Áfram framkvæmdastjóri CBS þrátt fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. júlí 2018 10:44 Utanaðkomandi aðilar verða fengnir til að rannsaka ásakanir á hendur framkvæmdastjóra CBS. Honum verður ekki gert að stíga til hliðar á meðan rannsókninni stendur. Vísir/getty Ásakanir á hendur Leslie Moonves, framkvæmdastjóra CBS, voru ræddar á stjórnarfundi sjónvarpsstöðvarinnar í gærkvöldi. Á fundinum var ákveðið að Moonves héldi stöðu sinni en að óháðir aðilar yrðu fengnir til að rannsaka ásakanir á hendur framkvæmdastjóranum. Reuters greinir frá. Sex stigu fram Sex konur sem starfa hjá fyrirtækinu stigu fram í The New Yorker og greindu frá því að Moonves hafi bæði kysst þær og snert án þeirra samþykkis. Meint kynferðisleg áreitni á að hafa átt sér stað á árunum 1985-2006. Honum er gefið að sök að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær höfnuðu kynferðislegum umleitunum hans. Skaðleg vinnumenning Þrjátíu manns sem ýmist starfa eða störfuðu hjá CBS segja að forstjórinn hafi stuðlað að skaðlegri vinnumenningu. Starfsmenn sem hafi orðið uppvísir að kynferðislegri áreitni hefðu hlotið framgang í starfi og þá hefðu þolendur fengið greiðslur í skiptum fyrir þagmælsku. Ákvörðun stjórnarinnar eins og blaut tuska í andlitið Stjórn fyrirtækisins sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að Moonves verði áfram æðsti stjórnandi fyrirtækisins þrátt fyrir ásakanirnar. Ekki voru allir sáttir með ákvörðun stjórnarinnar en Melissa Silverstein, sem heldur úti síðunni Konur og Hollywood, segir að stjórnin hafi ekki brugðist við í samræmi við alvarleika málsins og að það sé eins og blaut tuska í andlitið á þeim konum sem greindu frá framferði Moonves að hann verði áfram forstjóri líkt og ekkert hefði í skorist. Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein skrifar um Moonves Ronan Farrow, blaðamaður New Yorker, varpaði ljósi á frásagnir kvennanna en hann er jafnframt sá blaðamaður sem greindi fyrstur frá meintum kynferðisbrotum kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Í yfirlýsingu sem Moonves sendi New Yorker segist hann alltaf hafa virt rétt kvenna til að hafna sér. Hann viðurkenndi að hann kynni að hafa valdið einhverjum konum hugarangri í gegnum tíðina með því að stíga í vænginn við þær en bætir við að hann sjái eftir því. Moonves einn var valdamestu karlmönnum í Hollywood og hefur haldið um stjórnartaumana hjá CBS í áratug. Hann er 68 ára og er giftur dagskrárgerðakonunni Julie Chen. MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Ásakanir á hendur Leslie Moonves, framkvæmdastjóra CBS, voru ræddar á stjórnarfundi sjónvarpsstöðvarinnar í gærkvöldi. Á fundinum var ákveðið að Moonves héldi stöðu sinni en að óháðir aðilar yrðu fengnir til að rannsaka ásakanir á hendur framkvæmdastjóranum. Reuters greinir frá. Sex stigu fram Sex konur sem starfa hjá fyrirtækinu stigu fram í The New Yorker og greindu frá því að Moonves hafi bæði kysst þær og snert án þeirra samþykkis. Meint kynferðisleg áreitni á að hafa átt sér stað á árunum 1985-2006. Honum er gefið að sök að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær höfnuðu kynferðislegum umleitunum hans. Skaðleg vinnumenning Þrjátíu manns sem ýmist starfa eða störfuðu hjá CBS segja að forstjórinn hafi stuðlað að skaðlegri vinnumenningu. Starfsmenn sem hafi orðið uppvísir að kynferðislegri áreitni hefðu hlotið framgang í starfi og þá hefðu þolendur fengið greiðslur í skiptum fyrir þagmælsku. Ákvörðun stjórnarinnar eins og blaut tuska í andlitið Stjórn fyrirtækisins sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að Moonves verði áfram æðsti stjórnandi fyrirtækisins þrátt fyrir ásakanirnar. Ekki voru allir sáttir með ákvörðun stjórnarinnar en Melissa Silverstein, sem heldur úti síðunni Konur og Hollywood, segir að stjórnin hafi ekki brugðist við í samræmi við alvarleika málsins og að það sé eins og blaut tuska í andlitið á þeim konum sem greindu frá framferði Moonves að hann verði áfram forstjóri líkt og ekkert hefði í skorist. Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein skrifar um Moonves Ronan Farrow, blaðamaður New Yorker, varpaði ljósi á frásagnir kvennanna en hann er jafnframt sá blaðamaður sem greindi fyrstur frá meintum kynferðisbrotum kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Í yfirlýsingu sem Moonves sendi New Yorker segist hann alltaf hafa virt rétt kvenna til að hafna sér. Hann viðurkenndi að hann kynni að hafa valdið einhverjum konum hugarangri í gegnum tíðina með því að stíga í vænginn við þær en bætir við að hann sjái eftir því. Moonves einn var valdamestu karlmönnum í Hollywood og hefur haldið um stjórnartaumana hjá CBS í áratug. Hann er 68 ára og er giftur dagskrárgerðakonunni Julie Chen.
MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45