Ferðamenn hrella íbúa í miðbænum með almennu sorpi í endurvinnslutunnur Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2018 16:45 Í skriflegu svari Reykjavíkurborgar vegna umkvartana Halldórs segir að margar kvartanir vegna sorphirðu megi rekja til heimagistingar á borð við AirBnb. Vísir/Samsett Halldór Bragason tónlistarmaður hefur fengið sig fullsaddan af því að ferðamenn hendi almennu sorpi í sérstakar endurvinnslutunnur við heimili hans í miðbæ Reykjavíkur. Ruslinu frá ferðamönnunum fylgi bæði óþægindi og kostnaður fyrir íbúa. Reykjavíkurborg segir hægt að draga þá ályktun að margar kvartanir vegna sorphirðu borgarinnar megi rekja til heimagistingar fyrir erlenda ferðamenn.Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/GVA„Ég kom að bláu tunnunni þar sem var búið að setja á hana miða sem á stóð að hún yrði ekki losuð vegna þess að það væri í henni rusl sem ætti ekki að vera í henni. Ég þurfti að sortera sorpið sjálfur til að fá hana losaða,“ segir Halldór, sem búsettur er á Amtmannsstíg, í samtali við Vísi. Hann segist sjálfur flokka samviskusamlega í tunnurnar.Ekki hans hlutverk að flokka rusl fyrir túrista Halldór segir sökudólgana í flestum tilvikum vera ferðamenn af hótelum og heimagistingaríbúðum í nágrenninnu. Ef flokkað er vitlaust í tunnur eru þær ekki losaðar, samanber skilaboðin sem Halldór fékk. Í þeim tilvikum er hægt að óska eftir aukalosun sem kostar 3750 krónur auk 1115 króna á hverja tunnu – eða fara með sorpið á endurvinnslustöð Sorpu, að því er fram kemur í skriflegu svari Reykjavíkurborgar vegna málsins. Halldór segir nágranna sína einnig hafa orðið varir við vandann. Þá sé hann ekki ánægður með úrræði borgarinnar. „Ég þarf annað hvort að borga þetta gjald fyrir sérstaka losun eða fara ofan í ruslatunnuna og flokka rusl fyrir einhverja túrista. Það er ekki mitt hlutverk. Við erum með tunnur á leigu og við flokkum. Það er algjörlega út úr kortinu að vera að „sekta“ íbúa með sköttum, gjöldum og vinnu fyrir eitthvað sem túristar gera.“ Halldór kallar því eftir úrbótum í þessum efnum, til að mynda með lækkun gjalda vegna sorphirðunnar og fjölgun almenningsruslatunna í borginni. Margar kvartanir vegna heimagistingar Í skriflegu svari Reykjavíkurborgar vegna umkvartana Halldórs segir að sorphirðu borgarinnar og heilbrigðiseftirlitsins berist töluverður fjöldi ábendinga og kvartana. Vissulega megi draga þær ályktanir að margar þeirra séu vegna gistiíbúða, þó að sorphirðan hafi ekki skrá yfir slíkar íbúðir. Árið 2016 var fjallað um sorphirðu í Reykjavík sem afleiðingu aukinnar heimagistingar í borginni. Hið sama virðist uppi á teningnum nú. Um möguleg viðbrögð við vandamálinu segir í svari borgarinnar að sorpílát séu á ábyrgð eigenda íbúða og sú ábyrgð fellur ekki úr gildi þó íbúðin sé leigð út. Þá þjónustar sorphirða borgarinnar ekki fyrirtæki og stofnanir, hótel þar með talin. Einnig er bent á að sorphirðan veiti ráðgjöf og sé tilbúin til að aðstoða við að leita lausna. Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Ruslið eykst í takt við aukna heimagistingu Tíu prósenta aukning er á blönduðum úrgangi í Reykjavík og tuttugu á framkvæmdaúrgangi frá því í fyrra. Fleiri ferðamenn í heimagistingu gæti verið skýring. Þó nokkrar kvartanir berast Sorphirðunni vegna yfirfullra ruslatunna. 25. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
Halldór Bragason tónlistarmaður hefur fengið sig fullsaddan af því að ferðamenn hendi almennu sorpi í sérstakar endurvinnslutunnur við heimili hans í miðbæ Reykjavíkur. Ruslinu frá ferðamönnunum fylgi bæði óþægindi og kostnaður fyrir íbúa. Reykjavíkurborg segir hægt að draga þá ályktun að margar kvartanir vegna sorphirðu borgarinnar megi rekja til heimagistingar fyrir erlenda ferðamenn.Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/GVA„Ég kom að bláu tunnunni þar sem var búið að setja á hana miða sem á stóð að hún yrði ekki losuð vegna þess að það væri í henni rusl sem ætti ekki að vera í henni. Ég þurfti að sortera sorpið sjálfur til að fá hana losaða,“ segir Halldór, sem búsettur er á Amtmannsstíg, í samtali við Vísi. Hann segist sjálfur flokka samviskusamlega í tunnurnar.Ekki hans hlutverk að flokka rusl fyrir túrista Halldór segir sökudólgana í flestum tilvikum vera ferðamenn af hótelum og heimagistingaríbúðum í nágrenninnu. Ef flokkað er vitlaust í tunnur eru þær ekki losaðar, samanber skilaboðin sem Halldór fékk. Í þeim tilvikum er hægt að óska eftir aukalosun sem kostar 3750 krónur auk 1115 króna á hverja tunnu – eða fara með sorpið á endurvinnslustöð Sorpu, að því er fram kemur í skriflegu svari Reykjavíkurborgar vegna málsins. Halldór segir nágranna sína einnig hafa orðið varir við vandann. Þá sé hann ekki ánægður með úrræði borgarinnar. „Ég þarf annað hvort að borga þetta gjald fyrir sérstaka losun eða fara ofan í ruslatunnuna og flokka rusl fyrir einhverja túrista. Það er ekki mitt hlutverk. Við erum með tunnur á leigu og við flokkum. Það er algjörlega út úr kortinu að vera að „sekta“ íbúa með sköttum, gjöldum og vinnu fyrir eitthvað sem túristar gera.“ Halldór kallar því eftir úrbótum í þessum efnum, til að mynda með lækkun gjalda vegna sorphirðunnar og fjölgun almenningsruslatunna í borginni. Margar kvartanir vegna heimagistingar Í skriflegu svari Reykjavíkurborgar vegna umkvartana Halldórs segir að sorphirðu borgarinnar og heilbrigðiseftirlitsins berist töluverður fjöldi ábendinga og kvartana. Vissulega megi draga þær ályktanir að margar þeirra séu vegna gistiíbúða, þó að sorphirðan hafi ekki skrá yfir slíkar íbúðir. Árið 2016 var fjallað um sorphirðu í Reykjavík sem afleiðingu aukinnar heimagistingar í borginni. Hið sama virðist uppi á teningnum nú. Um möguleg viðbrögð við vandamálinu segir í svari borgarinnar að sorpílát séu á ábyrgð eigenda íbúða og sú ábyrgð fellur ekki úr gildi þó íbúðin sé leigð út. Þá þjónustar sorphirða borgarinnar ekki fyrirtæki og stofnanir, hótel þar með talin. Einnig er bent á að sorphirðan veiti ráðgjöf og sé tilbúin til að aðstoða við að leita lausna.
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Ruslið eykst í takt við aukna heimagistingu Tíu prósenta aukning er á blönduðum úrgangi í Reykjavík og tuttugu á framkvæmdaúrgangi frá því í fyrra. Fleiri ferðamenn í heimagistingu gæti verið skýring. Þó nokkrar kvartanir berast Sorphirðunni vegna yfirfullra ruslatunna. 25. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
Ruslið eykst í takt við aukna heimagistingu Tíu prósenta aukning er á blönduðum úrgangi í Reykjavík og tuttugu á framkvæmdaúrgangi frá því í fyrra. Fleiri ferðamenn í heimagistingu gæti verið skýring. Þó nokkrar kvartanir berast Sorphirðunni vegna yfirfullra ruslatunna. 25. júlí 2016 07:00
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent