðferð borgarinnar í málinu. Vigdís segir hvert og eitt þessara mála skandal fyrir borgina og áfellisdóm yfir stjórnsýslu borgarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22