Fella niður handtökuskipanir á hendur Katalónunum fimm Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júlí 2018 06:00 Aðskilnaðarsinnar í Katalóníu hafa ekki gleymt sínu fólki og krefjast þess daglega að ákærur verði felldar niður og fangar leystir úr haldi. Þeir gátu þó fagnað ákvörðuninni sem tekin var í gær. Vísir/Afp Hæstiréttur Spánar felldi í gær niður evrópskar handtökuskipanir á hendur Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar, og fjórum ráðherrum héraðsstjórnar Puigdemonts. Ákvörðunin var tekin eftir að Þjóðverjar neituðu að framselja Puidgemont. Puigdemont og ráðherrarnir fyrrverandi eiga yfir höfði sér ákæru fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna sjálfstæðisyfirlýsingar á síðasta ári og ólöglegra kosninga um sjálfstæði Katalóníu. Þótt handtökuskipanirnar hafi verið felldar niður eru ákærurnar enn í gildi. Þegar ákærurnar voru gefnar út voru Katalónarnir flúnir til Brussel, höfuðborgar Belgíu. Þar eru þrír ráðherrar enn. Puigdemont er sjálfur í Þýskalandi en hann var handtekinn þar er hann kom yfir landamærin frá Danmörku. Hann var þá á leið aftur til Brussel eftir að hafa fundað með þingmönnum í Finnlandi. Einn ráðherra, Clara Ponsatí, fer fyrir dóm í Skotlandi 30. júlí þar sem tekin verður fyrir framsalskrafa Spánverja. Níu ráðherrar eru þó á Spáni, fóru aldrei til Brussel, þar sem þeir mega dúsa í fangelsi. Ekki hefur þó verið kveðinn upp dómur í máli neins ráðherra. Þrjátíu ára fangelsisvist er við uppreisnarbrotinu sem héraðsstjórnin fyrrverandi er sökuð um. Ákvörðun spænska réttarins sýnir, að mati Reuters, þá erfiðleika sem Spánverjar eiga í við að fá önnur Evrópusambandsríki til þess að aðstoða sig við að ná Katalónunum heim. Pablo Llanera, formaður dómsins í málinu, húðskammaði Þjóðverja fyrir að neita að framselja Puigdemont. Sagði þá ekki taka málið alvarlega og að Þjóðverjar væru að grafa undir valdi hæstaréttar Spánar.Carles Puigdemont tók við embætti heimastjórnar Katalóníu snemma árs 2016.Vísir/AFPAamer Anwar, lögmaður Ponsatí, fagnaði fréttum gærdagsins í samtali við Reuters. „Þetta eru stórkostlegar fréttir fyrir skjólstæðing minn og augljóslega einnig fyrir Puigdemont. En sigurinn er ekki í höfn. Nú er spurning hvort spænsk yfirvöld heimili Puigdemont að koma einfaldlega aftur heim til Katalóníu og lýsa yfir sjálfstæði. Ég efast reyndar um það.“ Sjálfur tísti Puigdemont um ákvörðunina og sagði niðurfellinguna sýna fram á hve málstaður Spánverja væri veikur. Nú væri kjörið tækifæri til að krefjast þess að pólitískir fangar yrðu leystir úr haldi. „Það að leysa fangana úr haldi myndi sýna fram á að spænskir dómstólar væru farnir að starfa eins og aðrir evrópskir dómstólar,“ sagði Puigdemont sem er á leið aftur til Belgíu. Margt hefur þó breyst í spænskum stjórnmálum frá því Puigdemont flúði land. Vantraust var samþykkt á ríkisstjórn Lýðflokksins undir forsæti Marianos Rajoy og við tóku sósíalistar með Pedro Sanchez sem forsætisráðherra. Sanchez fundaði nýlega með eftirmanni Puigdemonts, hinum harða aðskilnaðarsinna Quim Torra. Þykir það sýna þíðu í samskiptum yfirvalda á Spáni og í Katalóníu. Sanchez ítrekar þó að atkvæðagreiðslan um sjálfstæði hafi verið ólögleg og að allar hugsanlegar slíkar atkvæðagreiðslur í framtíðinni verði það sömuleiðis. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Útlagarnir í mál við dómarann Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena. 6. júní 2018 06:00 Puigdemont sleppt úr haldi Verður ekki framseldur vegna uppreisnarákæru en mögulega vegna annarra ákæra. 5. apríl 2018 18:07 Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins. 25. mars 2018 22:52 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Hæstiréttur Spánar felldi í gær niður evrópskar handtökuskipanir á hendur Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar, og fjórum ráðherrum héraðsstjórnar Puigdemonts. Ákvörðunin var tekin eftir að Þjóðverjar neituðu að framselja Puidgemont. Puigdemont og ráðherrarnir fyrrverandi eiga yfir höfði sér ákæru fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna sjálfstæðisyfirlýsingar á síðasta ári og ólöglegra kosninga um sjálfstæði Katalóníu. Þótt handtökuskipanirnar hafi verið felldar niður eru ákærurnar enn í gildi. Þegar ákærurnar voru gefnar út voru Katalónarnir flúnir til Brussel, höfuðborgar Belgíu. Þar eru þrír ráðherrar enn. Puigdemont er sjálfur í Þýskalandi en hann var handtekinn þar er hann kom yfir landamærin frá Danmörku. Hann var þá á leið aftur til Brussel eftir að hafa fundað með þingmönnum í Finnlandi. Einn ráðherra, Clara Ponsatí, fer fyrir dóm í Skotlandi 30. júlí þar sem tekin verður fyrir framsalskrafa Spánverja. Níu ráðherrar eru þó á Spáni, fóru aldrei til Brussel, þar sem þeir mega dúsa í fangelsi. Ekki hefur þó verið kveðinn upp dómur í máli neins ráðherra. Þrjátíu ára fangelsisvist er við uppreisnarbrotinu sem héraðsstjórnin fyrrverandi er sökuð um. Ákvörðun spænska réttarins sýnir, að mati Reuters, þá erfiðleika sem Spánverjar eiga í við að fá önnur Evrópusambandsríki til þess að aðstoða sig við að ná Katalónunum heim. Pablo Llanera, formaður dómsins í málinu, húðskammaði Þjóðverja fyrir að neita að framselja Puigdemont. Sagði þá ekki taka málið alvarlega og að Þjóðverjar væru að grafa undir valdi hæstaréttar Spánar.Carles Puigdemont tók við embætti heimastjórnar Katalóníu snemma árs 2016.Vísir/AFPAamer Anwar, lögmaður Ponsatí, fagnaði fréttum gærdagsins í samtali við Reuters. „Þetta eru stórkostlegar fréttir fyrir skjólstæðing minn og augljóslega einnig fyrir Puigdemont. En sigurinn er ekki í höfn. Nú er spurning hvort spænsk yfirvöld heimili Puigdemont að koma einfaldlega aftur heim til Katalóníu og lýsa yfir sjálfstæði. Ég efast reyndar um það.“ Sjálfur tísti Puigdemont um ákvörðunina og sagði niðurfellinguna sýna fram á hve málstaður Spánverja væri veikur. Nú væri kjörið tækifæri til að krefjast þess að pólitískir fangar yrðu leystir úr haldi. „Það að leysa fangana úr haldi myndi sýna fram á að spænskir dómstólar væru farnir að starfa eins og aðrir evrópskir dómstólar,“ sagði Puigdemont sem er á leið aftur til Belgíu. Margt hefur þó breyst í spænskum stjórnmálum frá því Puigdemont flúði land. Vantraust var samþykkt á ríkisstjórn Lýðflokksins undir forsæti Marianos Rajoy og við tóku sósíalistar með Pedro Sanchez sem forsætisráðherra. Sanchez fundaði nýlega með eftirmanni Puigdemonts, hinum harða aðskilnaðarsinna Quim Torra. Þykir það sýna þíðu í samskiptum yfirvalda á Spáni og í Katalóníu. Sanchez ítrekar þó að atkvæðagreiðslan um sjálfstæði hafi verið ólögleg og að allar hugsanlegar slíkar atkvæðagreiðslur í framtíðinni verði það sömuleiðis.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Útlagarnir í mál við dómarann Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena. 6. júní 2018 06:00 Puigdemont sleppt úr haldi Verður ekki framseldur vegna uppreisnarákæru en mögulega vegna annarra ákæra. 5. apríl 2018 18:07 Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins. 25. mars 2018 22:52 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Útlagarnir í mál við dómarann Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena. 6. júní 2018 06:00
Puigdemont sleppt úr haldi Verður ekki framseldur vegna uppreisnarákæru en mögulega vegna annarra ákæra. 5. apríl 2018 18:07
Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins. 25. mars 2018 22:52